Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Reynir Grétarsson var í vikunni ráð- inn forstjóri greiðslumiðlunarfyrir- tækisins SaltPay á Íslandi, sem áður hét Borgun. Fyrirtækið er í eigu al- þjóðlegs fjárfestingafyrirtækis. Eins og Reynir útskýrir í samtali við Morgunblaðið er þetta í fyrsta skipti síðan hann útskrifaðist úr há- skóla sem hann vinnur hjá öðrum en sjálfum sér. Reynir stofnaði fjár- tæknifyrirtækið Creditinfo fyrir tutt- ugu og fjórum árum og stjórnaði því í yfir 20 ár. Eftir að hann lét af störfum tók hann þátt í stofnun tveggja sprotafyrirtækja, fjártæknifyrirtækisins Two Birds og stafræna markaðssetningarfyrirtæk- isins Svartagaldurs. „Vinur minn er stjórnarformaður SaltPay og hann hefur reynst mér mjög vel. Fráfarandi forstjórar, þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes, ætluðu aldrei að vera forstjórar á Ís- landi til lengri tíma. Markmiðið var að einhver Íslendingur myndi á endan- um setjast í forstjórastólinn. Hjá Creditinfo vann fólk sig upp innan fyrirtækisins og það má segja að þar sem ég hef setið í stjórn SaltPay und- anfarin ár hafi ég verið orðinn hálf- gerður innanbúðarmaður. Ég kem því inn í þetta starf með svipuðum hætti og tíðkaðist hjá mínu gamla fyrirtæki,“ segir Reynir. Þörf á gömlum hundi Hann segir að í gegnum tuttugu ára starf innan Creditinfo, sem er með útibú í meira en 20 löndum, búi hann að góðri reynslu af að vinna með alþjóðlegum hópi starfsmanna þar sem margir menningarheimar mæt- ast. „Mér fannst vanta forstjóra sem gæti hjálpað íslensku starfsmönnun- um að skilja útlensku starfsmennina og öfugt. Það var þörf á svona göml- um hundi eins og mér sem getur sagt hlutina eins og þeir eru,“ segir Reynir og brosir. „Það er mitt starf að reyna að hjálpa þessu fyrirtæki að verða hluti af samfélaginu sem það starfar í.“ Reynir segir ýmsar áskoranir blasa við í umhverfi fyrirtækisins. Hann segir að frétt ViðskiptaMoggans á dögunum um að innan íslenska stjórnkerfisins væru áhyggjur af því greiðsluinnviðir í landinu væru að færast í erlenda eigu, hafi hreyft við sér, en bæði SaltPay og Valitor eru komin í erlenda eigu. Var það sam- kvæmt fréttinni talin ógn við þjóðar- öryggi og var jafnvel viðraður sá möguleiki að ríkið kæmi á fót opin- berri greiðslumiðlun til að bregðast við ástandinu. „Ég skil bara ekki hvaðan þessi ótti kemur, en ég er til í að hlusta á hann. Það hljómar illa í mín eyru ef fólk er að hugsa um að þjóðnýta bransa bara af því að hann er kominn í eigu út- lendinga. Ég vona að enginn sé að hugsa um það því þá erum við að missa nauðsynlega erlenda fjárfest- ingu úr landinu. Hennar er ekki hvað síst þörf í þekkingargeira eins og þeim sem við erum í. SaltPay er að koma með fullt af fjármagni og þekk- ingu inn í landið. Hér er fjöldi fólks að störfum sem á eftir að búa til mikil verðmæti fyrir samfélagið. Ég veit ekki af hverju menn hafa áhyggjur, en ég veit að þær eru ástæðulausar.“ Gjörbreytt fyrirtæki Reynir segir að SaltPay sé gjör- breytt frá því þegar hann kom fyrst inn í stjórn fyrirtækisins, þegar það var enn í eigu Íslandsbanka. „Það er búið að skipta út mörgu fólki hér og breyta ferlum. Ég er ekki að segja að fólkið hafi verið slæmir starfsmenn, heldur þurfti bara öðruvísi fólk í öðru- vísi störf. Hér hefur orkunni allri ver- ið beitt inn á við í þjálfun. Hjá félaginu er hörkulið, fólk með mikla þekkingu og fullt af eldmóði.