Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 150
firði, sem var vel kunnug Benedikt heitnum, og Andreu í Litla—
Fjarðarhorni. Það er að sjá eftir þessu að frændi minn hafi viljað
fá leg í kirkjugarði. Það er svo margt skrítið, sem við ekki skiljum
neitt í.
Bjarni Björnsson var sonur Björns Jósepssonar, sem bjó í
Þorpum, og fór til Ameríku 1883, en Bjarni var uppalinn hjá
Kristjönu Jónsdóttur frá Steinadal. Hann var sjómaður í Bol-
ungarvík og giftist þar og var orðinn ekkjumaður þegar hann
drukknaði, og var þá hjá fóstru sinni á Broddanesi.
Það var 1923 eitthvað um miðjan vetur, eða á Góu, að Sigur-
mundur Sigurðsson frá Grænanesi drukknaði þar rétt fram af.
Hann var nýkominn af sjó, af skyttiríi að sagt var. Þá kemur
unglingspiltur frá Geirmundarstöðum, Gunnlaugur Sigurðsson,
og fær hann til að fara með sér að gamni sínu fram á sjó, því það
var hægur vindur og þetta átti að vera skemmtisigling, en þetta
varð til þess að þeir sigldu sig um koll. Það hefur sjálfsagt verið
kominn meiri vindur en fyrst og misvindur. Þeir komust báðir á
kjöl, svo var eins og Sigurmundur fengi krampa, fellur út af
kjölnum, og hann kom aldrei upp aftur. Þetta sást úr landi, svo
farið var á bát fram og Gunnlaugi bjargað.
1924 nokkru eftir áramót fórust tveir menn frá Hólmavík,
Steingrímur Magnússon frá Hólum í Staðardal, þá orðinn sím-
stöðvarstjóri á Hólmavík, og Guðmundur Bergmann. Voru þeir
að koma frá símaviðgerð, en vegna vondrar færðar fóru þeir á
smábát yfir Skeljavíkina. Þegar þeir héldu á víkina var farið að
hvessa af vestri, og tekið að dimma. Bátinn rak yfir á Hellu á
Selströnd í hólmann þar.
Það var 7. des. 1950, sem stór trilla fórst með þremur mönnum.
Formaðurinn var Björn Guðbrandsson frá Heydalsá og Guð-
mundur bróðir hans og þriðji maðurinn var Aðalbjörn Þórðar-
son frá Klúku í Miðdal. Enginn veit fyrir víst hvar þeir hafa
farist.
Það var byrjað að dimma þegar drengur frá Hvalsá var að
148