Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 96

Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 96
fjarlægðum veiðidýra, og sé hann með riffil þarf snör handtök við að stilla á siktið ef vel á að fara, því góður veiðimaður skýtur ekki nema til að hitta í mark. Betúel fór sér að engu óðslega, þar sem hann stóð með stríðs- riffilinn, en hann var búinn að taka eftir því að dátarnir hreyfðu aldrei sigtið áður en þeir skutu. Betúel snéri baki í hermennina og þykist vera að skoða vopnið, en reiknar um leið út hversu langt er að myndinni, og stillir siktið án þess að stríðshetjurnar sáu hvað hann var að bauka. Og nú er Betúel tilbúinn, lyftir rifflinum, og skotið ríður af, og í myndina og annað stutt á eftir líka í myndina af Hitler. En þvílíkt húrrahróp og háreysti hafði Betúel aldrei heyrt áður, og fannst honum þau alls ekki verðskuldug, þetta fannst honum ekki neitt afrek, oft hafði hann verið í verri aðstöðu til að skjóta en í þetta skiptið og hitt samt. Áður en Betúel fór heim þennan dag, var honum gefin heill ölkassi og tvær flöskur af rommi, og gerði það offiserinn sem tók sem fastast í öxl hans fyrr um daginn. Tvímælalaust verður að telja þetta góð verðlaun, og fór Betúel létt með að vinna til þeirra. Betúel sne'ri á rebba Á meðan Betúel bjó i Aðalvík stundaði hann allmikið refa- veiðar að vetrinum með sjó fram, en einnig hafði hann skothús í hlíðinni fyrir ofan bæinn og lá þar heilu næturnar, oft í frosti og kulda bíðandi eftir að tófa komi i ætið er var í skotmáli frá kofanum. Einn veturinn þótti Betúel hann lenda i meiri vand- ræðum en oft áður. Það var vegna tófu sem aldrei fékkst til að koma að skothúsinu þegar hann var þar, hann þekkti tófuna og var oft búinn að veita henni athygli, hún var viss með að koma í ætið um leið og Betúel fór á stað heim og gerði sér gott af krásunum meðan hann var heima. Betúel fylgdist með tófunni i kiki að heiman frá sér og vissi vel hvernig hún hagaði sér, það var hann viss um að hún fylgdist með hvenær hann fór upp í skot- húsið og aftur heim, hún var óvenjulega slungin, svo nú varð Betúel að vera ennþá slungnari ætti hann að hafa sigur. Hann vissi að tófan kom aldrei nærri skothúsinu þegar hann var þar, 94 i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.