Strandapósturinn - 01.06.1983, Blaðsíða 147
farið á sjó með honum Ormi í Gröf og þeir hafi drukknað, veðrið
hafi verið svo vont. „En við börðum á meðan við gátum.“
Drengurinn var mjög órólegur út af þessum draum, en fólkið
var að segja að þetta gæti verið eins og hver önnur vitleysa. En
svo litlu seinna, og kannski þann dag, kom fréttin um slysið, og
þá þótti drengurinn hafa verið berdreyminn, því ekki vissi hann
neitt um ferðir þeirra Orms og föður síns daginn áður.
Guðbrandur átti heima á Gestsstöðum, þegar hann dó. Dag-
inn áður en þetta skeði, kom hann norðan af Gjögri, var þar við
róðra (hákarlaróðra) og kom að Smáhömrum á bát norðan að,
að mig minnir. Um morguninn þegar Ormur er rétt kominn af
stað kemur Guðbrandur framan frá Gestsstöðum að Gröf, og
ætlaði að finna Orm til að láta hann vita að þeir hefðu komið
með spítu að Smáhömrum, sem Guðbrandur fékk fyrir norðan
einhversstaðar, því Ormur var smiður, og þetta hefur sennilega
verið góðviður til smíða.
Guðbrandur stansaði ekkert i Gröf, því hann ætlaði að ná í
Orm, sem var kominn þar eitthvað ofan eftir, og náði honum á
svonefndum Miðgötuhrygg. Hann þurfti einhverra hluta vegna
yfir á Selströnd og ætlaði að fá Orm til að lenda þar og vera með
honum á skyttiríinu, annars ætlaði Ormur að fá Jón Einarsson,
sem þá átti heima á Kirkjubóli, til að vera með sér þennan dag.
(Jón Einarsson var sonur Einars Magnússonar, sem bjó áður í
Hlíð í Kollafirði.)
Þetta réðist þá svo að Jón fór ekki með Ormi og skildi þar á
milli feigs og ófeigs, eins og máltækið segir.
Þá ætla ég að segja hér frá seinni draumnum, sem Guðjón
dreymdi í sambandi við þetta slys.
Það var seinnipart vetrar eða snemma um vorið þetta ár, að
Guðjón dreymir föður sinn, að hann kemur til hans, og er mjög
dapur, og segir við hann, að mikið þyki sér leiðinlegt að geta ekki
fylgst með honum Ormi, því hann Magnús Kristjánsson ætli að
flytja hann yfir fjörðinn í dag. Draumurinn var ekki lengri.
Nokkru seinna fréttist að Magnús Kristjánsson, sem þá bjó á
Hafnarhólmi, hefði fundið líkið af Ormi heitnum rekið á
Hafnarhólmsskerjunum, og flutt líkið yfir fjörð, og svo var það
145