Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
P
istlahöfundur er staddur í landi bjórs og svínakjöts, eftir hálfs
annars árs innilokun á köldum klaka. Í lestinni á milli Zürich og
München gafst tóm til að rifja upp sérkennileg orð þýskrar
tungu. Þar á meðal er vitaskuld eitt frægasta orð þýskunnar,
Schadenfreude „skaðagleði“, að hlakka yfir óförum annarra. Á íslensku er
talað um Þórðargleði, sem séra Árni Þórarinsson segir frá í ævisögu sinni.
Meinfýsni nær að einhverju leyti utan um þessa hugmynd en þó ekki alveg.
Þýska stórskáldið Goethe ritaði magnþrungna frásögn af raunum
Werthers unga og þá varð til hugtakið Weltschmerz. Það hefur verið þýtt
sem „heimshryggð“, þ.e. lífsleiði eða þunglyndi yfir eigin ófullkomleika og
alls heimsins.
Miklum leiðindum getur valdið það kykvendi sem Ohrwurm nefnist,
„eyrnaormur“; grípandi lag sem maður fær á heilann. Því má ekki rugla
saman við „eyrnafíkju“, Ohrfeige, löðrung ellegar kinnhest sem líka er
kallaður Backpfeife „kinn-
pípa“. Einstaklingur sem á
skilið löðrung er með Back-
pfeifengesicht „kinn-
hestafés“.
Schweinehund „svína-
hundur“ er vel þekkt þýskt
orð, upphaflega notað um
hund sem hafði það hlutverk að elta villisvín. Orðið er í yfirfærðri merkingu
notað um ómenni – samsvarandi orð í ensku er son of a bitch „tíkarsonur“
eða jafnvel „skrattakollur“ (þó ekki endilega blaðamaður). Sérstaka notk-
un þýska orðsins má sjá í sambandinu seinen inneren Schweinehund
überwinden „sigrast á sjálfum sér“, þ.e. litla djöflinum sem býr innra með
manni. Nema hvað Þjóðverjar sjá þennan djöful fyrir sér sem svínahund og
tala um að yfirstíga sinn „innri svínahund“.
Þýskumælandi fólki er ekki síður hugstætt svínið sjálft, das Schwein;
þar af er dregið Schweinerei „svínarí“. Kvenkyns afbrigðið er Sau, gylta
eða sýr (beygist eins og kýr: sýr, sú, sú, sýr), og subbuskapurinn í kringum
það er Sauerei, annað orð um svínarí. Leiðindaveður eða skítaveður er
Sauwetter en sau- getur líka verið áhersluforliður og táknað eitthvað gott:
Das ist saugut „Þetta er svínslega gott, æðislega gott“.
Sumir líkamshlutar eru Þjóðverjum einkar hugleiknir. Þýskir lærdóms-
menn eru annálaðir fyrir að skrifa þykka doðranta. Til þess þarf vöðvamik-
inn afturenda, Sitzfleisch „sætiskjöt“ eða sitjanda. Flestir þýskir karlmenn
sem eitthvað kveður að eru með Bierbauch, bjórvömb, eða a.m.k. Bauch-
ansatz, fyrstu ummerki um bumbumyndun. Bjór er eðlilega uppspretta
ófárra þýskra orðtaka: Das ist nicht mein Bier „það er ekki minn bjór“
(It’s not my cup of tea, eins og Tjallinn segir, „ekki minn tebolli“). Um dag-
inn var mér boðinn Mitbier „meðbjór“, þ.e. bjór sem gestgjafinn gefur
gesti sínum í lok samkvæmis svo hann sé ekki þurrbrjósta á heimleiðinni.
Að öðrum kosti getur maður fengið Kummerspeck „áhyggjuspik“. Mér er
alveg sama er á þýsku Das ist mir Wurst „það er mér pylsa“. Pylsuþýsk-
arinn er samur við sig!
Ekki minn bjór
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
N
æsta grátbroslegt er að málsvarar „nýju
stjórnarskrárinnar“ fullyrði að reiknivilla
við samlagningu atkvæða í NV-kjördæmi
sanni að setja þurfi lýðveldinu nýja
stjórnarskrá. Málflutningurinn er líklega síðasta and-
varpið til stuðnings „nýju stjórnarskránni“. Flokkunum
sem vilja hana, Samfylkingu og Pírötum, var hafnað í
þingkosningunum fyrir réttri viku.
Nú er gert tortryggilegt að alþingismenn eigi sjálfir
síðasta orðið um hvort kjörbréf séu gild.
