Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 126
Höldum við svo ferðinni áfram að Goðdal. Þegar við komum
að Goðdalsá er freðið mjög á steinum í ánni því frost var um
nóttina. Þegar læknirinn var að fara yfir þá rennur hann af steini
og ofan í ána og rennblotnar. Þá hugsaði ég: Ekki er svo með öllu
illt að ekki boði eitthvað gott. Á Goðdal komum við inn og lét
læknirinn þurrka sokkana. Þar stönsuðum við í um það bil eina
klukkustund. Þá leggjum við af stað eftir að hafa þegið góð-
gjörðir heimamanna og fylgir Kristmundur í Goðdal okkur upp
á fjallið og kveður okkur þar og vonar að okkur gangi vel norður.
Við vorum alveg ókunnugir þarna, Magnús læknir hafði farið
þetta tvisvar áður og ég einu sinni. Upp á fjallinu var þoka og
kafald og náði snjórinn upp undir hné. Við göngum beint áfram
í um það bil tvo klukkutíma en þá vill læknirinn endilega ganga
á undan, af því að hann sá að ég var farinn að þreytast. Höldum
við svo áfram í tíma enn, en þá komum við að stórum steini.
Hálfminnti mig að þessi steinn væri innað Strítuskarði sem
kallað er. Geng ég í kringum steininn og spyr Magnús læknir mig
höstuglega hvort ég kannaðist við mig þarna. Já, segi ég og held
að þetta sé innað skarðinu, göngum við svo áfram og komum að
skarðinu að ég hélt. Að u.þ.b. 15 mínútum liðnum komum við að
brúninni að við höldum.
Læknirinn var með hund með sér og ætlaði að láta hann fara á
undan niður, en hundurinn vill ekki með nokkru móti fara. Þá
segist ég ætla að fara niður en Magnús læknir vill ekki að ég fari
vegna þess að ég er með töskuna. Fer hann þá sjálfur niður og
lætur stafinn á milli fóta sér og rennir sér niður, kallar svo til mín
að það sé með öllu óhætt. Höldum við svo ferðinni áfram að
Kúvíkum. Þaðan fengum við okkur flutta á bát yfir í Naustavík.
Höldum við leiðinni áfram yfir Naustavíkurskörð að Finnboga-
stöðum en þar biðu hestar eftir lækninum. Fór ég því ekki lengra
en þangað.
Morguninn eftir er ég var hjá Guðbrandi stjúpa mínum, sem
þá var að vinna í Árnesi, koma þeir Guðjón á Eyri og læknirinn.
Þá spyr Guðjón mig hvort ég vilji ekki fara inneftir aftur með
lækninum. Fg var ekki búinn að svara þegar Magnús læknir
124