Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 16
VIÐTAL
Atli Vigfússon
Laxamýri
Nýja skógræktarsvæðið í Víðiholti í
Reykjahverfi S-Þingeyjarsýslu er
þakið af trjáplöntum sem nú eru
farnar að teygja sig hærra og
hærra. Árssprotarnir þetta sumarið
lofa góðu um framhaldið. Ef fer sem
horfir verður þetta fallegur gróð-
urreitur og mikil bæjarprýði. Það
eru Jón Helgi Jóhannsson og kona
hans, Unnur Sigríður Káradóttir,
bændur í Víðiholti, sem hafa frá
árinu 2013 plantað skógi á jörð sinni
í samvinnu við Norðurlandsskóga og
hafa klætt rúmlega 26 hektara með
trjám og nú þegar má sjá falleg tré
þótt ekki séu liðin nema átta ár frá
því þau hófust handa.
Gott aðgengi að skóginum
Þetta hefur verið mikil vinna því
sjálf hafa þau staðið í því að planta
trjánum þótt stundum hafi þau
fengið sér aðstoð inn á milli. Alls
hafa þau sett niður rúmlega 73 þús-
und plöntur og ber þar mest á rússa-
lerki og stafafuru og ekki er að sjá
annað en að báðar tegundirnar þríf-
ist vel. Fleira hefur verið sett niður
og má þar nefna lerkiblending,
alaskaösp, reynivið, blágreni, birki,
hengibirki og gráelri.
Þá hafa þau lagað og endurnýjað
girðingar á jörðinni sem liggja að
skógræktarsvæðinu því svæðið þarf
að vera alfriðað fyrir beit. Einnig
hafa þau búið til vegslóða um allt
skógarumhverfið til þess að aðgengi
sé betra og er hægt að keyra eftir
þessum vegslóðum sem kemur sér
vel þegar verið er að vinna í
ákveðnum reitum og tól og tæki þá
oft með í för. Þessir vegslóðar voru
gerðir með dráttarvél og tætara en
það tók ekki sérstaklega langan tíma
því landið er auðunnið. Þessir veg-
slóðar eru einnig góðir fyrir þá sem
vilja ganga um svæðið sem verður
gaman þegar skógurinn er orðinn
hærri og meiri.
Það var árið 2012 sem þau Jón og
Unnur ákváðu að sækja um hjá
Norðurlandsskógum að gerast skóg-
arbændur og í framhaldi af umsókn-
inni var gerð úttekt á svæðinu og síð-
an var gerður skógræktarsamn-
ingur. Eftir það var svæðið kortlagt
og gerð skógræktaráætlun til
margra ára.
Kálflagið orðið að birkiskógi
Einnig þurftu þau að sækja grunn-
námskeið í skógrækt. Áður en þau
gerðust skógarbændur voru þau
mjólkurframleiðendur og voru með
stórt fjós í áratugi, en með skógrækt-
inni hefur nýting jarðarinnar breyst
nokkuð og má til gamans nefna að
gamalt kálflag er nú orðið að sjálf-
vöxnum birki- og víðiskógi.
Víða er land Víðiholts viði vaxið
með langri friðun. Þar virðast hafa
verið til í jörðinni trjáplöntur sem
með tímanum hafa orðið að stórum
runnum og trjám. Jón man eftir því
þegar grafnir voru skurðir, suður af
bænum, að upp komu stórir lurkar af
birki úr jarveginum sem höfðu varð-
veist þar ef til vill um aldir og frá tím-
um þegar loftslag var hlýrra. Og hver
veit hvað skógurinn verður hár í
framtíðinni?
Þeim hjónum, Jóni og Unni, finnst
skógræktin skemmtileg og eins og
Jón hafði við orð: „Það er svo gaman
að sjá þetta vaxa.“ Og sannarlega
hafa þau klætt jörð sína nýju lífi.
Skógrækt skemmtileg búgrein
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Skógrækt Átta árum eftir að hjónin í Víðiholti hófu skógrækt eru komnir myndarlegir skógarlundir á jörðinni, sem þekja alls um 26 hektara.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Skógarbændur Jón Helgi Jóhannsson og kona hans, Unnur Sigríður Kára-
dóttir, eru bændur í Víðiholti í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu.
- Jón Helgi Jóhannsson og Unnur Sigríður Káradóttir tóku sig til árið 2013 og plöntuðu trjám á jörð
sinni, Víðiholti í S-Þingeyjarsýslu - Hafa sett niður 73 þúsund plöntur - 26 hektarar þaktir trjám
Norðurlandsskógar voru stofnaðir árið 2000.
Starfssvæði þeirra er frá Hrútafirði austur á Langa-
nes. Upphafleg starfsáætlun Norðurlandsskóga var
gerð til 40 ára og markmiðið var að klæða skógi á
þeim tíma 5% láglendis undir 400 metra hæð yfir
sjó.
Fjölbreytni er eitt af einkennum Norðurlands-
skóga og er áhersla lögð á að blanda saman teg-
undum til þess að skapa fjölbreytt vistkerfi en tals-
verð áhersla er einnig á skjólbeltarækt. Eftir
sameiningu skógræktarstofnana 2016 heyrir skóg-
rækt á lögbýlum undir skógarauðlindasvið Skóg-
ræktarinnar. Eftir sameininguna hefur gefist gott
tækifæri til samræmingar og samvinnu auk þess
sem þekking starfsfólks og reynsla nýtist betur
hvarvetna um landið.
Allir starfsmenn eru fagmenntaðir á sviði skóg-
ræktar og er hlutverk þeirra að leiðbeina skóg-
arbændum við verklegar framkvæmdir og aðstoða
við áætlana- og skipulagsgerð.
Markmiðið að klæða skógi á́ 5% láglendis
NORÐURLANDSSKÓGAR STOFNAÐIR UM SÍÐUSTU ALDAMÓT
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tré Skógræktinni hefur vaxið fiskur um hrygg víða um land.
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR