Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
✝
Guðmundur
Marinó Þor-
geirsson fæddist á
Siglufirði 4. júní
1947. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Siglufirði 21. sept-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Þorgeir
Bjarnason, f. í
Freyju í Fáskrúðs-
firði 5. feb. 1906, d.
5. nóvember 1960 á Siglufirði, og
kona hans Ágústa Guðmunds-
dóttir, f. í Holti í Glerárþorpi 22.
september 1906, d. 2. október
1984 á Siglufirði.
Guðmundur var
yngstur 5 systkina:
Jóna Jakobína, f. 30.
október 1933, d. 5.
apríl 2014, Þórunn
Freyja, f. 1. apríl
1936, d. 21. janúar
1977, Bjarni, f. 13.
ágúst 1938, og Krist-
ín, f. 12. júlí 1941.
Guðmundur bjó á
Siglufirði alla tíð og
vann þar við ýmis verka-
mannastörf, síðast sem starfs-
maður áhaldahúss Siglufjarðar.
Guðmundur var alla tíð mikill
áhugamaður um knattspyrnu, og
raunar allar íþróttir, hann var á
unga aldri með efnilegri knatt-
spyrnumönnum. Í áratugi fór all-
ur hans frítími í börn og ung-
linga á Siglufirði, sem knatt-
spyrnuþjálfari og sem
aðstoðarmaður fararstjóra í
knattspyrnu og skíða-
ferðalögum.
Guðmundur hélt ýmis mót
með verðlaunum fyrir krakkana
á Siglufirði, svo sem Vítaspyrnu-
keppni Mumma sem hefur verið
árlegur atburður síðan 1994.
Guðmundur var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Guðmundar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 2. októ-
ber 2021, kl. 14.
Streymi má nálgast á:
https://youtu.be/iaNEeTDLEJE
Hlekk á streymi má finna á :
https://www.mbl.is/andlat
Í dag kveðjum við goðsögn á
Siglufirði, Guðmund Marinó
Þorgeirsson eða Mumma eins
og hann var alltaf kallaður.
Mummi frændi deildi brennandi
áhuga mínum á fótbolta, hann
var alltaf tilbúinn að fara með
mér út, fylgjast með mér og að-
stoða mig þegar ég fór einn út
til að æfa mig í fótbolta. Ég og
aðrir krakkar á Siglufirði vorum
mjög heppin að Mummi bjó við
hliðina á gamla malarvellinum.
Hann var duglegur að koma út
og fylgjast með okkur, þjálfa
okkur, taka þátt í leiknum og
koma með þá jákvæðu orku og
góðsemi sem hann bjó yfir.
Eins þegar þreytan lagðist
yfir spilandi fótboltafætur, þá
gat verið gott að hoppa inn til
Mumma. Þar bauð hann upp á
heitt kakó eða te og eitthvað
með því til að safna orku.
Heima hjá Mumma var líka allt-
af gaman. Hann safnaði mynd-
um sem við krakkarnir teikn-
uðum og lituðum á lítil blöð.
Hann geymdi hverja einustu
teikningu því þær voru sérstak-
ar í huga Mumma og það gaf
mér trú á sjálfan mig, því ég er
ekki sá hæfileikaríkasti þegar
kemur að list. Þetta er eitt gott
dæmi um hvernig Mummi lét
fólki alltaf líða vel og gaf því
þannig trú á að það væri gott í
því sem það tók sér fyrir hend-
ur, sama hvað það var. Þá vil ég
nefna alla skemmtilegu leikina
og keppnirnar sem hann fann
upp á og veitti verðlaun fyrir,
vítaspyrnukeppnirnar, kúlu-
spilakeppnirnar og fleira þar
sem hann færði okkur öllum
hreina gleði.
Fyrir mig persónulega þá var
það fótboltinn sem Mummi
studdi mig alltaf í. Hann stóð í
marki þegar ég var einn úti að
skjóta og æfa mig, þar gaf hann
mér góð ráð og var einfaldlega
til staðar og hrósaði mér.
Ég mun aldrei gleyma að
Mummi sagði mér í hvert ein-
asta skipti sem við hittumst að
hann vissi að ég yrði atvinnu-
maður í fótbolta og ég myndi
spila fyrir landsliðið einn dag-
inn. Að heyra þetta, fyrir ungan
strák frá litlum bæ með stóra
drauma hjálpaði mér rosalega
mikið að missa aldrei trúna.
Mummi, takk fyrir að trúa alltaf
á mig. Í dag vinn ég við að spila
fótbolta í útlöndum og spilaði
fyrir landsliðið eins og þú sagðir
að ég myndi gera. Ég er þó
hvergi nærri hættur því að
stóra markmiðið er auðvitað að
geta einn daginn spilað fyrir
þína menn í Leeds.
Hvíldu í friði, Mummi minn.
Kveðja,
Bjarni frændi.
Kæri Mummi, nú ertu farinn.
Söknuðurinn er sár, en ég
veit að þú varst hvíldinni feginn,
svo veikur varstu orðinn. Nú
ertu hjá fólkinu okkar fyrir
handan og þér líður aftur vel.
