Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 146
Þetta slys fékk því mikið á hana eins og allt Grafarfólkið og
fleiri. Hún minntist á margt í sambandi við þetta, henni hefur
verið þetta allt svo minnisstætt.
Um morguninn var dumbungsveður, eins og kallað er, —
kyrrt veður og þoka ofan á fjöllin.
Ég man að hún sagði stundum, ef svoleiðis veðurútlit var, að
nú væri veðurútlitið eins og þegar hann Ormur heitinn drukkn-
aði. Svona sat það lengi i minni hennar.
Maður hét Tómas Guðmundsson, kallaður víðförli. Hann var
góðkunningi Orms í Gröf. Rétt áður en Ormur dó var hann þar
nótt hjá honum, og fór svo fram að Tindi eða Gestsstöðum og
gisti þar, og var kominn eitthvað út á bæi, þegar veðrið skall á.
Þegar hann kom að Heydalsá á úteftirleið, þá var eins og honum
væri eitthvað mikið brugðið og hefði hvergi eirð. Hann var
snilldar hagyrðingur, og þá gerði hann þessa vísu:
Förin úr skríður skýjunum,
skerðist blíða tíðin.
Og nú sýður í honum
einhver stríða hríðin.
Þetta hefur gamli maðurinn fundið á sér og að eitthvað kæmi
fyrir.
Eg ætla að segja hér tvo drauma, sem dreymdir voru í sam-
bandi við slysið á Ormi heitnum og þeim félögum.
Guðbrandur heitinn, sem fórst með Ormi, átti Guðjón fyrir
son ásamt fleiri börnum. Hann var í Kálfanesi hjá Finni Jóns-
syni, sem þá bjó þar. Hann var eitthvað um fermingaraldur
þegar þetta skeði.
Morguninn eftir að þeir Ormur heitinn drukknuðu, segir
Guðjón að sig hafi dreymt pabba sinn, að hann kæmi þar neðan
mela og til hans, þar sem hann var heima í Kálfanesi, og er allur
rennandi votur, og Guðjón spyr föður sinn af hverju hann sé
svona blautur. Þá dreymir hann að faðir hans segir, að hann hafi
144