Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Steinunn Þórarinsdóttir myndlistar- maður hefur staðið í ströngu í Dan- mörku í vikunni við uppsetningu á sýningum í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. Eru skúlptúrarnir 27 talsins eftir Steinunni sem sýndir eru í borgunum og verkefnið því afar umfangsmikið. Þegar blaðamaður nær tali af Steinunni á mánudegi er hún á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn að leggja lokahönd á uppsetningu verka sinna þar á sýningu sem nefn- ist Armors og förinni næst heitið til Óðinsvéa. Þar verður sýningin Connections haldin, í samstarfi við SDU-háskólann. Eitt stórt heildarverkefni Steinunn er beðin að segja frá sýningunum tveimur og segir hún að líta megi á þær sem eitt stórt heild- arverkefni. „Þannig lítum við á þetta, ég og samstarfsmaður minn James Rogers, prófessor við háskól- ann í Óðinsvéum, þótt þetta séu tvær ólíkar sýningar. Innsetningin á Kongens Nytorv er ákveðið og sér- stakt konsept, ég sýndi hana í New York fyrir tveimur árum. Hún heitir Armors og kom þannig til að ég dvaldi í New York fyrir nokkrum ár- um og heimsótti Metropolitan-safnið mjög oft. Ég heillaðist af brynj- udeild þeirra og hugmyndinni um brynjuna sem tákn valds og stríðs,“ segir Steinunn. Hún hafi í framhaldi átt í sam- starfi við safnið og voru þrjár evr- ópskar miðaldabrynjur úr safneign- inni skannaðar í þrívídd. „Síðan bjó ég til skúlptúra úr þessum skönn- unum sem steyptir voru úr áli. Á móti brynjunum eru táknrænar fíg- úrur sem fólk kannast við úr mínum ranni,“ útskýrir Steinunn og á þar við mannverurnar sem hún er þekkt fyrir. Hún segir þarna mætast hinn nakta, varnarlausa einstakling gegn valdi og ógn. „Þetta er þörf manns- ins fyrir að vera sífellt að verja sig og konseptið tengist ástandinu í heiminum í dag þar sem við höfum einmitt þurft að verja okkur gegn sameiginlegum óvini sem er veira. Það má yfirfæra þetta symbólskt á ýmislegt sem er að gerast í kringum okkur.“ Brynjur frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi Steinunn segir áhugavert að sjá mannverur sínar standa andspænis brynjunum. Þær séu ekki bara varn- arlausar heldur líka að bjóða brynj- unum birginn. Skúlptúrarnir í Kaup- mannahöfn eru í þremur pörum, sex skúlptúrar og brynjurnar hver ann- arri ólíkar, frá Ítalíu, Þýskalandi og Bretlandi. Allar eiga þær þó upphaf sitt í miðöldum þó svo að þær séu núna komnar yfir á 21. öldina. „Þær eru mjög ólíkar innbyrðis og fígúrurnar sem á móti þeim standa eru í sömu stellingum,“ útskýrir Steinunn. Hún hafi beðið son sinn, módelið sem hún vinnur með og hafi lengi gert, að setja sig í sömu stell- ingar og brynjurnar. Með því er hægt að ímynda sér manneskjuna sjálfa í brynjunni. „Þar koma fram ákveðin hlutverkaskipti sem mér finnst áhugavert fyrirbæri, þessi dúalismi í okkur. Við sjálf eigum svo marga fleti, bæði góða og vonda, friðsama og árásargjarna.