Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 88
Nessveit og Nessókn með prestssetri og alkirkju á Stað, síðar
útkirkju (annexíu) á Kaldrananesi, sem engar skráðar heimildir
eru um fyrr en snemma á 14. öld (1317) á dögum Arna biskups
Helgasonar, en þriggja bænhúsa þar í sveit er getið löngu fyrr og
hafa ugglaust verið fleiri, þó að heimildir um þau skorti að mestu
eða öllu leyti, og auðvitað var þeim þjónað frá Stað uns kirkja
reis á Kaldrananesi. í Staðarsókn var að minnsta kosti eitt
bænhús í kaþólskri tíð auk hálfkirkju í Kálfanesi, sem reist var og
vígð af Þorláki biskupi helga um 1180. Þó að hálfkirkjur og
bænhús hins fyrra siðar væru flest lögð niður við siðaskiptin um
miðja 16. öld, þá var hálfkirkjan í Kálfanesi enn við lýði og
þjónustugjörð framin við og við árið 1709, að því er segir í
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Samkvæmt einum elsta máldaga Staðarkirkju, sem Arni
biskup Þorláksson (Staða-Arni) setti árið 1286, skulu vera 2
prestar á Stað og einnig 2 djáknar. Þar skal syngja messu á
hverjum degi og tvær á dag um langaföstu. Þá á kirkjan fimm
róðukrossa (krossar með útskorinni Kristsmynd) auk margs
annars búnaðar innan kirkju og eigna utanhúss. Kirkjan var
helguð Maríu mey og öllum heilögum, en um líkneski af
himnadrottningunni er ekki getið meðal kirkjunnar, aftur á móti
var Maríulíkneski í hálfkirkjunni í Kálfanesi. Fyrstu Staðar-
prestar sem sögur fara af eru eins og fyrr greinir, séra Jón
Brandsson og Bergþór sonur hans. Séra Jón var áður á Reyk-
hólum á Reykjanesi og hefur líklega verið af ætt Reyknesinga
hinna fornu, afkomenda Úlfs skjálga landnámsmanns, er nam
Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells í Reykhólasveit.
Á höfuðbóli ættarinnar Reykhólum bjó síðastur þeirra kyns-
manna í beinan ættlegg, Ingimundur prestur Einarsson, sem um
Ólafsmessuskeið árið 1119 hélt veisluna miklu, er víðfræg hefur
orðið á síðari tímum vegna sagnaskemmtunar þeirra, Ingi-
mundar prests og Hrólfs bónda á Skálmarnesi. Hefur það sem
kunnugt er valdið ýmsum vangaveltum og heilabrotum lærðra
manna, hvort skemmtiefnið, ljóð og lygisögur, hafi verið lesið
upp af skrifuðum blöðum og bókum, eða bara mælt af munni
fram utanað lært og kannski undirbúningslítið eins og skála-
86