Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 95
byssan eins sjálfsögð sem göngustafur. Ekki var Betúel hrifinn af
þessum dátum, þótti þeir lélegir að fara með byssur, eða riffla,
það sem hann hafði til séð. En í laumi hafði hann gaman af að
fylgjast með æfingum þeirra.
Einn dag höfðu hermennirnir teiknað stóra mynd af Hitler á
pappaspjald, og var hún vel þekkjanleg, og að honum fannst ekki
illa gerð. Myndin var síðan hengd sem skotmark, á staur í
100—200 metra fjarlægð, áttu svo dátarnir að hitta myndina.
Nú munda þeir riffla sína, hver eftir annan, en engin kúla kom í
myndina, fóru flestir langt framhjá.
Betúel þótti forvitnilegt að horfa á þessa skotfimi, og undraðist
mikið að ekki einn einasti gat hitt í markið. Góða stund horfir
Betúel á meðan hver af öðrum mið \r og miðar, en árangurslaust,
Hitler stóð óskemmdur þrátt fyrir alla kúlnahríðina. Þar sem
Betúel stendur þarna, sem hlutlaus áhorfandi undrandi yfir
þessum stríðsmönnum, verður honum það á að segja stundar-
hátt við sjálfan sig, — „Miklir bölvaðir klaufar eru þetta“. Hann
hafði varla sleppt orðinu, þegar hann finnur að tekið er í aðra öxl
hans heljartaki, og riffli þrýst fast að honum og offiserinn sem
þetta gerði skipaði honum að skjóta á myndina, með riffli þeim
sem hann otaði að honum. En það sem Betúel varaði sig ekki á
var að sá enski skildi babl í íslensku.
Stóðu nú blækurnar glottandi, á meðan Betúel handfjatlaði
vopnið, hugsandi sem svo, að lítið yrði úr þessum sveitamanni til
stórræða. Betúel var þarna ekki í fyrsta sinn að handleika byssu
eða riffil, en fór sér að engu óðslega.
Eitt aðal einkenni góðra veiðimanna er að hafa rétt fjarlægð-
arskyn, og það svo að ekki muni nema nokkrum metrum, til eða
frá, á löngu færi. Haglabyssur draga ekki nema stutt, svo víst sé
að hitta bráðina. Sé farið of langt dreifast höglin svo mikið að
lítil vissa er um að þau komi í mark. Rifflar aftur á móti draga
langt allt upp i nokkur hundruð metra, en til að fá árangur af
skotinu, þarf að stilla siktið á rifflunum á þá fjarlægð sem skotið
er á, að öðrum kosti fer skotið framhjá. Þess vegna verður skot-
maður að vera fljótur að átta sig á vegalengdinni ef hann á að
geta hitt. Veiðimaður þarf stundum að vera fljótur að átta sig á
93