“ Sonur Steinunnar, Þórarinn Ingi, hefur verið fyrirsæta hennar frá fjórtán ára aldri og má því segja að verurnar hafi elst með honum í ár- anna rás. Nú er Steinunn farin að nota yngri son sinn, Þórð Inga, sem fyrirsætu og undirstrikar hún að synir hennar tveir séu grunnur verkanna frekar en að stytturnar séu nákvæm afrit eða afsteypur af þeim. Óöryggi og átök manna Sýningin í Óðinsvéum ber titilinn Connections, sambönd eða tengsl, og segir Steinunn útgangspunkt hennar í raun nátengdan sýningunni Armors. „James Rogers er sagn- fræðingur og sérfræðingur í hern- aði, „human insecurity“ og „human conflict“. Það eru hans sérsvið og við höfum unnið saman áður, höfum blandað saman hans fagi og því sem ég er að gera,“ segir Steinunn. Á sýningunni í Óðinsvéum megi sjá þessa grundvallarhugmynd um sam- band og sambandsleysi mannsins. Háskólinn og DIAS-deildin innan hans, sem James Rogers starfar með, hefur haft veg og vanda af framkvæmd verkefnisins með góðri aðstoð frá Albani-sjóðnum. Einnig hefur gallerí Steinunnar í Kaup- mannahöfn, Galleri Christoffer Egelund, verið samstarfsaðili í verk- efninu. Háskólabyggingarnar eru klædd- ar með hægtryðgandi kortenstáli og því ryðgaðar líkt og verkin eftir Steinunni sem verða sett þar upp. Þau tengjast því mjög sterkt um- hverfi sínu, sum þeirra innan kassa sem er líka ákveðin vörn eða brynja, að sögn Steinunnar. „Þau eru blanda af abstraktformi við lífrænt form, fígúruna. Eins og titillinn á sýning- unni Connections ber með sér hefur sú sýning að mörgu leyti sömu tilvís- anir og Armors þannig að þetta hangir allt saman,“ segir hún. Ein innsetning til viðbótar verður í miðborg Óðinsvéa, á einu af aðal- torgum hennar, og verk eftir Stein- unni má líka sjá við Norðurlanda- húsið í borginni. Í Kaupmannahöfn verður svo eitt verk að auki fyrir utan íslenska sendiráðið. Þúsund ár duga ekki til Blaðamaður hefur orð á því að þetta séu afar mörg verk sem Stein- unn sýni í Danmörku og öll eru þau í raunstærð og þurfti því að flytja þau í 40 feta gámi til landsins. „Ég lít á þetta sem innrás til Danmerkur,“ segir Steinunn kímin og er það þá væntanlega innrás af jákvæðara tag- inu. Listræn innrás. Steinunn er spurð að því hvort þetta sé stærsta verkefni hennar til þessa, samanlagðar sýningar í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. „Já, ég myndi segja það. Ég var með sýn- ingu hérna 2015 víða um Kaup- mannahöfn. Hún var reyndar ansi viðamikil líka en þessi hefur samt verið flóknari af því við erum ekki bara í Kaupmannahöfn heldur líka í Óðinsvéum. Þannig að ég myndi segja að þetta væri, jú, stærsta verk- efnið mitt hingað til,“ svarar Stein- unn. Hún hefur unnið að hinni stóru hugmynd um manninn í yfir 40 ár, allt frá því hún hóf myndlistarnám. „Þótt ég yrði þúsund ára myndi ég ekki geta klárað þessa hugmynd,“ segir hún. Synir hennar tveir hafi verið fyrirsæturnar og af því sam- starfi hefur sprottið hin kynlausa ímynd mannsins sem orðin er þekkt víða um lönd. Verk Steinunnar á vef Christoffer Egelund-gallerísins má kynna sér á slóðinni christofferegelund.dk/ armors-by-steinunn-thorarinsdottir/ og sýninguna Connections á slóðinni danish-ias.dk/connections. „Ég lít á þetta sem innrás“ - Steinunn Þórarinsdóttir sýnir skúlptúra sína í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum - 27 skúlptúrar í heildina - Stærsta verkefni listakonunnar til þessa - Hefur unnið með hugmyndina um manninn í yfir 40 ár Í Kaupmannahöfn Steinunn við tvo af skúlptúrum innsetningar sinnar , Armors, á Kongens Nytorv í hjarta Kaupmannahafnar nú í vikunni. Í Óðinsvéum Verkið Audience á vegg við SDU-háskólann í Óðinsvéum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.