Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
STUTT
« Flugfélagið Icelandair Group hefur
gert samning við Aviation Capital
Group (ACG) um fjármögnun þriggja
Boeing 737 MAX-flugvéla. Um er að
ræða sölu og endurleigu á tveimur
Boeing 737 MAX8-flugvélum og einni
Boeing 737 MAX9-vél. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Icelandair.
Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir
að vélarnar verði afhentar í desember
2021 og í janúar 2022.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icleand-
air segir í tilkynningunni að ánægja ríki
með samninginn. „Við erum ánægð
með að hafa náð samningum á góðum
kjörum við Aviation Capital Group sem
við höfum átt í samstarfi við lengi. Það
er ljóst að fjármögnunaraðilar hafa trú
á félaginu sem og virði Boeing 737
MAX-vélanna og þeim tækifærum sem
þær koma til með að skapa.“
Icelandair semur um
fjármögnun þriggja véla
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Þetta eru ansi mögnuð tíðindi. Gangi
þetta eftir og takist að veiða alla þessa
loðnu má gera ráð fyrir því að það leiði
til 1,5 til 2 prósentustiga hagvaxtar-
auka að öðru óbreyttu.“ Þetta segir
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur
hjá hagfræðideild Landsbankans,
inntur eftir við-
brögðum í kjölfar
þess að Hafrann-
sóknastofnun lagði
til að veiða megi
904.200 tonn af
loðnu fiskveiðiárið
2021 til 2022.
Í hagspá Lands-
bankans frá því í
maí var gert ráð
fyrir því að hag-
vöxtur yrði 3,3%
hér á landi á árinu 2022 og miðað við
mat Gústafs gæti vöxturinn því orðið
allt að 5,3%. Síðastliðinn áratug hefur
hagvöxtur aðeins einu sinni mælst yfir
5% en það var árið 2016 þegar hann
reyndist 6,3%.
Óvissa um aflaverðmætið
Gústaf segir erfitt að leggja ná-
kvæmt mat á það hver útflutnings-
verðmæti vegna komandi loðnuvertíð-
ar verða. Þar spili ekki síst inn í hvert
afurðaverðið verður, enda líklegt að
mikil framboðsaukning þrýsti verðinu
niður.
„Útflutningsverðmæti mun að öllum
líkindum aukast minna en sem nemur
veiðiaukningunni. Það gerist bæði
vegna minna framboðs en einnig
vegna þess að hlutfall hrogna verður
minna af heildarverðmætinu. Sterkt
sögulegt samband hefur verið á milli
hlutfalls hrogna í heildarverðmætinu
og aflamarks sem er með þeim hætti
að meiri veiðar hafa dregið úr vægi
hrogna í heildarverðmætinu.“
Þrátt fyrir þessa óvissu segir Gústaf
ekki loku það fyrir skotið að útflutn-
ingsverðmæti loðnuafurða geti vaxið
um 40 til 60 milljarða miðað við síðustu
vertíð sem skilaði um 20 milljörðum
króna.
„Sá afli sem mun koma í hlut Íslend-
inga er einhvers staðar í kringum 700
þúsund tonn. Það gæti leitt til þess að
aflaverðmæti íslenskra fyrirtækja
verði á bilinu 60-80 milljarðar króna og
það munar um minna,“ segir Gústaf.
Hjálpar Seðlabankanum
Hann telur þessi tíðindi ekki síst já-
kvæð þegar horft sé til þeirra áskor-
ana sem Seðlabanki Íslands stendur
frammi fyrir.
„Þetta mun styrkja krónuna og
draga þar með úr verðbólgu hér á
landi. Þannig mun þetta létta á pen-
ingastefnunni og ætti Seðlabankinn að
þurfa að hækka vexti minna en ella til
þess að tryggja verðbólgumarkmiðið.“
Gústaf ítrekar þó að aukin umsvif í
tengslum við loðnuvertíðina geti aukið
á framleiðsluspennuna, eftirspurn og
þar með á verðbólguþrýsting.
„Það eru áhrif sem taka verður tillit
til þótt ég telji líklegt að þau verði
minni en jákvæðu áhrifin sem felast í
sterkari krónu. Skipakosturinn er til
staðar og ekki líklegt að það þurfi að
ráða mikið í áhafnir. Hins vegar mun
þetta sennilega kalla á aukið vinnuafl í
landi sem mun draga úr slaka á vinnu-
markaði.“ Hann segir tíðindin frá
Hafró mjög jákvæð í öllu tilliti og raun-
ar mjög óvænt.
„Ég held að enginn hafi leyft sér að
vonast eftir viðlíka veiðiráðgjöf. Fara
þarf 20 ár aftur í tímann til að finna við-
líka afla en síðan 2002 hafa veiðar leit-
að niður á við og engin loðnuveiði var
heimil 2019 og 2020. Þetta er hvalreki
sem kemur á mjög heppilegum tíma-
punkti fyrir íslenskt þjóðarbú.“
Hríslast um allt hagkerfið
- Hagfræðingur segir loðnuvertíð geta aukið hagvöxt um allt að tvö prósentustig
- Líklegt til að styðja við verðbólgumarkmið Seðlabankans - Mikill búhnykkur
Vinnsla Loðnuafurðirnar fara bæði til manneldis og í mjölbræðslu.
Morgunblaðið/Eggert
Gústaf
Steingrímsson
2. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.32
Sterlingspund 175.36
Kanadadalur 102.31
Dönsk króna 20.293
Norsk króna 14.85
Sænsk króna 14.844
Svissn. franki 139.33
Japanskt jen 1.1638
SDR 183.7
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6363
Fyrstu húsin í fyrirhugaðri sumar-
húsabyggð við Hvammsvík voru
auglýst á fasteignavef Morgun-
blaðsins í gær. Auglýsingarnar
voru síðan teknar af vefnum en um
frumkynningu var að ræða.
