Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á stórri rútu var stigið á olíugjöfina, ekið á þéttum hraða og svo slegið á heml- ana svo ískraði í bremsum rútunnar stóru. Svona var gangurinn á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð á dögunum þegar at- vinnubílstjórar tóku akstursæfingar, sem voru hluti af endurmenntun sem fólki í stéttinni ber nú að afla sér. Slíkt er samkvæmt Evrópureglum sem kveða á um að bílstjórar sæki sér námskeið til þjálfunar á minnst fimm ára frest. „Inntak þessarar þjálfunar er að bílstjórar geti ekið við erfiðar að- stæður án þess að stofna sér eða far- þegum í hættu. Geti metið aðstæður rétt, læri á eðlisfræði bílsins og hvað hægt er að gera í þröngri stöðu,“ seg- ir Guðni Sveinn Theodórsson hjá Ökulandi á Selfossi. Á vegum skólans hafa námskeið til endurmenntunar verið haldin um langt árabil og þau eru bæði verkleg og á bókina. Fræðin hafa síðustu misseri verið tekin í fjar- kennslu, en meðal atriða sem þar eru kennd eru umferðarreglur, öryggis- mál, farþegafræði, vistakstur, farm- hleðsla og svo mætti áfram telja. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem verklegur hluti námsins er kenndur hér á landi og slíkt eru tímamót. Verklegar æfingar eru mjög mikilvægar „Verklegar æfingar í þessari endurmenntun eru mjög mikil- vægar,“ segir Guðni Sveinn. „Síðustu árin, eða alveg frá 2015, höfum við hjá Ökulandi farið reglulega með nemendum okkar til Þýskalands, þar sem námskeið í akstri með áherslu á neyðarviðbrögð hafa verið haldin í samvinnu við framleiðendur Merce- des Benz. Sjálfsagt eru þetta orðnir um 1.000 nemendur sem ég hef farið með utan á síðustu sex árum. Fyrir þessar Þýskalandsferðir tók í far- aldrinum, en nú erum við að fara af stað að nýju, bæði með ferðir til Þýskalands og einnig námskeið hér heima. Tólf eru í hverjum hópi og að þessu sinni rúlla hér tveir slíkir í gegn. Þrautreyndur þjálfari frá Þýskalandi, Uwe Beyer, starfar með okkur og hér hafa verið tekin atriði eins og þröngar beygjur, svigakstur, bakkæfingar og nauðhemlun.“ Mikilvægt að vera vel með á nótunum Aðstaðan til akstursæfinga í Kapelluhrauni er góð, byggð upp af Kvartmíluklúbbnum og Ökuskóla 3. „Endurmenntun og þjálfun eru atvinnubílstjórum mikilvæg, eins og öllum öðrum stéttum. Ég tel að al- menn sátt hafi náðst um mikilvægi þessara námskeiða og fækkun slysa í umferðinni segir vel hve mikilvæg þau eru,“ segir Guðni Sveinn sem minnir á að umferðarlög og -reglur séu í sífelldri þróun og ný atriði að koma inn. Sama megi segja um bíl- ana sem verði æ fullkomnari. Mikil- vægt sé því fyrir atvinnubílstjóra að vera vel með á nótunum og sækja endurmenntun, þar sem skyndihjálp er meðal kennslugreina. Almennt sé mælst til þess að fólk rifji helstu at- riði hjálpar í viðlögum upp með reglulegu millibili og slíkt eigi ekki síst við um bílstjóra og fólk sem er mikið úti í umferðinni þar sem slysin verða oft. „Á ári fer mikill fjöldi í gegnum endurmenntunarnámskeið atvinnu- bílstjóra hjá okkur í Ökulandi. Þá brautskráum við stóran hóp á ári hverju sem tekur meiraprófsnám- skeið og -próf. Þetta er nokkurra vikna törn, en námið veitir fólki líka atvinnuréttindi og mikla möguleika,“ segir Guðni að síðustu. Ekið er hratt og bremsað í botn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ökuþórar Guðni Sveinn Theódórsson, lengst til vinstri, og Uwe Beyer þjálfari við hlið hans. Í nemendahópnum sem hér sést voru meðal annars menn úr liði Kynnisferða sem nokkrir eru af erlendum uppruna. Ánægja er með hvernig til tókst, en þarna fékk fólk að kynnast afar krefjandi aðstæðum í akstri. Hemlað Strætisvagninum ekið hratt og svo var neglt niður á punktinum. Verkleg endurmenntun atvinnubílstjóra fer nú í fyrsta sinn fram á Íslandi. Rútur voru teknar til kostanna á kvartmílubrautinni við Hafn- arfjörð, en einnig er farið í bókleg fræði. Farþegafræði, vistakstur og farmhleðsla eru fögin. Meiraprófið veitir fólki mikla möguleika. Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og til- veran breytist snögglega. Þetta eru áherslumál Bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélags Íslands sem er tileinkað baráttunni gegn krabba- meinum meðal kvenna. Verum til er slagorð verkefnisins að þessu sinni. Á Íslandi greinast árlega að meðal- tali um 850 konur með krabbamein og 300 konur að meðaltali deyja af völdum sjúkdómsins. Batahorfur eru hins vegar allgóðar, samanber að í dag eru 9.000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein. Fækka tilfellum og auka lífs- gæði sjúklinga og aðstandenda Bleika slaufan er hönnuð af Hlín Reykdal skartgripahönnuði. Slaufan góða kostar 2.900 krónur og er seld á vefsetrinu bleikaslaufan.is og víðar. Að vanda verður spariútgáfa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upp- lagi. Allur ágóði af sölu slaufunnar þetta árið rennur til fjölbreyttrar starfsemi Krabbameinsfélagsins. Starfsemin felst meðal annars í ókeypis ráðgjöf og stuðningi fyrir þá sem veikjast og aðstandendur þeirra, fræðslu og forvörnum, krabbameins- rannsóknum og hagsmunagæslu. Allt starfið miðar að því að fækka nýjum tilfellum krabbameina, fækka dauðs- föllum af völdum þeirra og að auka lífsgæði þeirra sem veikjast sem og aðstandenda þeirra. Einn af hverjum þremur Íslend- ingum má búast við að greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Með hækk- andi aldri þjóðarinnar fer krabba- meinstilvikum mjög fjölgandi og bú- ist er við 28% fjölgun þeirra á næstu 15 árum. Sem betur fer fer dánartíðni lækkandi þrátt fyrir aukið nýgengi. Fjölgun krabbameina og lifenda fylgir ört vaxandi þörf fyrir þjónustu og stuðning við þá sem hafa greinst og aðstandendur þeirra, segir í til- kynningu, bæði meðan á veikindum stendur og þegar þau eru yfirstaðin. Verum til er slagorð Bleiku slaufunnar 2021 Vekja athygli á brjóstakrabba- meini í bleika mánuðinum Skart Bleika slaufan og viðburðir henni tengdir lifa í minni þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.