Framkvæmd alþingiskosninga er á ábyrgð alþingis
sem fellur að hugmyndum um þrískiptingu valdsins. Í
46. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Alþingi sker sjálft úr,
hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því,
hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.“
Tal um að alþingismenn séu vanhæfir til að gera það
sem segir í 46. gr. stjórnarskrárinnar beinir athygli að
álitsgerð sem Páll Hreinsson, þáverandi lagaprófessor,
núverandi forseti Efta-dómstólsins, samdi að beiðni
Halldórs Blöndals, forseta alþingis, snemma árs 2004.
Í álitsgerðinni er meðal annars að finna tilvísun til
úrskurða sem forsetar alþingis
hafa gefið um þetta efni. Í úr-
skurðunum er áréttað að alþing-
ismenn séu í störfum sínum ein-
göngu bundnir við sannfæringu
sína og standi aðeins kjósendum
skil gerða sinna. Þeir séu ekki
bundnir af hæfisreglum í störf-
um sínum og geti því tekið þátt í
meðferð og afgreiðslu allra mála
á þinginu. Það sé einmitt ein af
grundvallarreglum í stjórn-
málum lýðræðisríkja að þingmenn taki ákvarðanir um
hvaða hagsmuni eigi að taka fram yfir aðra. Séu þeir
tengdir þeim með mjög persónulegum hætti sé þeim
auðvitað í sjálfsvald sett af siðrænum ástæðum að
segja sig frá máli. Það sé þeirra ákvörðun og á þeirra
ábyrgð.
Páll Hreinsson segir í álitsgerðinni frá 27. mars 2004
að ekki séu gerðar eins strangar hæfiskröfur til þing-
manna og til embættismanna eða dómara enda sé ekki
ætlast til að þingmenn séu hlutlausir í störfum sínum.
Þvert á móti ráðist það af lífsviðhorfi meiri hluta þing-
manna í hverju máli hvaða hagsmunir fái framgang í
löggjöf, eftir atvikum á kostnað annarra hagsmuna.
Þingmenn ákveði hvaða hagsmunir skuli teljast al-
mannahagsmunir og þar með verkefni stjórnvalda. Í
því efni séu þingmenn ekki bundnir af öðru en sann-
færingu sinni og ákvæðum stjórnarskrár.
Þegar nú er rætt um afgreiðslu á kjörbréfum nýkjör-
inna þingmanna er nauðsynlegt að árétta þessar ein-
földu og skýru grundvallarreglur. Þeir sem vilja að
ekki sé farið sé að þeim leggjast í smíði „sviðsmynda“
sem eru ekki annað en hugarburður.
Í byrjun júní 2021 samþykkti alþingi breytingu á
þingskapalögum sem heimilar starfandi forseta þings-
ins að kveðja saman nefnd níu alþingismanna til að
undirbúa rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetn-
ingarfundi. Með þessu nýja ákvæði er skotið lagastoð
undir venju sem fylgt hefur verið undanfarin ár til að
flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu kjörbréfa á þingsetn-
ingarfundi.
Að fengnum kjörbréfum frá landskjörstjórn kallar
Willum Þór Þórsson, starfandi forseti alþingis, eftir
nöfnum níu þingmanna til að sitja í þessari undirbún-
ingsnefnd sem fer yfir gerðabækur landskjörstjórnar
og yfirkjörstjórna, ágreiningsseðla og kosningakærur
sem kunna að hafa borist dómsmálaráðuneytinu.
Í störfum sínum nýtur nefndin aðstoðar starfsfólks
landskjörstjórnar við útreikninga á úrslitum kosninga í
einstökum kjördæmum og starfsfólks skrifstofu alþing-
is eftir atvikum. Þetta er forrannsókn kosningaúrslit-
anna áður en kjörbréfanefnd kjörin á þingsetningar-
fundi ræðir málið og gerir tillögu til þingsins um hvort
kosning og kjörgengi þingmanns
teljist gild.
Sjaldgæft er eftir alþingis-
kosningar að athygli beinist að
þessum mikilvæga formbundna
þætti við að tryggja alþingis-
mönnum lögmæti. Áður hafa
ágallar við framkvæmd kosninga
þó komið til umræðu.
Kvartanir og umvandanir eiga
nú greiða leið í fjölmiðla og þar
birtist reiði einstakra frambjóð-
enda yfir eigin örlögum. Áður báru þeir harm sinn yfir-
leitt í hljóði. Nú er leitað til lögreglu eða þess krafist
að stuðst sé við talningu sem reyndist röng eða kosn-
ingin sé endurtekin! Hvergi er vikið að nokkru sak-
næmu eða svindli við framkvæmd kosninganna.
Það ríkir ekki nein óvissa um úrslit kosninganna.
