Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 71
því að sjórinn við strandirnar er sérstaklega gjöfull, hvenær sem
á sjó er farið. hþá-tíð voru allir firðir fullir af fiski á grunnmiðum,
ef snæri og önglar voru til og ís ekki hamlaði, mátti lengst af ná í
þetta góða nýmeti. Hákarl var sóttur á útmið, en rauðmagi og
grásleppa var upp í landsteinum vor hvert.
Sagan segir okkur að úr Strandasýslu hafi næsta fátt fólk flutt
vestur um haf sem algengt var úr öðrum byggðarlögum.
Gleggsta sönnun um það er ættarskrá sú sem séra Jón Guðnason
tók saman úr Strandasýslu þar kemur það greinilega fram.
Skemmtanalífið á þriðja áratugnum var fábrotið nánast ekk-
ert utan þess að ungmennafélagshreyfingin var að upphefjast og
stafaði þar af nokkur menningaráhugi. Fundir voru haldnir að
vetrinum og venjulegast dansiball á eftir. Fyrir kom að fræðslu-
erindi væru flutt á þessum fundum var þá leitað til skólastjóra,
læknis eða til prestsins. Þrátt fyrir smæð sína í sniðum stafaði þar
af menningaráhugi og grár hversdagsleikinn þokaði um set á
meðan.
Það sem hér verður sagt frá mun hafa gerst nokkru eftir 1920 en
hvaða ár man ég ekki. Vil ég nú leiða lesanda á vit norðursins við
Steingrímsfjörð og dvelja þar með mér eina kvöldstund á þeim
tíma sem glaumur og skemmtanagleði var nær óþekkt hugtak.
Heimavistarskóli barna hafði staðið í nokkur ár að vetrinum
að Heydalsá við Steingrímsfjörð, nokkuð miðsvæðis í sveitinni.
Öll skólaskyld böm sóttu þennan skóla, og um tíma var þar
unglingakennsla. Aðal hvatamaður í skólanum heyrði ég sagt, að
hafi verið Sigurgeir Ásgeirsson, síðar kaupmaður á Óspakseyri í
Bitru.
í þann mund er þetta sögukorn gerðist, var móðir mín, Guð-
björg Jónsdóttir matráðskona við skólann. Eg var þá ungur mjög
sennilega 7—8 ára og fylgdi móður minni eftir en hún var þá
búin að missa manninn sinn, Magnús Jónsson. Hann bjó á
Hvalsá.
Þótt ungur væri man ég þennan atburð vel vegna umtals sem
varð í sveitinni og þess græskulausa atburðar sem gerði hvers-
dagsleikann burtrækan um stund. Hálf öld og nokkuð betur er
liðin. Nokkrir ungir menn og einnig bændur gerðu sér dagamun,
69