Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 144
Gísli Jónatansson
Naustavík
Sjóslys við Steingrímsfjörð
Eins og viðbúið er, þar sem mikið og oft var sóttur sjór, urðu
sjóslys við Steingrímsfjörð eins og víða annars staðar, en þó er
það minna en hefði mátt búast við, þó oft hafi hurð skollið nærri
hælum, eins og sagt er.
Eg ætla að telja hér upp þau slys, sem ég hef heyrt talað um, og
orðið hafa í seinni tíð:
13. júlí 1869 fórust feðgar frá Hrófá, Magnús Sigurðsson og
sonur hans, Þórólfur. Voru þeir að koma úr viðarferð að norðan,
en hvaðan veit ég ekki. Þeir fórust að sagt er á Steingrímsfirði, og
sömuleiðis veit ég ekki hvort fleiri menn voru með þeim, en þó
held ég að það hafi ekki verið.
25. júlí 1871 drukknaði Guðmundur Sakaríasson, bóndi í Þorp-
um ásamt fleiri mönnum, en einum var bjargað, Sigurði
Bjarnasyni frá Broddadalsá. Þeir voru að koma frá Skeljavík, því
þá var verzlað þar við þessi svonefnd, „spekulantaskip“. Slysið
sást frá Kirkjubóli, það varð nálægt „Sesselju“, sem er boði inn
og fram frá Kirkjubóli. Benedikt Jónsson bjó þar þá, og fór að
reyna að bjarga.
Þessa slyss getur Guðbjörg frá Broddanesi í bók sinni „Gamlar
glæður“.
Páll Jónsson, faðir Áskels á Bassastöðum, drukknaði í fiskiróðri
1. nóv. 1879. Það er svo langt síðan að ég heyrði talað um þetta,
að ég man óglöggt að segja frá því, en þó ætla ég að segja frá eins
og foreldrar mínir sögðu mér það, og ég vona að ég fari rétt með,
en er búinn að gleyma sumu í sambandi við það.
142