Um var að ræða tvær útfærslur á
sumarhúsi á sjávarlóð.
Annars vegar hús með flötu þaki
sem kostaði 112 milljónir og hins
vegar húsið á myndinni hér fyrir
ofan sem kostar 118 milljónir. Dýr-
ara húsið er 232 fermetrar og kost-
ar því um hálfa milljón á fermetra.
Fram kom í auglýsingunni að
húsin væru hönnuð af Aka Studio í
Svíþjóð og framleidd eftir teikn-
ingum Arno.
Félagið Flúðir, sem er í eigu for-
eldra Skúla Mogensen athafna-
manns, setti á dögunum 30 lóðir á
sölu í Hvammsvík og seldust þær
upp. Verðið var frá sex og upp í 20
milljónir og heimilt verður að reisa
allt að 300 m2 hús. Ekki náðist í
Skúla en hann boðar mikla upp-
byggingu í Hvammsvík og hyggst
láta verkin tala. baldura@mbl.is
Sumarhúsin kosta
frá 112 milljónum
- Eignir í Hvammsvík komnar í sölu
Teikning/AKA Studio Arkitekter
Hvammsvík 17 Þetta hús var auglýst til sölu á 118 milljónir króna.
« Heildarviðskipti með hlutabréf í
Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði
námu 112,3 milljörðum króna og er
það 186% aukning frá sama mánuði í
fyrra. Viðskiptin jukust sömuleiðis mið-
að við ágústmánuð sem nemur 31%.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,3% í
september og stóð í 3.330,7 stigum í
upphafi þessa mánaðar. Mest viðskipti
í september voru með bréf Arion
banka upp á 26,5 milljarða, Kviku banka
um 11,9 milljarða og Marel upp á 10,8
milljarða.
Aukin umsvif í Kauphöll
Íslands svo um munar
Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan, sem bæði eiga mikinn
kvóta í loðnu, hækkuðu gríðarlega í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar þess
að fréttir bárust af hinni mjög svo uppfærðu veiðiráðgjöf Hrafrannsókna-
stofnunar. Þannig hækkuðu bréf Brims um 9,52% í ríflega milljarðs við-
skiptum og bréf Síldarvinnslunnar hækkuðu um 9,57% í 478 milljóna
króna viðskiptum.
Félögin tvö hafa raunar verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni að undan-
förnu. Síðastliðna viku hefur Brim hækkað um 30,91% og frá áramótum
nemur hækkun bréfanna 43,71%. Nemur markaðsvirði þess nú tæpum
141 milljarði króna.
Bréf Síldarvinnslunnar hafa hækkað um 22,94% síðastliðna viku og
frá því að bréf félagsins voru skráð á markað í Kauphöll Íslands á nýliðnu
sumri nemur hækkunin 28,22%. Markaðsvirði félagsins er nú 142,1 millj-
arður króna.
Brim og Síldarvinnslan hækka
GRÍÐARLEG SIGLING Í LJÓSI TÍÐINDANNA
Hagnaður Samherja á árinu 2020
nam 7,8 milljörðum króna. Þetta til-
kynnti fyrirtækið á heimasíðu sinni í
dag. Þar segir að heimsfaraldur kór-
ónuveirunnar hafi haft víðtæk áhrif á
reksturinn og að hann hafi reynt á
samstöðu starfsfólks og útsjónar-
semi.
„Þegar litið er til síðasta árs má
segja að reksturinn hafi verið hálf-
gerð rússíbanareið vegna áhrifa
heimsfaraldursins […] Okkur tókst
að halda úti skipaflotanum, vinnslun-
um og annarri starfsemi, þannig að
reksturinn hélst svo að segja óbreytt-
ur. Þetta er afrek samstillts starfs-
fólks,“ segir Þorsteinn Már á heima-
síðunni.
Rekstrartekjur samstæðu Sam-
herja námu 46,5 milljörðum á síðasta
ári og jukust um 200 milljónir frá
fyrra ári. Eigið fé Samherja nam 78,8
milljörðum króna í árslok 2020 og
nam eiginfjárhlutfallið 72%. Var upp-
gjörið kynnt á aðalfundi fyrirtækisins
hinn 30. september og þar var stjórn
félagsins endurkjörin án breytinga.
Hana skipa Eiríkur S. Jóhannsson,
Dagný Linda Kristjánsdóttir, Helga
Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján
Vilhelmsson og Óskar Magnússon.
Var á aðalfundi félagsins ákveðið að
greiða ekki út arð vegna síðastliðins
starfsárs.
Miklar fjárfestingar
Samherji hefur staðið í miklum
fjárfestingum á síðustu misserum.
„Ágætt dæmi um þær áskoranir
sem við tókumst á við er vinnsluhús-
næðið á Dalvík sem var tekið í notkun
fyrir rúmu ári. Með nýjum búnaði og
gerbreyttri tækni komu engir utan-
aðkomandi sérfræðingar í húsið mán-
uðum saman, áskoranir starfsfólksins
voru því margar en samt sem áður
var slegið framleiðslumet á síðasta
fiskveiðiári,“ segir Þorsteinn Már.
Auk vinnslunnar á Dalvík tók fé-
lagið við nýju skipi, Vilhelm Þor-
steinssyni EA11.
Hagnaður Sam-
herja 7,8 ma.
- Dróst saman
um 1.200 milljónir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við stýrið Þorsteinn Már Baldvins-
son er forstjóri Samherja.