Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
„Við ætlum að reyna að skapa góðan
anda í skólanum á hverjum degi og
vinna með það sem við höfum,“ segir
Kári Freyr Kristinsson, forseti nem-
endafélags Verzlunarskóla Íslands, í
samtali við Morgunblaðið um fé-
lagslíf á tíma farsóttar.
Kári, sem er á sínu þriðja og síð-
asta ári, hefur einungis farið á þrjú
böll á menntaskólagöngu sinni en við
venjulegar aðstæður væru haldin
u.þ.b. þrjú böll á
önn. Hann segir
draum sinn að
fara á eitt
menntaskólaball í
viðbót en hann
fór síðast á ball á
sínu fyrsta ári í
Versló.
„Strax og nýju
takmarkanirnar
voru kynntar fór-
um við á fund með skólastjórn-
endum. Við erum að íhuga böll með
hraðprófum og skipta skólanum upp
í tvennt en þessar hugmyndir eru
bara á frumstigi,“ segir Kári.
Nemendafélagið hefur nú þegar
haldið einn streymisviðburð á þessu
skólaári og til skoðunar er að halda
fleiri. Þá fengu þau formenn stjórn-
málaflokka til að koma og ræða mál-
in og streymdu umræðunum inn í
skólastofur. Ljóst er að með gildandi
takmörkunum getur félagið einnig
haldið sitjandi viðburði. Stefnt er á
að setja upp leiksýninguna The Dev-
il Wears Prada í nóvember en aðrir
viðburðir hafa ekki verið skipulagð-
ir. Þá er einnig stefnt á tvær út-
landaferðir með skólanum. Mögu-
lega taka unglingarnir bara
djammið erlendis.
Vilja koma nýnemum
inn í félagslífið
Kári segir planið núna að taka vel
á móti nýnemum og koma þeim inn í
félagslífið. Margir nemendur á
þriðja ári séu líka núna fyrst að taka
þátt í félagslífinu sem þeir hefðu
undir venjulegum aðstæðum gert á
sínu fyrsta ári og því sé mikilvægt að
koma nemendum úr öllum árgöng-
um skólans inn í nefndir.
Spurður um námsárangur nem-
enda segir hann metnaðinn ekki
þann sama en brottfall sé þó ekki
mikið.
Kári segir ekki stefna í hefð-
bundið skólaár en vonar að nem-
endafélagið geti haldið eitt innan-
skólaball fyrir að minnsta kosti 1.000
manns. Ef ekki segir hann félagið
alltaf geta reddað sér og þau hugsi í
lausnum.
Draumurinn að fá eitt menntaskólaball
- Íhuga tvískipt böll með hraðprófum - Þriðja árs nemar að taka sín fyrstu skref í félagslífinu
Kári Freyr
Kristinsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nítján mál hafa borist félagsdómi til
meðferðar það sem af er ári. Er
fjöldinn orðinn jafn mikill eða meiri
en verið hefur á ári frá 2016, að árinu
2020 undanskildu. Það ár bárust 22
mál allt árið en miðað við þróunina
það sem af er þessu ári má búast við
að fjöldinn verði í árslok orðinn
meiri en það. Óvíst er þó að mála-
fjöldinn verði sá sami og á árinu 2015
þegar 29 mál bárust félagsdómi.
Af þeim 19 málum sem borist hafa
í ár er sjö lokið með dómi eða sátt,
samkvæmt upplýsingum frá félags-
dómi. Er því 12 málum ólokið og eru
þau ýmist í gagnaöflunarfresti eða á
dagskrá til aðalmeðferðar. Enn er
ólokið tveimur málum frá árinu 2020
og eru þau bæði á dagskrá til aðal-
meðferðar. Í báðum hefur félags-
dómur kveðið upp úrskurði þar sem
kröfum um frávísun hefur verið
hafnað að hluta.
Málin í ár hafa borist jafnt og þétt
yfir árið, yfirleitt um tvö á mánuði,
nema hvað maímánuður sker sig úr
en þá fékk félagsdómur sjö mál til
meðferðar.
Félagsdómur lýkur málum yfir-
leitt með dómi en stundum næst sátt
eða málum er vísað frá. Sem dæmi
má nefna að á síðasta ári, 2020, lauk
13 af 22 málum með dómi, fjórir úr-
skurðir gengu um frávísun, tveimur
málum lauk með sátt og eitt var fellt
niður. Þá eru ótalin þau tvö mál sem
enn eru til meðferðar.
Mörg mál á dagskrá
Ekki fást upplýsingar um máls-
meðferðartíma hjá félagsdómi þar
sem tölfræði um það hefur ekki verið
tekin saman á vegum dómsins.
Síðasti dómur félagsdóms sem
birtur er á vef dómsins er frá 8. júlí
en ljóst að annir eru hjá dómnum á
næstunni. Næskomandi þriðjudag
er á dagskrá aðalmeðferð í máli Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna
gegn Samtökum atvinnulífsins
vegna málefna Bláfugls en það er
mál sem margir bíða eftir. Málið
snýst um, að því er fram kom í frétt-
um á sínum tíma, hvort uppsagnir
félagsmanna FÍA hafi verið löglegar
á meðan á kjaraviðræðum stóð sem
og ráðning flugmanna með verk-
takasamningum. Fyrirtökur eru í
þremur málum viku seinna og viku
eftir það eru tvær fyrirtökur og aðal-
meðferð í einu máli. Lengra nær
dagskrá félagsdóms sem birt er á
netinu ekki.
Ágreiningur á vinnumarkaði
Félagsdómur er sérdómstóll sem
starfar á grundvelli laga um stétt-
arfélög og vinnudeilur. Hlutverk
hans er að dæma í réttarágreiningi
aðila vinnumarkaðarins. Félagsdóm-
ur hefur aðsetur í dómhúsi Lands-
réttar í Kópavogi. Arnfríður Einars-
dóttir landsréttardómari er forseti
dómsins.
Fleiri mál til
meðferðar en
undanfarin ár
- Nítján mál komið til félagsdóms
Annir hjá Félagsdómi
Fjöldi mála í Félagsdómi 2012-2021*
30
25
20
15
10
5
0
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Heimild: Félagsdómur
12 12
11
29
16
11 12
19
22
19
*Það sem af
er árs 2021
12 þeirra mála
sem hafa
borist í ár er ólokið
og teimurmálum
frá 2020
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Félagsdómur Oft er deilt um gildi
verkfalla. Eflingarfólk fagnar hér
niðurstöðu í máli á árinu 2019.