Þegar alþingi kemur saman verður útgáfa kjörbréfa til
63 einstaklinga staðfest. Það er verkefni þingmanna að
ljúka þessu máli.
Þess varð ekki vart í kosningabaráttunni að upplýs-
ingaóreiða væri markvisst notuð til að villa um fyrir
kjósendum. Það hefur hins vegar verið gert í þessu
klúðursmáli að kosningum loknum. Meira að segja er
sagt að „helstu lögspekingar landsins“ séu „hugsi yfir
þeim stjórnskipulega vanda“ sem við sé að eiga. Látið
er eins og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu vegna
allt annars konar kosningamáls í Belgíu víki skýru ís-
lensku stjórnarskrárákvæði til hliðar.
Ístöðuleysið sem einkennir þennan furðulega mál-
flutning smitar frá sér inn á alþingi, einkum innan
flokka sem eiga um sárt að binda vegna höfnunar af
hálfu kjósenda.
Landstjórnin er sem betur fer í sömu traustu hönd-
unum og fyrir kosningarnar. Stjórnarflokkarnir hafa
alla burði til að ljúka þessu upphlaupsmáli. Þeir verða
að gera það svo fljótt sem kostur er. Falli alþingi á
þessu fyrsta prófi nýs kjörtímabils lofar það ekki góðu
um framhaldið.
Upphlaup eftir kosningar
Það ríkir ekki nein óvissa um
úrslit kosninganna. Þegar al-
þingi kemur saman verður
útgáfa kjörbréfa til 63 ein-
staklinga staðfest.
Af innlendum
vettvangi …
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Í stystu máli má segja, að vinstrið
telji nauðsynlegt að beita valdi til
að bæta heiminn, en hægrið vilji frek-
ar sjálfsprottna þróun við einkaeignar-
rétt, viðskiptafrelsi og valddreifingu.
Ég hef rakið hér helstu skýringar á
því, að vinstrið hefur sótt í sig veðrið:
Eftir sigur í kalda stríðinu sameinar
engin ógn hægrið; vinstrið hefur horfið
frá þjóðnýtingu og sættir sig með sem-
ingi við kapítalismann; þeim kjós-
endum hefur fjölgað, sem háðir eru
ríkinu um afkomu sína; og vinstrið hef-
ur náð undirtökum í skólum og fjöl-
miðlum, hrifsað til sín dagskrárvaldið.
Á ráðstefnu í Lissabon 24. sept-
ember ræddi ég, hvernig hægrið gæti
brugðist við. Í fyrsta lagi hefur kín-
verski kommúnistaflokkurinn hafið
nýtt kalt stríð gegn Vesturlöndum,
þótt fæstir geri sér grein fyrir því.
Þetta mun breyta viðhorfum á næstu
árum. Í öðru lagi vill vinstrið enn óhóf-
leg ríkisafskipti, en þau hafa þver-
öfugar afleiðingar við það, sem ætlað
var. Þetta sáu Svíar um og eftir 1990.
Frumkvöðlar fluttust úr landi sökum
þungrar skattbyrði, og engin ný störf
urðu til í einkageiranum, aðeins í opin-
bera geiranum. Peningarnir vaxa ekki
á trjánum. Fleiri munu endur-
uppgötva þessi einföldu sannindi en
Svíar.
Þar sem hægrið hefur völd, þarf
það síðan að einbeita sér að tveimur
verkefnum. Annað er að fjölga þeim,
sem eru efnalega sjálfstæðir, óháðir
ríkinu, meðal annars með áfram-
haldandi sölu ríkisfyrirtækja og
auknum tækifærum einkaaðila til að
veita þjónustu. Auðvelda þarf fólki
að brjótast út úr fátækt í stað þess,
að það sitji þar fast. Hitt verkefnið
er að hætta að styrkja þá, sem
reyna í skólum og fjölmiðlum að
grafa undan vestrænni menningu.
Þeir eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi
til að boða skoðanir sínar, en á eigin
kostnað, ekki skattgreiðenda.
Að lokum skiptir þó mestu máli
að leggja fram haldbærar röksemd-
ir og gögn um það, að affarasælast
sé að leyfa einstaklingum og at-
vinnulífi að vaxa og dafna við frelsi.
Þetta gera ótal hugveitur á okkar
dögum. Sjálfur tel ég þó, að mikil-
vægasta röksemdin fyrir ein-
staklingsfrelsi sé, að það sé orðið
okkar annað eðli. Við á Vestur-
löndum höfum öðlast vilja og getu til
að velja. Við erum einstaklingar,
ekki aðeins laufblöð á trjágreinum.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað getur
hægrið gert?
VS.
ENSKI BOLTINN
Í BEINNI Á MBL.IS
Í DAG
KL. 14:00