Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 96
fjarlægðum veiðidýra, og sé hann með riffil þarf snör handtök
við að stilla á siktið ef vel á að fara, því góður veiðimaður skýtur
ekki nema til að hitta í mark.
Betúel fór sér að engu óðslega, þar sem hann stóð með stríðs-
riffilinn, en hann var búinn að taka eftir því að dátarnir hreyfðu
aldrei sigtið áður en þeir skutu. Betúel snéri baki í hermennina
og þykist vera að skoða vopnið, en reiknar um leið út hversu
langt er að myndinni, og stillir siktið án þess að stríðshetjurnar
sáu hvað hann var að bauka. Og nú er Betúel tilbúinn, lyftir
rifflinum, og skotið ríður af, og í myndina og annað stutt á eftir
líka í myndina af Hitler.
En þvílíkt húrrahróp og háreysti hafði Betúel aldrei heyrt
áður, og fannst honum þau alls ekki verðskuldug, þetta fannst
honum ekki neitt afrek, oft hafði hann verið í verri aðstöðu til að
skjóta en í þetta skiptið og hitt samt.
Áður en Betúel fór heim þennan dag, var honum gefin heill
ölkassi og tvær flöskur af rommi, og gerði það offiserinn sem tók
sem fastast í öxl hans fyrr um daginn. Tvímælalaust verður að
telja þetta góð verðlaun, og fór Betúel létt með að vinna til
þeirra.
Betúel sne'ri á rebba
Á meðan Betúel bjó i Aðalvík stundaði hann allmikið refa-
veiðar að vetrinum með sjó fram, en einnig hafði hann skothús í
hlíðinni fyrir ofan bæinn og lá þar heilu næturnar, oft í frosti og
kulda bíðandi eftir að tófa komi i ætið er var í skotmáli frá
kofanum. Einn veturinn þótti Betúel hann lenda i meiri vand-
ræðum en oft áður. Það var vegna tófu sem aldrei fékkst til að
koma að skothúsinu þegar hann var þar, hann þekkti tófuna og
var oft búinn að veita henni athygli, hún var viss með að koma í
ætið um leið og Betúel fór á stað heim og gerði sér gott af
krásunum meðan hann var heima. Betúel fylgdist með tófunni i
kiki að heiman frá sér og vissi vel hvernig hún hagaði sér, það var
hann viss um að hún fylgdist með hvenær hann fór upp í skot-
húsið og aftur heim, hún var óvenjulega slungin, svo nú varð
Betúel að vera ennþá slungnari ætti hann að hafa sigur. Hann
vissi að tófan kom aldrei nærri skothúsinu þegar hann var þar,
94
i