Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 86
syndafallinu og leturlínu umhverfis, ljósahjálm og kertastjaka
o.fl. sem óvíst er um aldur á.
I svonefndum Vilkinsmáldaga frá 1397 er Staðarkirkja sögð
eiga tvö svokölluð „paxspjöld“, þ.e. smáspjöld úr tré, hvalbeini
eða hvalskíðum, með nafnmerki Krists eða latnesku orðunum
„Pax vobiscum“ þ.e. „Friður sé með yður“. Slík spjöld eða oftar
blöð úr skinni voru ætluð kirkjugestum að kyssa á við messu-
gerðir í kaþólskum sið. Þegar gamla torfkirkjan var tekin niður
sumarið 1855 eins og fyrr er sagt, fannst í moldum hennar annað
fyrrnefndra paxspjalda, sem mun vera úr hvalbeini eða hval-
skíðum með útskornu krossmerki og bókstöfunum I N R I, en
það er að líkindum skammstöfun orðanna: Jesús frá Nasaret
konungur Gyðinga, sem Pílatus lét skrifa á þremur tungumálum
á krosstré Krists krossfestingardaginn. Séra Sigurður Gíslason
sendi paxspjald þetta Forngripasafninu í Reykjavík, þar sem
uppruni þess var álitinn vera frá 14. öld, og mun þeirri aldurs-
ákvörðun ekki hafa verið breytt síðan. Nú er spjaldið vel varð-
veitt í Þjóðminjasafni Islands og verður þar vonandi til eilífðar-
nóns, hvort sem það nón rennur upp í atómeldi eða svartnætti
sortnandi sólar.
VI
Umhverfis Steingrímsfjörð munu að líkindum ávallt hafa verið
fólksflestu sveitir sýslunnar, allt frá upphafi byggðar á þeim
slóðum, enda er hann fjarða stærstur vestan megin Húnaflóa.
Þótt allmörg sveitabýli hafi lagst í eyði á þessu svæði undanfama
áratugi, mun varla um fólksfækkun að ræða heldur ef til vill hið
gagnstæða, með tilkomu sjávarþorpanna í Hólmavík og á
Drangsnesi. I hávestur frá botni Steingrímsfjarðar gengur Stað-
ardalur 10—12 km inn til heiða. Dalurinn er láglendur og mis-
hæðalaus upp frá sjó, 3—4 km á breidd neðan til hlíða á milli en
þrengist er innar dregur fyrir innan bæina Hóla og Kirkjuból.
Um það bil 5—6 km vestur frá fjarðarbotni norðan megin í
dalnum er hið forna prestssetur Staður í Steingrímsfirði, á hall-
andi láglendi móti suðri undir grasgróinni fjallshlíð. Þó að dal-
brúnin Staðarmegin sé langtum hærri en að sunnanverðu,
84