Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 8

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Óðinn Viðskiptablaðsins fjallaði um opinber útgjöld og op- inber störf í pistli í vikunni og benti á að kórónuveiran hefði valdið dýpstu kreppu í heila öld á Íslandi. Samdráttur í landsfram- leiðslu í fyrra hafi numið 6,6% og atvinnuleysi í júlí hafi verið 6,1%. Í pistl- inum er rakið hvernig ýmis lönd brugðust við fjármálakreppunni fyrir rúm- um áratug með því að lækka laun opinberra starfsmanna og segir svo: „Ef einhvern tímann síðustu eitt hundrað árin hefði verið ástæða til að lækka laun opin- berra starfsmanna á Íslandi þá er það einmitt við þessar aðstæður. - - - En í stað þess hafa laun hækk- að um 14,5% hjá sveit- arfélögunum, sem flest kvarta hástöfum yfir erfiðum rekstri, og 10,7% hjá ríkinu.“ Þetta er ríf- lega tvöföld sú hækkun sem launamenn á almenna mark- aðnum fengu, sem var 5,8% og er í raun gríðarlega mikil hækkun, jafnvel við blússandi góðæri, að ekki sé talað um kreppu og heimsfaraldur. - - - Eins og Óðinn bendir á glímir hið opinbera á Íslandi ekki við tekjuvanda, heldur út- gjaldavanda. Fram kemur að árið 2015 hafi opinber útgjöld á hvern mann numið 3,1 milljón króna, aðeins fimm árum síðar hafi þau verið orðin fjórar milljónir króna, sem er nær þriðjungs hækkun. - - - Rekstur hins opinbera er kom- inn úr böndum, sérstaklega hjá sveitarfélögunum en einnig hjá ríkinu. Þau mál þarf að ræða vegna kosninganna sem fram undan eru, og ekki síður vegna kosninganna á næsta ári. 14,5% hækkun launa sveitarfélaga STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Hagkvæmni verður leiðarljós við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, svo veggjöld geti orðið sem lægst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra. Bygging brúar ofan við Selfoss verður boðin út í haust og að því leyti er málið komið á rekspöl. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina er rúmir sex milljarðar króna, og fjármögnun verður með veggjöldum sem innheimt verða af notendum. Verður þetta samvinnu- verkefni ríkis, verktaka og fjármála- fyrirtækja. Gjaldheimtu lýkur þegar mannvirkið er uppgreitt. Yfir núver- andi Ölfusárbrú fara í dag að jafnaði 13.000 bílar á dag. Vegagerðin reikn- ar með að tæplega helmingur þess- arar umferðar færist yfir á nýju brúna; verði um 6.000 ökutæki á dag. „Samkvæmt umferðarspám, áætl- uðum kostnaði og að lán greiðist upp á 20 árum þarf gjaldið að vera 350- 450 krónur hver stök ferð,“ segir ráðherra. Í Morgunblaðinu sl. þriðjudag var vitnað til samtala Sigurðar Inga við almenning þar sem spurt var hvað fólk gæti hugsað sér að borga fyrir betri leið með nýrri brú. Viðmælendur nefndu þar allt að 700 krónur, en eins og að framan greinir miðast forsendur við allt að helmingi lægri tölu. sbs@mbl.is Brúargjaldið 350 til 450 krónur - Ölfusárbrú í undirbúningi - For- sendur útboðs ljósar - 6 milljarðar kr. Tölvumynd/Vegagerðin Ölfusárbrú Svona mun mannvirkið nýja líta út. Útboð er í undirbúningi. „Við erum ánægð að geta loks mætt þeirri eftirspurn að bjóða alla þjón- ustu okkar á kerfi Gagnaveitunnar, mörg heimili hafa beðið lengi eftir þessu og við fögnum því að geta boðið fleiri heimilum fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Tilkynnt var í gær að Síminn sé kominn inn á kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Lengi vel hefur víð- feðmt kerfi Gagnaveitu Reykjavík- ur verið það eina sem Síminn hefur ekki boðið þjónustu sína yfir, þang- að til nú. Samið var um það fyrir rúmu ári að Síminn leigi aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar en tafir hafa orðið á framkvæmdinni. Íslensk heimili hafa með þessu enn meira val um hvernig þau haga sinni fjarskipta- og sjónvarpsþjón- ustu en þjónusta Símans er nú í boði yfir öll ljósleiðarakerfi lands- ins. Heimili Ellenar Ýrar Aðalsteins- dóttur var fyrsta heimilið sem notar þjónustu Símans yfir kerfi Gagna- veitunnar en heimili hennar var tengt fyrr í vikunni. Ellen þekkir bæði félögin vel enda starfsmaður Símans til margra ára en starfar nú hjá móðurfélagi Gagnaveitunnar, Orkuveitu Reykjavíkur. „Við erum bjartsýn á að neyt- endur muni taka vel í innkomu okk- ar á ljósleiðarakerfi Gagnaveit- unnar,“ sagði Orri Hauksson enn fremur. „Nú geta yfir 100 þúsund heimili pantað þjónustu Símans yfir Ljósleiðarann, sem eykur sam- keppni og val neytenda til fram- tíðar. Það var virkilega skemmtilegt að sjá fyrsta viðskiptavin Símans tengjast um Ljósleiðarann,“ er haft eftir Erlingi Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, í tilkynningu. Þjónusta Símans í boði á ljósleiðara GR - Kerfi GR nær til 100 þúsund heimila - Aukin samkeppni Tenging Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir fékk blóm frá Orra Haukssyni þeg- ar hún tengdist kerfi GR í vikunni. Betra verð 11.790.000 kr. Ásett verð kr. 12.990.000,- Seljandi skoðar skipti á ódýrara RX 450H EXE HYBRIDLEXUS www.notadir.toyotakauptuni.isBetri notaðir bílar Raðnúmer 415050 Nýskráður 2/2021 Akstur 4 þ.km. Hybrid 307 hestöfl Sjálfskipting Fjórhjóladrif Skoðun 2025 Bakkmyndavél Fjarlægðarskynjarar Bluetooth Hiti í fram- og aftursætum Kæling í framsætum Akreinavari Blindsvæðisvörn Sjálfvirk há/lág aðalljós Skynvæddur hraðastillir Litað gler Hiti í stýri Rafdrifið lok farangursrýmis Umferðarskiltanemi Leiðsögukerfi Rafstillanlegt stýri Glertopplúga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.