Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 28

Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Herferðin Sem betur fer! er samstarfsverkefni Bandalags há- skólamanna, Læknafélags Íslands og Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Henni er ætlað að minna á mikilvægi menntaðra sér- fræðinga og sérfræðiþekkingar fyrir íslenskt samfélag í fortíð, nú- tíð og framtíð. Þekking er lykillinn að hagsæld og öryggi þjóðarinnar líkt og við höfum rækilega verið minnt á í heimsfaraldri. Mikilvægi starfa sem krefjast menntunar sem nýtist innan heilbrigðiskerf- isins og annarra greina hefur aldr- ei verið meira. Órjúfanleg heild sérfræðistétta Læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, geislafræðingar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræð- ingar, lífeindafræðingar, sjúkra- þjálfarar, félagsráðgjafar og 23 aðrar stéttir mynda flóru heil- brigðisstarfsfólks á Íslandi. Þessar stéttir slógu skjaldborg um þjóðina gagnvart viðamestu heilbrigð- isáskorun sem Ísland hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Árangurinn er enda skýr. Á Ís- landi höfum við átt því láni að fagna að búa við eina lægstu dán- artíðni Covid-19 á byggðu bóli og 84% landsmanna, 12 ára og eldri, eru bólusett. Verkefninu er hins vegar ekki lokið og hefðbundna heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja á ný. Að mörgu er að huga þegar horft er til framtíðar og Ísland verður að vera samkeppnishæft um sérfræðinga þegar þeir ljúka námi. Blandað heilbrigðiskerfi er leiðin fram á við Í heilbrigðisstefnu stjórnvalda til ársins 2030 er sett fram sú framtíðarsýn að íslensk heilbrigð- isþjónusta verði á heimsmæli- kvarða fyrir lok áratugarins. Til að uppfylla þetta metnaðarfulla mark- mið er nauðsynlegt að stjórnvöld móti lausnirnar í samvinnu og samtali við fagstéttirnar sem byggja upp kerfið. Taka þarf ákvarðanir með hag þjóðarinnar að leiðarljósi til lengri tíma. Leið- arljósið í þessari vegferð ætti að vera markmið laga um heilbrigð- isþjónustu þar sem segir að lands- menn allir eigi rétt á bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á til verndar líkamlegri og andlegri heilsu óháð efnahag. Við, formenn BHM, LÍ og Fíh, sem saman erum fulltrúar helstu heilbrigðisstétta landsins, teljum að öflugt blandað heilbrigðiskerfi þjóni þessum markmiðum best. Á Íslandi búum við nú þegar við blandað kerfi. Á álagstíma hefur sýnt sig að framlag heilbrigð- isstarfsfólks á almenna vinnumark- aðnum er ómissandi hlekkur í keðjunni, þar sem Landspítali, heilsugæsla og aðrar opinberar heilbrigðisstofnanir, gegna lyk- ilhlutverki. Það gengur ekki að mikilvægar heilbrigðisstéttir séu án samninga við Sjúkratryggingar Íslands árum saman. Opinbert kerfi, sem samanstendur bæði af einkarekstri og opinberum rekstri, verður að vera gagnsætt og skil- virkt. Ísland er á alþjóðlegum samkeppnismarkaði Undanfarið hefur mikið borið á umræðu um mönnunarvanda í greinum innan heilbrigðisþjónust- unnar. Skortur er á sérfræðingum. Vandinn hefur ágerst í faraldrinum og mun að óbreyttu stigmagnast. Helsta ógnin við heilbrigðisþjón- ustu í litlu landi er of lítið aðgengi að sérhæfðu starfsfólki. Á tímum alþjóðavæðingar verður sam- keppnin um þetta fólk sífellt meiri. Skilaboð stjórnvalda, hvort sem það er fyrir eða eftir kosningar, hljóta að vera að senda ungu fólki sem hyggur á menntun í heilbrigð- isgreinum hvatningu. Að á Íslandi verði kjör, aðbúnaður og álag inn- an heilbrigðiskerfisins samkeppn- ishæf í alþjóðlegum samanburði. Hagkerfið reiðir sig á