Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Þorgrímur Daníelsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermanns- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Hrafnkell Karlsson. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjá Andreu og Thelmu. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni og Viktoría Ásgeirsdóttir annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Fermingarbörnin baka með kirkjukaffinu sem verður í Ási eftir guðsþjón- ustuna. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17. Davíð Sigurgeiresson annast undirleik og stjórnar söng. Prestur er Kjartan Jónsson. Boð- ið verður upp á ókeypis heitan mat á eftir guðs- þjónustu. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Lærisveinar hans leika undir söng- inn undir stjórn Ástvaldar organista. Vilborg Ólöf djáknanemi og sr. Hans Guðberg leiða stundina. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Boðið verður upp á altarisgöngu og eru ferming- arbörn síðasta hausts sérstaklega hvött til þess að koma, þar sem ekki var hægt að hafa altarisgöngu þá vegna sóttvarnatakmarkana. Fermingarbörn vorsins og fjölskyldur þeirra eru einnig hvött til þess að koma. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa í anda Hall- gríms Péturssonar kl. 11. Ekki leikið á hljóð- færi en kirkjukórinn syngur sálma eftir Hallgrím og Sigurbjörn Einarsson undir stjórn Arnar Magnússonar. Prestur er Magnús Björn Björns- son. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Guðsþjónusta alþjóðlega safnaðarins kl. 14, prestur er Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og innsetn- ing nýs sóknarprests. Barnamessa sunnudag kl. 11. Sóley Adda, Katrín Eir, sr. Eva Björk og Rebbi taka á móti börnunum. Jónas Þórir við hljóðfærið. Sr. Þorvaldur Víðisson settur inn í embætti sóknarprests kl. 13. Prófastur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sem annast innsetningu og þjónar ásamt sr. Evu Björk, sr. Maríu, sr. Þor- valdi og messuþjónum. Kammerkór Bústaða- kirkju og kantor Jónas Þórir. Léttar veitingar eft- ir messu. DIGRANESKIRKJA | Hefðbundin guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sunna Dóra leiðir stundina ásamt Kára Allanssyni og félögum í Karlakórn- um Esju. Sunnudagaskóli er samtímis í kapell- unni á neðri hæð Digraneskirkju í umsjá Höllu æskulýðsfullrúa og leiðtoga. Léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu og sunnu- dagaskóla loknum. DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Séra Vig- fús Ingvar Ingvarsson prédikar, séra Hjálmar Jónsson, séra Vigfús Þór Árnason og séra Gunnþór Ingason þjóna. Þessir prestar vígðust saman í Dómkirkjunni 3. október 1976. Einnig þjónar með þeim séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni. Pétur Nói Stef- ánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Klukkan 13 er prestsvígsla, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir mun vígja Matthildi Bjarnadóttur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 10.30. Gospelsamkoma kl. 20. Gospelhópur syngur og leiðir lofgjörð í léttum dúr. Tryggvi Hermannsson við hljóðfærið. Sr. Þorgeir Ara- son prédikar. Kvöldsopi í lokin – Frjáls framlög til kirkjubyggingar í Grímsey. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Svava Karólína Hrafnsdóttir píanó- nemandi leikur á píanó. Kaffisopi eftir stund- ina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Séra Margrét Lilja Vilmund- ardóttir leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fjölskyldur fermingar- barna eru hvattar til að mæta. GARÐAKIRKJA | Batamessa kl. 14. Sr. Sveinbjörn R. Einarsson og vinir í bata. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja, organisti er Jóhann Baldvinsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskólinn er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa sr. Sigurður Grétar Helgason og Ásta Jóhanna Harðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi, Ant- oníu Hevesi og Kirkjukór Grensáskirkju. Sr. Þor- valdur Víðisson boðinn velkominn til starfa. Heitt á könnunni og sætur biti á eftir. Innsetn- ing sr. Þorvaldar í Bústaðakirkju kl. 13. Þriðju- dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Hannes Guðrún- arson leikur á gítar og prestur annast íhugun. Fimmtudagur: Núvitund með sr. Maríu kl. 18.15-18.45, einnig á netinu. GRINDAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn 3. október kl. 20 bjóðum við til jazzmessu þar sem kórinn okkar mun gleðja okkur með ljúfum tónum undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Sr. Elínborg leiðir stund- ina. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhildarson sem þjónar og prédikar fyrir allt- ari. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Gyðu barnakórsstjóra. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir mess- una. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sighvatur Karlson þjónar. Félagar úr Bar- börukórnum syngja. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel. Messukaffi. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Nánar um Hafnarfjarðarkirkju: www.hafnarfjard- arkirkja.is. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdir verða tveir piltar í guðsþjón- ustunni. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti er Arn- gerður María Árnadóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 17 í umsjón sr. Helgu Kolbeinsdóttur. Matt- hías V. Baldursson og Lofgjörðarhópur Hjalla- kirkju sjá um tónlistina. Eftir stundina verður boðið upp á mat í safnaðarsalnum gegn vægu gjaldi. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. Kór kirkj- unnar syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sunnudagaskóli kl. 12.30. Umsjón hafa sr. Ninna Sif, Signý Ósk og Unnur Birna. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð, fyrirbænum og barnastarfi kl. 13. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi að samveru- stund lokinni. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Davíð Sigurgeirssonar tónlistarstjóra. Ung stúlka verður fermd. Prestur er Kjartan Jóns- son. Heitt á könnunni að guðsþjónustu lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14 þegar nýtt orgel kirkjunnar verður formlega vígt. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur helgar orgelið ásamt sr. Erlu Guðmundsdóttur og sr. Fritz Má Jörgenssyni. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur við orgelleik Arnórs Vilbergssonar organista. Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju býður upp á kaffi og veitingar í Kirkjulundi eftir guðsþjónustuna. KIRKJUSELIÐ í Spöng | Selmessa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Gísli Magna Sigríð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu Borg- um. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Mar- teinsdóttur. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Sigurður Jónsson, organisti er Magnús Ragnarsson og Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnu- dagaskólanum og létt messukaffi eftir messu. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti er Lára Bryndís Eggerts- dóttir. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskól- anum. Umsjón hafa Hilda María Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffisopi á Torginu eftir messu. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, söng- ur og gleði, Biblíusaga og brúðuleikhús. Kvöldguðsþjónusta kl. 20 – ath. breyttan messutíma. Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju syngur und- ur stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, kvöld- kaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Gunnar Kvaran sellóleikari fjallar um nýútkomna bók sína sem heitir Tjáning. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. 40 ár liðin frá fyrstu skóflustungu að Seltjarnarneskirkju. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leik- ur á orgelið. Sólveig Ragna, sr. Bára og Messí- ana sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir at- höfn í safnaðarheimilinu. Kyrrðarstund mið- vikudag kl. 12. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriða- holtsskóla kl. 10. Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og fræðarar sunnudaga- skólans. Barna- og unglingakór Vídalínskirkju syngur. Gæludýr og bangsar eru velkomin og gæludýrablessun er í boði. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Benedikt Sigurðsson sér um tónlistarflutning og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Morgunblaðið/SverrirReynivallakirkja Óli Björn Kárason, alþingismaður og sjálf- stæðismaður, skrifar sína vikulegu grein í Mbl. miðvikudaginn 29. sept. sem ber yf- irskriftina „Lesið í úr- slit kosninga“. Þar kemur hann víða við á mjög svo sanngjörnum nótum og þá ekki síst um stjórnar- andstöðuna og segir hana hafa skít- tapað sem er orð að sönnu. En hann víkur líka að öðru ekki síður mikil- vægu, sem er væntanlegt óbreytt samstarf fráfarandi ríkisstjórnar með VG og Katrínu Jakobsdóttur í forsæti og telur það langt í frá ein- falt. Hugmyndafræðilegur ágrein- ingur er verulegur, segir Óli Björn, svo sem skipulag heilbrigðiskerf- isins, orkunýting og orkuöflun, skatt- ar og ríkisrekstur og frá þjóðgörðum til skipulagsmála og þvingana í lofts- lagsmálum, svo minnst sé bara á aðalásteytingarmálin en þó kemur fleira til. Öll friðunarvitleysan, sem svo sannarlega hefur gengið út í hreinar öfgar hjá hinsegin mann- inum Guðmundi Inga, ráðherra um- hverfismála, sem einnig hefur verið duglegur við að eyða peningum og þá er nú ótalið frumhlaup Katr- ínar Jak. er hún lagði legstein við Ok, sem aldrei var neinn jökull, bara góður snjóskafl eins og við þekktum þá í innbænum á Akureyri í gamla daga. Að mínum dómi er Katrín ekki sú manneskja sem margir vilja vera láta. Það yrði miklu meiri friður og þægilegra að taka Miðflokkinn sem þriðja flokk í ríkisstjórn þótt meiri- hlutinn yrði naumur því það hefur svo sem gerst áður. Réttast væri að sleppa öfgafólkinu í VG, sem Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur hafa verið í miklum vandræðum með. Að lokum vil ég segja við Sigurð Inga og aðra framsóknarmen að í Miðflokki er til margt framsóknarfólk jafnaðar og samvinnu. Stundum hrjóta Óla Birni sönn orð af munni Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms »Miðflokkurinn yrði mjög hæfur og vel stjórntækur í næstu ríkisstjórn. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Umhverfismál eru með stærstu málum dagsins. Ég vil ekki gera lítið úr þeim mála- flokki yfirleitt, enda munu heildarhags- munir mannsins og líf- ríkis jarðar vera komn- ir undir því að farsæl lausn finnist á þeim. Þó þykir mér, líkt og mörgum, að rétt sé að nefna í fjölmiðlum að við eigum líka að vera þakklát fyrir bjartar hliðar á þessu fjölþætta máli. Dæmi: Inniveruhvati? Margir Íslendingar munu geta glaðst við tilhugsunina um að lofts- lagið verði ögn hlýrra á Íslandi að jafnaði. Kann þá minna að skipta að veðuröfgar aukist á móti. Er varðar virkjun náttúrunnar, og þar með minna ósnert umhverfis- útsýni fyrir ferðalanga þar, má sjá þar tilefni til að brýna fyrir fólki að halda sig þá meira í þéttbýli í frí- stundum sínum og rækta þar allt sem borgir hafa upp á að bjóða, og kostar stundum einungis tíma, svo sem bók- lestur! Þetta segi ég þrátt fyrir ævar- andi áhuga minn á líffræði, nátt- úrufræði og náttúruskoðun! Leitt er til þess að hugsa að mann- eskjan heldur áfram á vaxandi hraða að útrýma æ fleiri tegundum dýra og plantna. En vel mætti hugsa sér að ef þær eru varðveittar nógu vel í sýnum, erfðaefnum og upplýsingamiðlum komi það að miklu leyti í staðinn. Líkt má segja um varðveislu menn- ingarverðmæta, svo sem gamalla húsa: lengra mætti ganga í að rífa mörg þeirra ef hægt væri að kvik- mynda-skrá þau fyrst í bak og fyrir handa komandi kynslóðum. Fegurð plastmengunar Innblásnust þykir mér þó hug- mynd mín um plastmengun. Mun hún vera vaxandi vandamál í náttúrunni þótt óljóst sé hversu slæmt það verði fyrir lífríkið. Hins vegar þykir mér gott að hugsa til þess að þetta fagra og litríka efni, plastið, sé að teygja sig um gjörvöll lönd og höf; því slíkt er óneit- anlega menningartengd fjölbreytni í okkar um- hverfi. Og tilhugsunin um að hafsbotnar og jarðvegur verði að miklu leyti úr plastögnum og plasthlutum finnst mér að ætti að geta hrifið myndlistarmennina, fornleifafræðingana, skáldin, sem og fólk almennt. Um leið má gleðjast yfir að síðasta áratuginn hefur upphafist yndisleg hugsjónagleði meðal almennings við að taka þátt í að flokka sorp og safna úrgangi í náttúrunni. Er þetta fögur hlið á okkar litlu þjóð er sameinast um að hægja á þessu vaxandi vanda- máli. … Lítið hefur farið fyrir náttúru- kveðskap í ljóðum mínum. Þó vil ég birta hér stutt ljóð sem ég gerði upp úr skáldsagnatilraunum mínum í menntaskóla forðum daga, en það heitir: Umkvörtun unglingsstúlku og er svo sem dæmi um náttúrusýn mína: Til lítils eru brún augu lóunnar, hlýleg bringan og biðjandi rómur um svo ómerkilega hluti. Stór fluga settist á handarbak mitt; ég fann hvernig hún smakkaði, kaldri tungu. Mér finnst skordýrin vera eins og mennirnir: Ég kemst aldrei í samband við þá! Umhverfismálin: Ljósar hliðar Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal » Þykir mér gott að hugsa til þess að þetta fagra og litríka efni, plastið, sé að teygja sig um gjörvöll lönd og höf. Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.