Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 97

Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 97
en hún var ekki í meiri fjarlægð en svo að hún fylgdist vel með hvenær hann lagði á stað heim, og hann var oft ekki kominn nema hálfa leið þegar tófan var komin í agnið. Þetta skeði oft og mörgum sinnum, að eiga við svona dýr var enginn leikur. Eitt sinn þegar Betúel kom heim úr skothúsinu segir hann við konu sína að ef hann eigi að vinna þessa tófu, (sem hann um getur), verði hún að hjálpa sér til, hann sagðist skyldi borga henni vel fyrir, og ræðst þetta nú af. Seinnipart næsta dags nokkru fyrir myrkur segir Betúel við konu sína að nú verði hún að koma uppeftir með sér og spyr hana hvort hún eigi ekki stóra og síða kápu, hún kvaðst eiga gamla stóra kápu sem hún væri hætt að nota. Fær nú Betúel kápuna og segir konu sinni að þau verði bæði að vera innanundir kápunni uppeftir. Þau fóru þannig að því, hann var með hægri hendi í ermi kápunnar en hún með vinstri hendi í kápu og með því að þrýsta sér vel saman gátu þau látið kápuna ná utan um þau bæði, en kápan var allstór. Til að sjá var þarna eins og færi einn maður að vísu nokkuð bústinn en fæstir hefðu haldið að um tvennt væri að ræða. Seint gekk ferðin upp hlíðina, aðstaða til gangs óþægileg og þó nokkur snjór á jörð, þau reyndu að haga sporum sínum þannig að sem einn maður væri, en það var stundum ansi óþægilegt, en áfram gekk og í skothúsið komust þau og eru þar drykklanga stund. Að þessari stund liðinni segir Betúel við konu sína að nú skuli hún fara heim, en hún skuli láta fara sem mest fyrir sér í kápunni á leiðinni niður og láta hana vingsast sem mest hún geti. Nú gerði hún eins og fvrir hana var lagt og gengur ferðin vel heim en Betúel fylgist vel með öllu. Bíður nú Betúel i skothúsinu átekta, en það var ekki löngu eftir að kona hans var komin heim i bæinn að hann sér hvar tófan kemur hlaupandi niður hlíðina og grandalaus fer hún beint í ætið við skothúsið. Fumlaust sendir Betúel henni kveðju sína og tófan liggur steindauð, varð þarna að láta í minni pok- ann fyrir mannsvitinu. Ég spurði Betúel hvort hann hefði borgað konu sinni hjálpina, hann hélt nú það, hann hefði keypt nýja kápu og gefið henni. Það hefði ekki verið of mikið fyrir hjálpina. 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.