Minningarnar hrannast upp.
Þú varst litli bróðir mömmu, en
stóri bróðir minn, enda varstu
bara tíu ára þegar ég fæddist
heima í stofunni hjá ömmu. Ég
var óvitinn sem braut óvart
hausinn af karlinum í kappakst-
ursbílnum þínum og einn fót af
indíánahestinum sem þú hélst
svo mikið upp á, en þú fyr-
irgafst mér það allt. Þú kenndir
mér að teikna, hrósaðir náms-
árangri mínum og dróst mig út í
fótbolta þegar ég vildi hanga
inni og lesa bók á heitum sól-
björtum degi. Við fórum í úti-
legur, veiddum silung á stöng
og ég fékk að keyra bílinn þinn
löngu fyrir bílprófsaldur.
Ég vil þakka þér fyrir hversu
góður þú varst börnunum mín-
um, þú skipar einnig stóran
sess í huga þeirra.
Ég kveð þig með sárum
söknuði og kærleik í huga, en
ég veit að við hittumst aftur.
Vertu nú sæll, Mummi minn, og
hvíl í friði.
Gústaf (Gústi).
Mummi var enginn venjuleg-
ur frændi. Hann var einstakur
maður með fallega sál og allra
manna hugljúfi. Sjálfselska var
ekki til í orðaforða hans, og við
börnin vorum alltaf í forgangi.
Það er með miklum söknuði
sem við skrifum þessa minning-
argrein.
Hann var alvöru KS-ingur og
vann óeigingjarnt starf fyrir
klúbbinn beint eða óbeint. Allir
krakkar sem stunduðu knatt-
spyrnu á Siglufirði þekktu
Mumma enda var hann alltaf til
í að koma með út í fótbolta,
standa í marki, gefa góð ráð og
hvetja mann til dáða. Hann
hafði óbilandi trú á okkur og lét
okkur líða eins og við værum
stjörnur framtíðarinnar.
Ógleymanleg eru mótin sem
hann hélt, bæði vítaspyrnu-
keppnin og svo kúluspilamótin.
Þar var oft mikil dramatík og
mikið í húfi, verðlaunapeningar
og heiður enda var enginn
mættur þangað bara til að vera
með.
Við vorum svo heppin að eiga
Mumma sem frænda. Við eigum
margar skemmtilegar minning-
ar frá ævintýrum með Mumma,
sem við erum endalaust þakklát
fyrir. Eftirminnilegastar eru
ferðirnar í Vatnadali. Pakkað
var í bílinn, nesti, swiss miss,
kandís, prímus til að hita vatnið
og veiðistangir. Á leiðinni upp
kindastígana var stoppað og
drukkið úr lækjunum, skoðuð
Álfakirkjan og stundum tínd
ber ef við máttum vera að.
Þegar upp var komið hófst
svo veiðin. Mummi kenndi okk-
ur að við mættum veiða eins
mikið og við vildum en við yrð-
um að sleppa fiskunum aftur því
að þeir voru svo litlir. Nokkrum
fengum við þó að halda í fötu til
að taka með og sleppa í „litla
vatnið“. Þar hafði nefnilega
Mummi farið með foreldra okk-
ar í gamla daga og sleppt fiski
og þar var hægt að veiða stóra
fiska. Hann sagði okkur líka frá
því að við gætum þekkt þá á því
að þau hefðu bitið í uggann til
að merkja þá.
Mummi kenndi okkur að tína
jurtir til að búa til jurtate. Við
fengum svo að setja kandís út í
til að fá smá sætt bragð. Svo
var að sjálfsögðu fengið sér
swiss miss til að ylja sér. Allt
var svo einfalt. Ekkert stress.
Í annasömu og nútíma dag-
legu lífi er kannski stundum
erfitt að vera eins og Mummi
frændi. Hins vegar er enginn
vafi á því við ættum öll að taka
hann okkur til fyrirmyndar.
Elsku Mummi, takk fyrir allt.
Tinna og Reynir.
Mummi Þorgeirs og ég vor-
um æskuvinir. Eyrargötustrák-
ar á þeim árum þegar flest sigl-
firsk hús voru full af börnum og
leikvangur þeirra var fjallið,
bryggjan og gatan. Milli tveggja
eða þriggja húsa myndaðist
samfélag lítilla og stórra
krakka. Lengra þurfti ekki að
fara. Mummi Þorgeirs, Einsi og
bræðurnir Lilli og Dengsi og
fleiri áttu heima að Eyrargötu
11-16. Innan aðeins víðari
leikjahrings voru Stebbi Jóa
dívana og Robbi Páls - auk
stelpna. Flest vorum við í
Bjössaliðinu, hópi krakka sem
safnaðist kringum Bjössa Stínu,
enn stærri strák sem skipulagði
leiki og var okkur góður. Í
minningunni eins og Tarzan í
miðri apahjörðinni. Hversdags-
legri leikir voru að skoppa
gjörð, fara í stikk eða kábojleik.
