Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 1
Aldrei hræddur
Stella
snýr aftur
Sigurfinnur Jónsson, ein mesta rjúpnaskytta landsins, hefur margoft komist í hann krappan. Hann
lifði af ellefu þúsund volta straum en missti við það handlegg. Hann hætti þó aldrei að ganga til rjúpna
og segir rjúpuna sinn bjargvætt. Sigurfinnur segist aldrei finna til hræðslu, enda gagnist
3. OKTÓBER 2021SUNNUDAGUR
Allir vildu fá að sjá
Netapótek
Þóra Hilmars-dóttir leikstýrðiStellu Blómkvistsem er mættá ný á
skjáinn. 2
Ensku markakóng-arnir Roger Huntog Jimmy Greavesfallnir frá. 8
Morgunblaðið fylgdi tökuliði kvik-
myndarinnar Sögu Borgarættar-
innar eftir um landið haustið 1919. 18
Voru
iðnir við
kolann
L A U G A R D A G U R 2. O K T Ó B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 231. tölublað . 109. árgangur .
LOFTSLAGSMÁLIN
DRIFKRAFTUR
NÝRRAR STEFNU
BIKARINN TIL BLIKA
UNNU ÞRÓTT Í ÚRSLITALEIK 45ORKUMÁLASTJÓRI 14
Ágúst Ingi Jónsson
Stefán Einar Stefánsson
Urður Egilsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Bæjarstjórar Vestmannaeyja og
Fjarðabyggðar segjast fagna ráð-
leggingu Hafrannsóknastofnunar um
veiðar á allt að 904.200 tonnum af
loðnu fyrir komandi vertíð. Mun þetta
vera stærsta ráðstöfun í nærri 20 ár.
Stærstur hluti loðnukvótans á Íslandi
er í Vestmannaeyjum og Fjarða-
byggð. „Þetta eru gríðarlega jákvæð-
ar fréttir og skiptir samfélagið hér í
Vestmannaeyjum mjög miklu máli
eins og þjóðarbúið allt,“ segir Íris Ró-
bertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum.
Auknar veiðar þýði gríðarlega inn-
spýtingu í efnahags- og atvinnulíf
Eyjamanna. „Bæði störfin í kringum
vinnsluna, afleiddu störfin og vertíðin
verður lengri,“ segir Íris. Eyjamenn
horfi nú björtum augum á næsta ár.
Loðnubrestur á undanförnum ár-
um hafi gífurleg áhrif á samfélagið.
„Það er svo gríðarlega margt annað
sem loðnan hefur áhrif á hér en bara
sjávarútvegsfyrirtækin og þá sem þar
starfa. Það er ofboðslega mikilvægt
fyrir samfélagið að það sé loðnuveiði.“
Glöð að sjá þessi umskipti
Jón Björn Hákonarson, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, segir tíðindin
svo sannarlega fagnaðarefni. „Við er-
um mjög glöð að sjá þessi umskipti
sem eru að verða. Að fara úr 127.300
tonnum á þessu ári í 904.200 tonn.“
Hann segir að fyrir Fjarðabyggð
og önnur sjávarútvegssveitarfélög sé
verðmætasköpunin ómetanleg.
„Þetta hefur gríðarleg áhrif á sjáv-
arútvegsfyrirtækin og alla afleidda
þjónustu. Svo gætir áhrifanna í sam-
félaginu öllu þar sem aukin verðmæti
gera það að verkum að samfélagið allt
hagnast. Í heild sinni er þetta mikill
gleðidagur fyrir land og þjóð.“
Loðnuvertíðin hefur verið mjög
sveiflukennd undanfarin ár. Veturinn
2014-2015 voru veidd 517 þúsund
tonn, ári seinna var aflinn 174 þúsund
tonn og árin 2017 og 2018 var hann í
kringum 300 þúsund tonn. Árin 2019
og 2020 voru loðnuveiðar ekki leyfðar
við landið en kvótinn endaði þó í
127.300 tonnum síðasta vetur eftir
mikla loðnuleit og sviptingar í ráð-
gjöf.
Gústaf Steingrímsson, hagfræðing-
ur hjá Landsbankanum, segir að tíð-
indin gætu leitt til 5,3% hagvaxtar ár-
ið 2022 í stað 3,3% sem var spáð í maí.
„Sá afli sem mun koma í hlut Íslend-
inga er einhvers staðar í kringum 700
þúsund tonn. Það gæti leitt til þess að
aflaverðmæti íslenskra fyrirtækja
yrði á bilinu 60-80 milljarðar króna og
það munar um minna.“
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Skip Tuttugu ára togveiðiskip Vinnslustöðvarinnar, Huginn VE, hér við bryggju í Vestmannaeyjum. Það mun að líkindum hefja loðnuveiðar síðar á árinu.
RISALOÐNUVERTÍÐ Í VÆNDUM
904.200
tonna ráðgjöf
Hafró um loðnuveiðar
á komandi vertíð
60-80
milljarða kr. aflaverð-
mæti möguleg af
loðnuveiðunum
24,6
milljarða kr. hækkun á verðmæti
bréfa Brims og Síldarvinnslunnar
í Kauphöllnni í gær
- Stærsta loðnuveiðiráð-
gjöf í nærri tuttugu ár
„Mikill gleðidagur
fyrir land og þjóð“
- Gríðarleg innspýting í
efnahags- og atvinnulíf
- Gæti leitt til 5,3% hag-
vaxtar 2022 í stað 3,3%
M Risavertíð fram undan »6,20
Kosningaárangur flokkanna skiptir
talsverðu máli þegar að því kemur
að semja um ráðherrastóla og
stefnumál í stjórnarsáttmála. Þar
munu vafalaust allir flokkar gefa
talsvert eftir og pólitísk nauðsyn
hefur sín áhrif, en eftir það þarf að
horfa til úrslitanna, hvaða árangri
flokkarnir náðu og hvar; hvað má úr
því lesa um vilja kjósenda sem end-
urnýjuð ríkisstjórn þarf að fara eftir.
Funduðu í Ráðherrabústaðnum
Formenn ríkisstjórnarflokkanna
hittust í gær í Ráðherrabústaðnum
þar sem áframhaldandi ríkisstjórn-
arsamstarf flokkanna var rætt.
Birgir Ármannsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, segir
viðræðunum miða vel.
„Ég held að stjórnarmyndunar-
viðræðurnar gangi ágætlega, það er
greinilega töluvert búið en það er
líka mikið eftir.“ »2, 10
Morgunblaðið / Hari
Alþingi Formenn ríkisstjórn-
arflokkanna funduðu í gær.
Allir flokk-
ar munu
gefa eftir
- Áframhaldandi
samstarf rætt í gær
_ Mikil uppbygging er fram undan
í kvikmyndaþorpinu sem rís í Gufu-
nesi. Fyrirtækið GN Studios, sem er
í eigu Baltasars Kormáks kvik-
myndaleikstjóra, hyggst auka
starfsemi sína þar og bæta við kvik-
myndaveri. Eru viðræður þess efnis
hafnar við borgina. Heildarkostn-
aður við þá uppbyggingu er áætl-
aður 1,3 milljarðar króna.
Þá hefur borgarráð samþykkt að
ræða við Truenorth, Pegasus,
Sagafilm og Þorpið-Vistfélag um
lóðir undir kvikmyndatengda starf-
semi í Gufunesi. Þar er reiknað með
um tveggja milljarða króna fjár-
festingu, m.a. í stóru stúdíói. »19
3,3 milljarðar króna
í kvikmyndaþorpið