heilbrigt samfélag og heilbrigðiskerfið reiðir sig á traustar efnahagsstoðir. Nú þarf öfluga pólitíska forystu. Sem betur fer! Og hvað svo? Eftir Reyni Arngrímsson, Guðbjörgu Pálsdóttur og Friðrik Jónsson »Helsta ógnin við heil- brigðisþjónustu í litlu landi er of lítið að- gengi að sérhæfðu starfsfólki. Reynir Arngrímsson Reynir er formaður Læknafélags Ís- lands BHM, Guðbjörg er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Friðrik er formaður BHM. Guðbjörg Pálsdóttir Friðrik Jónsson Stundum er sagt að neysla vímuefna, ólög- legra jafnt sem lög- legra, sé eitt stærsta samfélags- og heilsu- farsmein vestrænna samfélaga. Reglulega berast fréttir af ópíóíðafaraldri, t.d. í ýmsum borgum Bandaríkjanna, af skipulagðri glæpa- starfsemi sem tengist ólöglegum vímuefnum, aukinni áfengisneyslu nú þegar faraldur geisar og svo mætti lengi telja. Skiptar skoðanir eru um hvernig skynsamlegast sé að taka á þessum vanda. Sögulegur aðdragandi Hugmyndir um afglæpavæðingu svokallaðra neysluskammta af vímuefnum (þ.e. að refsa fólki ekki fyrir lítilræði af ólöglegum vímu- efnum til eigin neyslu í vörslu sinni) eiga sér ekki ýkja langa sögu hér á landi. Lengst af þótti eðlilegt að refsa fyrir vörslu allra ólöglegra vímuefna, óháð magni. Bandaríkin hafa undanfarna áratugi, eða frá því að Richard Nixon, þáverandi forseti, lýsti yfir stríði gegn vímu- efnum, verið fremst í flokki ríkja sem aðhyllast þessa stefnu. Þær raddir sem knýja á um refsileysi við vörslu á neyslu- skömmtum hafa orðið æ háværari. Refsingar skili ekki þeim árangri sem þeim sé ætlað, þ.e. að koma í veg fyrir neyslu hættulegra vímu- efna eða minnka neyslu þeirra. Í raun geri þessi hefðbundnu við- brögð við vandanum, að refsa fólki, einungis illt verra. Nær væri að minnka skaðann með refsileysi og úrræðum sem miði að því að hjálpa viðkomandi að vinna bug á vímunni. Árið 1921 gerðist Ísland aðili að svokall- aðri Haag-samþykkt um framleiðslu og verslun með ópíum og tveimur árum síðar var efni hennar lög- leitt á Alþingi. Það var svo ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda að Alþingi út- víkkaði gildissvið þeirra þannig að þau næðu yfir önnur efni, sem valdið gætu ávana og/eða fíkn, enda hafði neysla slíkra efna aukist með ’68-kynslóðinni svokölluðu. Ár- ið 1974 samþykkti Alþingi fyrstu heildstæðu lögin um ávana- og vímuefni. Samtímis var grein um refsinæmi vímuefnabrota bætt inn í almenn hegningarlög. Ferskir vindar Síðan þessi lög tóku gildi hafa þau vissulega tekið breytingum, en engum stórvægilegum. Það má segja að löggjafinn hafi ekki íhug- að að hverfa frá refsistefnu í vímu- efnamálum fyrr en Alþingi sam- þykkti árið 2014 þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur að fela heilbrigð- isráðherra að móta stefnu í vímu- efnamálum til að draga úr skaðleg- um áhrifum vímuefnaneyslu á grundvelli lausnamiðaðra og mann- úðlegra úrræða. Starfshópurinn skilaði af sér ít- arlegri skýrslu árið 2016. Það má finna þær efasemdir um gagnsemi refsistefnu í vímuefnamálum sem heyrst hafa æ oftar víða um heim. Helstu tillögur starfshópsins voru þær að fangelsisrefsingar fyrir vörslu á neysluskömmtum yrðu felldar niður, að smávægileg fíkni- efnalagabrot færu ekki á sakaskrá og að vímuefnaakstur yrði skil- greindur á grundvelli mælingar í blóði, en ekki einungis í þvagi. Auk þess var þar að finna tillögur að fjölbreyttari úrræðum fyrir fíkla, betra aðgengi að hreinum sprautu- búnaði, skimunum fyrir HIV og lifrarbólgu C, neyslurýmum, gjald- frjálsri heilsugæslu o.s.frv. Á síðustu tveimur