Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 84
IV
Tíminn líður og ný öld gengur í garð, 20. öldin. Þó að þrir
hinir næstu Staðarprestar eftir séra Sigurð Gíslason, séra Bjarni
Sigvaldason, séra ísleifur Einarsson og séra Hans Jónsson héldu
kirkjunni þokkalega við, létu bika hana utan og mála að innan
svona öðru hverju, var samt sem áður hinn 45 ára gamli helgi-
dómur farinn að hrörna nokkuð og tapa ferskleikanum á morgni
nýrrar aldar. Gamla kirkjugólfið er orðið gisið og klökkt, enda
snjóar inn undir það sums staðar meðfram fótstykkjunum á
vetrum, og timbursúðin á suðurhlið er farin að leka. Þrátt fyrir
endurteknar umvandanir héraðsprófastsins, séra Eiríks Gísla-
sonar á Stað i Hrútafirði, dregst það úr hömlu fram á fimm-
tugsafmæli kirkjunnar árið 1905, að úr þessari vöntun á góðu
viðhaldi sé bætt. En þá er það lika gert myndarlega. Innfennslið
í kirkjugrunninn er heft, gólf og gólfbitar allt endurnýjað með
spónnýjum og sterkum viðum, þakið allt klætt með bárujárni, en
dyttað að timburhliðum og göflum og bikað sem fyrr. Við úttekt
á kirkjunni eftir skyndilegt og óvænt dauðsfall séra Hans Jóns-
sonar haustið 1907, er hún talin í góðu standi og stæðileg eftir
aldri. A fyrstu prestskaparárum séra Guðlaugs Guðmundssonar
á Stað í kringum 1910, er allt kirkjuhúsið málað innan enn á ný
af mjög færum fagmanni, veggir hvítir hið efra en blýgráir að
neðan.
Þá voru einnig kirkjubekkirnir eikarmálaðir og gylltar málm-
stjörnur festar hér og hvar í dökkbláa þakhvelfinguna yfir kórn-
um. Tíminn heldur áfram að líða sem fyrr og ungur guðfræð-
ingur er vígður til Staðar haustið 1924, séra Þorsteinn Jó-
hannesson siðar prófastur í Vatnsfirði. Á næsta ári (1925) voru
timburveggir kirkjunnar klæddir utan með bárujárni, en höfðu
áður aðeins verið tjargaðir (bikaðir) allt frá upphafi. Þá kom og
um líkt levti i kirkjuna kolakyntur ofn með steinsteyptum reyk-
háfi, þétt utan við suðaustur horn kirkjuhússins. Fyrr um nokk-
urt skeið, hafði kirkjan við messugerðir verið hituð upp með
tveimur oliukvntum ofnum.
82