Mummi alltaf nálægur. Sigla
heimasmíðaðri seglskútu úr
spýtu, sex tommu nagla og
tjörupappa úti í fjöru. Eða fara
á fiskveiðar á bryggjunum. Í
einni slíkri ferð, hann átta ára
og ég sex, veiddum við vel.
Mummi átti færið og við skipt-
umst á að draga þorsk og ufsa
upp í tágakörfu - bjartur sum-
ardagur undir slætti síldarfæri-
bandanna á Ríkisbryggjunni
þar sem bátarnir lágu drekk-
hlaðnir í röðum. Á leið okkar til
að selja fenginn í Fiskbúðinni
datt ég í sjóinn og var næstum
drukknaður. Var dreginn renn-
blautur og slyttislegur upp yfir
hafnarkantinn af góðum mönn-
um. Einhvern veginn tókst
Mumma að drösla aflanum á
áfangastað og síðdegis bankaði
hann varfærnislega á dyr
heima. Feiminn og niðurlútur
rétti hann fram lófann með
fimmtíueyring, mínum hluta
sölulaunanna.
Við stækkuðum og leikir okk-
ar og dægradvöl breyttust –
stundum saman og stundum
ekki - og félagahópurinn hreyfð-
ist til eftir áhugamálum og árs-
tíðum. Nefna má vini okkar, Jó-
hannes Blöndal og Kjartan Örn.
Eftirminnilegar eru ferðir
eggjasafnara á vori, silungsveið-
ar, ræktun skrautfiska í búrum.
Við vorum þrautþjálfaðir sem
grjót- og snjókúlukastarar og
við Mummi ræddum það í seinni
tíð að við sæjum eftir sumu sem
við aðhöfðumst í strákapörum
okkar.
Sælustu stundir í minning-
unni eru endalausar bryggju-
göngur um hina stóru síldar-
höfn veturinn ’64-’65. Þá
kynntumst við Bítlunum. Engir
í götunni áttu plötuspilara nema
Hinrik Tór og hjá honum feng-
um við að taka upp nýjustu
plötuna, Beatles for sale, á
ferðasegulbandstæki sem
Mummi hafði eignast. Og hvern
dag eftir skóla og um helgar
fórum við sama rúntinn um
bryggjurnar og þessa yndislegu
músík sem litaði alla okkar til-
veru.
Tíminn leið og margt varð til
þess að við fjarlægðumst í viss-
um skilningi þótt stutt væri allt-
af á milli í litlum firði. Líf
Mumma var tileinkað fótbolt-
anum - á unga aldri var hann
meðal þeirra alefnilegustu í
boltanum, hætti snemma en var
alla tíð einstaklega áhugasamur
um þessa frábæru íþrótt. Og
fyrir óbilandi elju við að leggja
henni lið varð hann vinsæll
meðal margra kynslóða sigl-
firskra drengja. Þannig minnast
flestir Mumma, þessa hægláta
einfara.
Nú þegar Mummi er dáinn
hugsa ég um það, eins og svo
oft áður, hve ég vildi hafa sýnt
þessum gamla félaga mínum
meiri ræktarsemi.
Örlygur (Ölli).
Guðmundur
Marinó Þorgeirsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJÖRGVIN RUNÓLFSSON
bóndi á Dvergasteini,
Lindasíðu 2, Akureyri,
lést sunnudaginn 19. september
á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju
mánudaginn 4. október klukkan 13.
Benedikt Björgvinsson
Vilborg Björgvinsdóttir Davíð Stefánsson
Jón Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN STURLUSON
rafvirkjameistari,
Sléttuvegi 21,
lést mánudaginn 27. september.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurbjörg Björnsdóttir
Svanhildur Jónsdóttir
Eyrún Jónsdóttir Kristján Jóhannesson
Sturla Jónsson
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVAVAR GUÐMUNDSSON,
Norðurbakka 13c, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 12. september á
Landspítalanum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Margrét Svavarsdóttir Guðríður Svavarsdóttir
Guðbjörn Svavarsson Anna Maren Svavarsdóttir
Daníel Svavarsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI SIGURÐSSON
bifreiðarstjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
laugardaginn 18. september.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk Árna.
Anna Guðmundsdóttir
Una Árnadóttir Jóngeir Eyrbekk Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir Andri Árnason
Guðmunda Árnadóttir Ólafur Ellertsson
afa- og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 28. september.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 8. október klukkan 12.
Guðmundur H. Pétursson
Magnús B. Sveinsson Inga María Magnúsdóttir
Ingólfur Kr. Guðmundsson Diana Espinosa
Ragnar Már Guðmundsson Jóna Margrét Jónsdóttir
og barnabörn
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr
að andlátum og útförum. Þar eru birtar
andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
sem eru aðgengilegar öllum en auk þess
geta áskrifendur lesið minningargreinar
á vefnum.
" 1+.&*0 +4 (/ ,&&( *!!3%)#&-(4 *0
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar
*!!3%)#&-(4 '23(/(4 (/)2(&$+&$*0
við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát