Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 100

Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 100
gerði sér gott af blóðinu en annað var ekki snert. Vegna aðstöðu sáu bræðurnir sér ekki fært að láta til skarar skríða gegn rebba, og vildu alls ekki styggja hann, ef hann átti að vinnast. Var nú enn skotið á ráðstefnu og vildu margir fara til að reyna að vinna á þessu skaðadýri, en margmenni var ekki heppilegt til slíkra veiða, heldur athygli eins og hinn sanni veiðimaður hefur til að bera. Það varð úr að þeir bræður ásamt þriðja manni skyldu fara næsta góðan dag og reyna hvort þeim tækist að vinna rebba. Það þarf naumast að taka það fram að þetta þótti hinn versti gestur sem þar í sveit hafði komið og engin tilhlökkun að vita um þetta óargadýr ganga þar í fjöllum drepandi kindur og lömb fyrir bændunum. Þess vegna voru til fengnir bestu og vönustu refaskyttur sem til náðist að vinna á þessu dýri. Næsta dag var látið til skarar skríða, þrír menn tóku sig upp og héldu á fja.ll. Langan sveig urðu þeir að fara til að forðast að rebbi yrði þeirra var. Betúel var á sömu stöðum og áður en allmikið nær gilinu en áður. Bróðir hans fór langt suður fyrir gilið en fór síðan út með hlíðinni í skjóli við klettabeltið. Þriðji maðurinn fór upp á fjallið og var á brúninni fyrir ofan og átti að passa að rebbi færi ekki upp. Mjög varlega fóru þessir þrír menn að öllu enda allir vanir veiðimenn. Var nú féð rekið frá bænum eins og venjulega og að því búnu snéri fjármaðurinn heim, og er nú allt kyrrt um sinn. Bróðir Betúels hafði þokað sér með hægð á þær slóðir sem rebbi fór vanalega niður hlíðina til að koma honum í opna skjöldu. Sjá þeir nú hvar hreyfing kemur á rebba og hann leggur á stað i rólegheitum niður hlíðina, en um miðja hlíð hefur hann eflaust fengið einhverja nasasjón af að ekki væri allt með felldu, því hann snýr við og hleypur upp aftur. Færið var svo langt að ekki var viðlit fyrir manninn að skjóta þegar hann snéri við upp aftur. Var nú rebbi þess fullviss að hann var í hættu og fór nú ekki rólega upp aftur. Var nú sýnilegt að hann ætlaði sér upp í fjallið og forða sér sem lengst en áður en upp er komið verður hann var við manninn sem er þar í fyrirstöðu og snýr við, því aðeins á 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.