löggjaf- arþingum hafa tvö keimlík frum- vörp um afglæpavæðingu verið lögð fram. Þar er annars vegar um að ræða frumvarp Pírata og hins vegar frumvarp heilbrigð- isráðherra. Þótt hvorugt þeirra hafi náð fram að ganga má segja að þau endurspegli viðhorfsbreyt- ingu síðustu ára sem orðið hefur vegna jákvæðrar reynslu annarra landa, t.d. Portúgals. Þá fær til- færsla vímuefnavandans frá refsi- vörslukerfinu til heilbrigðiskerf- isins afgerandi stuðning einnar af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, INCB. Forseti hennar segir að refsileysi í Portúgal sýni að áhersla á heilsu og velferð viðkomandi á grunni meðalhófs og virðingar fyrir mannréttindum nái góðum árangri. Athygli vekur að þau sem vilja stíga varlega til jarðar í þessum efnum tengjast gjarnan refsivörslu- kerfinu og sjá fyrst og fremst tæknilega annmarka. Einnig er um að ræða bindindisfélög sem heim- færa þá úreltu hugmyndafræði að koma í veg fyrir neyslu áfengis með öllum ráðum, líka boðum og bönnum, yfir á neyslu annarra vímuefna. Þau sem vilja refsileysi eiga það sammerkt að þekkja frekar til vímuefnaneyslu með beinum hætti og hafa fundið afleiðingar hennar á eigin skinni. Sá hópur getur borið því vitni að núverandi refsistefna hjálpar hvorki einstaklingunum sem um ræðir né samfélaginu í heild. Refsistefna virkar ekki Reynslan segir okkur að vímu- efni, lögleg jafnt sem ólögleg, verð- ur aldrei hægt að bannfæra úr vestrænum lýðræðisríkjum nú- tímans, enda færi slíkt í bága við mannréttindi og lýðræðislegan sjálfsákvörðunarrétt einstaklings- ins. Það ætti líka að vera augljóst að núverandi refsistefna virkar ekki sem skyldi. Næsta skref stjórnvalda, og almennings líka, hlýtur að vera að líta á fíkn sem áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en ekki fyrir refsivörslukerfið. Refsi- leysi er á næsta leiti, en það mun ekki verða gallalaust, því munu fylgja áskoranir, en það mun þó minnka vandann. Til þess er leik- urinn gerður. Það er því sannfæring Pírata að afglæpavæðing neysluskammta sé heillaspor. Afglæpavæðing vímuefna Eftir Einar Brynjólfsson » Sá hópur getur borið því vitni að núver- andi refsistefna hjálpar hvorki einstaklingunum sem um ræðir né sam- félaginu í heild. Einar Brynjólfsson Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. einarbrynjolfs@gmail.com Að vernda náttúruna er göfugt og gott mark- mið sem stuðla þarf að með skynsömum hætti. Þessu markmiði þarf að ná í sátt og samlyndi við ferðafélög, bændur og sveitarfélög sem og aðra náttúruunnendur en það er einmitt það sem sárlega vantaði inn í lög umhverfisráðherra um stofnun hálend- isþjóðgarðs; samráð við þá sem málið varðar. Það er því mikilvægt að fara aðeins yfir staðreyndirnar. Gerðar voru athugasemdir um þetta samráðsleysi og við þeim var brugðist í orði en því miður ekki á borði. Nú hefur fyrirkomulagið verið haft svo, eins og Bændasamtökin bentu rétti- lega á í umsögn sinni, að sveitarfélög hvers rekstrarsvæðis munu eiga meirihluta fulltrúa í svokölluðu um- hverfisráði. Hlutverk umhverfisráðs á svo að vera að setja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hvert rekstr- arsvæði. Þetta hljómar auðvitað mjög vel, maður ímyndar sér að sveit- arfélögin séu þarna komin með tögl og hagldir og farin að geta sagt meiningu sína um verndarsvæðin og hvernig skipulagið eigi að vera. En ef frum- varpið er lesið betur þá kemur í ljós að stjórn hálendisþjóðgarðs er ekki bund- in af tillögum umhverfisráða. Það þýð- ir sem sagt að þessar ábendingar sem komu frá og voru samþykktar af fólk- inu