“ Spurður um næstu skref í rekstri SaltPay hér á landi segir Reynir að kapphlaup sé fram undan. „Hér áður fyrr voru þessi greiðslumiðlunarfyrir- tæki svolítið að þrífast á því að þjón- usta viðskiptavini sem voru sumir of áhættusamir. Svo hættu menn því og þá varð reksturinn erfiður. Ofan á þetta bættist að tölvukerfin voru orð- in gömul og það var orðin þörf á að fá inn erlenda fjárfesta með fé og þekk- ingu til að endurnýja þessi fyrirtæki. Það eru frábærar fréttir fyrir Ísland að það hafi tekist. Nú eru menn bara að stilla upp sínum liðum í komandi samkeppni og ég ætla að sjá til þess að mitt lið sé klárt.“ Bylting fram undan Spurður nánar um þýðingu fyrir viðskiptavini SaltPay, kaupmennina, segir Reynir að þeir muni uppskera meðal annars í bættum kjörum. Það smitist svo vonandi út til þeirra við- skiptavina. „Stefnan hjá SaltPay er að leggja áherslu á minni aðilana á markaðn- um. Auk greiðslumiðlunar munum við bjóða upp á tryggðarkerfi og annað sem tengist fjármögnun m.a. Það er bylting fram undan á þessum mark- aði sem mun skila mikilli hagræðingu og sparnaði.“ Ástæðulausar áhyggjur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjártækni Reynir Grétarsson segir að hjá Salt Pay starfi hörkulið, fólk með mikla þekkingu og sé fullt af eldmóði. - Nýr forstjóri SaltPay segir það hljóma illa í sín eyru ef fólk vilji þjóðnýta atvinnu- grein bara af því að hún er komin í eigu útlendinga - Breytingar skila betri kjörum Hirðing » Salt Pay var rekið með 1,2 milljarða króna tapi á síðasta ári. » Eignir félagsins nema rúm- um sautján milljörðum króna. » Salt Pay hét áður Borgun og hefur sinnt greiðslumiðlun á Íslandi í 35 ár. Nú kveður hins vegar við allt annan tón og safnið fært upp um hvorki meira né minna en 3,9 milljarða. Stendur því matsbreyt- ingin hjá félaginu undir 45% af virðisbreytingum félaganna þriggja í heild, sem nema 8,7 millj- örðum. Gríðarlegar hækkanir Batnandi horfur um hvernig ís- lensku hagkerfi muni reiða af í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveir- unnar valda því að hlutabréfaverð félaganna þriggja hefur hækkað gríðarlega síðustu tólf mánuði. Mesta hækkunin var þó strax tek- in út fyrir áramót. Þannig hafa hlutabréf Eikar hækkað um 96,72% síðastliðna 12 mánuði og um 23,09% frá áramótum. Reitir hafa hækkað um 78,71% síðastliðið ár og um 5% frá áramótum og Reginn hefur hækkað mest eða um 114,18% síðastliðna 12 mánuði og um 28,95% frá áramótum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrri hluti ársins 2021 reyndist fasteignafélögunum þremur, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, nokkuð hagfelldur. Birtist það helst í þeirri stað- reynd að matsbreytingar fjárfest- ingareigna voru jákvæðar svo um munaði. Er það viðsnúningur frá fyrra ári þegar félögin færðu öll niður eignasöfn sín á fyrri hluta ársins. Sýnu mest breytist staðan hjá Reitum en þar er sveiflan tæpir 4,4 milljarðar króna. Matsbreyt- ingarnar eru jákvæðar um 2,3 milljarða en voru neikvæðar um 2,1 milljarð yfir sama tímabil fyrra árs. Eik færir nú í bækur sínar