Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 81
enn stendur 127 ára gömul nú i ár (1982), og því líklega ein elsta
ef ekki allra elsta timburkirkja landsins. Þá (1855) var séra Sig-
urður Gíslason, prests Einarssonar í Selárdal við Arnarfjörð og
konu hans, Ragnheiðar eldri Bogadóttur frá Hrappsey, prestur á
Stað í Steingrímsfirði og hélt það brauð í rétt 30 ár, frá 1838 til
1868. Hann var búhöldur góður, fésæll og þó manna örlátastur,
framkvæmdamaður hinn mesti og stórhuga í búsýslu og bygg-
ingum. Byggði hann upp allan Staðinn, bæði að fénaðar- og
bæjarhúsum, af hinum mesta myndarskap og glæsileika að
þeirrar tíðar hætti. Bæjarhús þau er séra Sigurður lét reisa, með
5 reisulegum timburstöfnum mót suðri auk ýmissa bakhúsa,
voru öll sérlega sterkviðuð og stóðu lítt eða ekkert breytt að ytra
formi fram undir síðustu aldamót (1900), einhver bakhúsanna
jafnvel fram á þriðja og fjórða tug þessarar aldar og hefðu með
eðlilegu viðhaldi ugglaust getað staðið enn í dag, ef þörf hefði
verið fyrir þau til einhverra nota.
III
Að því er varðar byggingarsögu hinnar öldnu Staðarkirkju
skal þess getið, að fyrir um það bil tveimur árum birtist í Morg-
unblaðinu um það efni töluvert ítarleg frásögn, skráð af séra
Gísla Brynjólfssyni fyrrum prófasti í Vestur-Skaftafellssýslu. Er
grein séra Gísla, svo langt sem hún nær, byggð á frumheimild-
um, vísitazíubókum prófasta og biskupa og öðrum skjölum
kirkjunni tilheyrandi. Eins og fyrr er sagt var kirkjan byggð
sumarið 1855, en á næsta sumri þ.e. 1856 kom héraðsprófastur-
inn séra Þórarinn Kristjánsson á Prestbakka í Hrútafirði, á yfir-
reið sinni um prófastsdæmið, norður að Stað í Steingrímsfirði til
þess að gera úttekt á hinu nýja guðshúsi þar. Þeim til gamans
sem áhuga hafa á ættvísi, einni elstu og helstu fræðigrein ís-
lendinga, en vita það ef til vill ekki áður, má geta þess að séra
Þórarinn á Prestbakka og síðar í Vatnsfirði er í beinan karllegg
langafi Kristjáns Eldjárns fyrrverandi þjóðminjavarðar og for-
seta íslenska ríkisins. Séra Þórarinn var að vitni allra þeirra, sem
hans hafa minnst opinberlega, afar skyldurækinn embættis-
maður og embættisgerðir hans ávallt framkvæmdar af ítrustu