sjálfu á svæðinu, því sem þekkir aðstæður og þarfir sveitarfélagsins best verða virtar að vettugi ef stjórn- inni sýnist svo. Rúsínan í pylsuend- anum er svo að ráðherra hefur heim- ildir til að gera breytingar á áætlun umhverfisráðanna og þarf hvorki að bera þær breytingar undir stjórn hálendisþjóðgarðsins né umhverfisráðin sjálf. Ráðherra hefur því feng- ið visst einræði yfir stjórnkerfi þjóðgarðsins og í stað þess að tryggja samráð, hafa lögin tryggt einráð. Bændasamtökin voru ekki einu samtökin sem benda á skort á samráði en Samtök útivistafélaga, Samút, bentu einnig á að þau muni ekki eiga fulltrúa í svæðisráði og stjórn hálendisþjóðgarðsins. Ástæðan fyrir því að þessi sterku regnhlífa- samtök sem telja 18 aðildafélög fá ekki fulltrúa er að þau falla ekki undir skil- greininguna á „útivistarfélagi“ eins og nefnt er í 2. mgr. 8. gr. laganna og geta því ekki tekið þátt. Þetta er auðvitað afar bagalegt því samtökin hafa með sjálfboðavinnu gætt hagsmuna útivist- arfólks og vilja geta gegnt því hlut- verki áfram. Það hafa margir heyrt talað um hugtakið „Sérfræðingur að sunnan“ og má segja að þetta laga- frumvarp um hálendisþjóðgarð beri keim af þeim hugsanahætti. Litið er á að sérfræðingurinn sem þekkir hvorki haus né sporð á landskikanum sem hann er að skipuleggja sé látinn taka ákvarðanir án nokkurs samráðs við þá sem nýta landið og nota það. Maður hefði haldið að reynslan hefði kennt okkur að þessi sérfræðistefna umfram reynslu sé engum til gagns og að sam- ráð sé alltaf æskilegt en svo virðist því miður ekki vera. Það er mikilvægt að muna eftir hvernig stjórnarflokkarnir skildu við lög umhverfisráðherra um stofnun há- lendisþjóðgarðs á lokadögum þingsins síðastliðið vor. Sú afgreiðsla undir- strikar að áfram verður ekki haft sam- ráð eða tekið mark á umsögnum eða athugasemdum frá öllum þeim sem láta sig málefni hálendisins varða. Ein- ræði yfir stjórnkerfi þjóðgarðsins verður áfram á hendi umhverf- isráðherra án aðkomu þeirra sem þekkja aðstæður best. Á lokadögum þingsins í vor skiluðu þingmenn rík- isstjórnarinnar í umhverfis- og sam- göngunefnd áliti sem sannar að engin breyting mun verða á þessum vinnu- brögðum. Lokaorð álits þingmanna stjórnarinnar í nefndinni segir allt sem segja þarf: „Að þessu virtu leggur meirihlutinn til að málinu verði vísað til ríkisstjórn- arinnar og umhverfis- og auðlinda- ráðherra verði falið að leggja fram nýtt frumvarp um málið sem verði byggt á þeirri vinnu sem hér hefur verið rakin“. Samráð og samstarf verður ekki of oft sagt í einni grein og því segi ég það einu sinni enn. Það þarf samstarf. Við í Miðflokknum teljum að nauðsynlegt sé að standa vörð um hálendið og nátt- úru Íslands. Það er best gert með efl- ingu innviða þeirra stofnana sem nú þegar standa vaktina og því að hvetja til aukins samstarfs við þær fjöl- breyttu starfsstéttir, hópa og samtök sem njóta og vernda vilja íslenska náttúru. Ráðherra á ekki að vinna þessa vinnu einn í loftkældu herbergi niðri í bæ í Reykjavík. Hann á að gera það í samstarfi við alla þá sem málið varðar og hefja þessa vinnu með því að hlýða á þeirra hugmyndir því það er þar sem öll vinna að breytingum á að byrja; hjá fólkinu. Ræðst framtíð há- lendis Íslands í mið- borg Reykjavíkur? Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur Anna Kolbrún Árnadóttir » Við í Miðflokknum teljum að nauðsyn- legt sé að standa vörð um hálendið og náttúru Íslands. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. annakolbrun@althingi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.