uppfærslu safnsins um 2,5 millj- arða króna en hafði fært það niður um 815 milljónir í fyrra. Reginn hafði brugðist við heims- faraldri kórónuveirunnar af meiri ró en hin félögin tvö og því voru matsbreytingarnar aðeins nei- kvæðar sem nam 62 milljónum á fyrri hluta árs í fyrra. Fasteignafélögin ná vopn- um sínum eftir bakslag - Matsbreytingar jákvæðar um 8,7 milljarða á fyrri hluta árs Eik Reginn Reitir 2020 2021 2020 2021 2020 2021 Leigutekjur 3.743 3.789 4.446 4.910 5.441 5.571 Matsbreyting fjárfestingareigna -815 2.535 -62 3.914 -2.115 2.256 Rekstrarhagnaður 1.433 5.232 2.967 7.556 1.532 5.838 Hagnaður -439 2.306 95 3.241 -1.223 1.856 Afkoma fasteignafélaganna Fyrri árshelmingur 2020 og 2021 Heimild: Árshlutareikningar félaganna Milljónir kr. 28. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.26 Sterlingspund 173.35 Kanadadalur 100.13 Dönsk króna 19.983 Norsk króna 14.344 Sænsk króna 14.509 Svissn. franki 137.73 Japanskt jen 1.1466 SDR 179.37 Evra 148.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.463 « Súkkulaðigerðin Omnom skilaði tæplega 30 milljóna króna hagnaði í fyrra eftir að hafa tapað tæpum 12 milljónum á rekstrarárinu 2019. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Þar má sjá að vörusala nam tæpum 439 milljónum króna á árinu og jókst hún um 95 milljónir á milli ára. Athygli vekur að launakostnaður lækkar milli ára og nemur 149,4 millj- ónum, samanborið við 156,3 milljónir árið 2019. Hins vegar jókst kostnaður við markaðssetningu, flutningsgjöld og vöruþróun verulega. Fór úr 24,9 millj- ónum í 66,3 milljónir króna. Eignir fyrirtækisins námu 309,5 milljónum í árslok 2020 og höfðu aukist um 43,8 milljónir milli ára. Skuldir námu 180 milljónum og jukust um rúmar 14 milljónir. Eigið fé stóð því í 129,6 millj- ónum um áramót. Omnom var stofnað árið 2013 og hóf framleiðslu á súkku- laðivörum á Austurströnd á Seltjarn- arnesi í húsnæði sem áður hýsti elds- neytisafgreiðslu Skeljungs. Fyrirtækið flutti síðar á Hólmaslóð á Granda þar sem framleiðslugeta þess margfald- aðist. Mikil sigling á súkku- laðiframleiðslunni Vinsælt Súkkulaðið selst afar vel. STUTT « Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands hefur stækkað um jafnvirði 55,4 millj- arða króna í kjölfar þess að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) úthlutaði forðaeign í sérstökum dráttarréttindum (SDR) til aðildarlanda sjóðsins 23. ágúst. Heildarúthlutun sjóðsins til að- ildarríkjanna nemur 650 milljörðum dollara og dreift til aðildarlandanna í réttu hlutfalli við kvóta þeirra. Eru þeir ákvarðaðir út frá stöðu ríkjanna í heimshagkerfinu og mynda grunninn að útlánagetu sjóðsins. Úthlutunin er sú stærsta í sögu AGS og á m.a. rætur að rekja til þeirra þrenginga sem mörg lönd hafa gengið í gegnum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Forðaeign Íslands í SDR fyrir út- hlutun var tæplega 184 milljónir SDR en hún jókst um ríflega 308 milljónir SDR við hana. Gjaldeyrisforðinn stækkar því úr því að svara til 29% af vergri lands- framleiðslu í 31%. Hlutdeild SDR af forðanum fer úr 4% í 10%. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gjaldeyrisvaraforðinn stækkar talsvert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.