Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 79
manns. Þó að til hliðar liggi við meginefni þessa máls þarf þess að
geta í framhjáhlaupi, að á hinum ýmsu stöðum þar sem forsetinn
frú Vigdís Finnbogadóttir gerði stuttan stans á fyrrnefndu
ferðalagi, gróðursetti hún jafnan nokkrar trjáplöntur með eigin
hendi. Var það látlaus en táknræn og áhrifarík ábending til allra
einstaklinga íslenskrar þjóðar að bæta eftir megni þau spjöll, sem
þúsund ára mannavist, ís og eldur, hafa valdið gróðurríki
landsins á liðnum öldum svo rætast megi framtíðarsýn alda-
mótaskáldsins er kvað: „---brauð veitir sonum móðurmoldin
frjóa menningin vex í lundum nýrra skóga“.
A ferðalagi forsetans um Strandasýslu að þessu sinni gerðist
vitanlega margt annað frásagnarvert en gróðursetning trjá-
plantna, þó að á öðru sviði væri og ef til vill eigi síður mikilvægt
í menningarsögulegu tilliti. Við verðalok forsetans og fylgdarliðs
hans á Ströndum á vegamótum Stranda- og Mýramanna á
Holtavörðuheiði, miðvikudaginn 24. júní í byrjun sólmánaðar er
frá því að segja, að forsetinn frú Vigdís Finnbogadóttir og
sýslumaður Strandamanna frú Hjördís Hákonardóttir stofnuðu
þar og þá af eigin fé sjóð frjálsra framlaga með fimmtíu þús-
undum gamalla króna til viðhalds og verndar Staðarkirkju í
Steingrímsfirði, fornum og merkum munum hennar og nálæg-
asta umhverfi. Vegna breyttra þjóðfélagshátta og byggðaþró-
unar í framvindu tímans er þar komið sögu, að söfnuður kirkj-
unnar og sóknarfólk er svo fámennt orðið að lítil von er til þess
eins og sakir standa, að það geti valdið fyrrnefndu verkefni án
utanaðkomandi aðstoðar og stuðnings í verulegum mæli.
II.
Staður í Steingrímsfirði nefndist fyrr á öldum Breiðabólstaður
og er hans getið í skráðum heimildum seint á 12. öld sem
höfuðbóls og höfðingjaseturs með kirkju og klerki, Jóni (d. 1211)
presti Brandsyni af ætt Reyknesinga, en kona hans var Steinunn
dóttir Hvamms-Sturlu. Fer nokkur saga af sonum þeirra í
viðureign við Þorvald Vatnsfirðing og verður hennar ekki nánar
getið hér. Auðvitað átti sr. Jón bæði jörðina og kirkjuna og hefur
því notið hálfrar tíundar, þ.e. bæði prests- og kirkjutíundar
77