Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 H: 35 cm Verð 169.000,- H: 50 cm Verð 229.000,- H: 70 cm Verð 329.000,- Atollo Vico Magistretti 1977 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is LÝSTU UPP skammdegið „VEL GERT, PÉTUR. SJÁUMST BARA NÆST.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að fá sér búbblur saman. ÉG ER HÆTTUR AÐ HORFA Á ÞIG BÍDDU! HVERS KONAR LÍF YRÐI ÞAÐ? HRÓLFUROG MENN HANS ERU MJÖG VANDLÁTIR! ÞEIR TÓKU BESTA DÓTIÐ OG SKILDU HITT EFTIR! RÉTT HJÁ ÞÉR … ÞEIR SKILDU EFTIR ALLA VONDU SÚKKULAÐIMOLANA! „ÉG SÆTTI MIG VIÐ AÐSTÆÐURNAR SEM ÉG ER Í EN INNRA MEÐ MÉR ER HORRENGLA SEM ÞRÁIR AÐ BRJÓTAST ÚT.“ á bryggjuna. Börnunum var smalað upp á pall og keyrð hvert á sinn bæ og voru þar með öll lent í tveggja vikna sóttkví. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar var Laufey Garðarsdóttir, f. 24.1. 1935, d. 23.10. 2012, húsmóðir og verslunarmaður. Hún var dóttir hjónanna Garðars Júl- íussonar, f. 20.6. 1901, d. 20.2. 1986, verkamanns og sjómanns, og Sigur- veigar Jónsdóttur, f. 15.9. 1901, d. 19.6. 1989, húsfreyju og organista, en þau bjuggu á Felli í Glerárþorpi. Börn Sigurðar og Laufeyjar eru: 1) Sigríður, f. 11.10. 1955, bókasafns- og upplýsingafræðingur, og er sambýlis- maður hennar Sveinn Helgi Sverris- son; 2) Laufey Sigurlaug, bókari og svæðanuddari, f. 26.11. 1958; 3) Sig- urður Árni, f. 14.3. 1963, myndlistar- maður. Maki: Guðrún Hálfdanar- dóttir, blaðamaður/dagskrárgerðarmaður; 4) Elín Sigurveig, f. 5.6. 1970, fram- kvæmdastjóri. Maki: Hallgrímur Magnússon byggingartæknifræð- ingur. Barnabörn og barna- barnabörn eru 12 . Bræður Sigurðar eru: Ari Jóhann- esson, f. 26.6. 1926, d. 2010, póst- rekstrarstjóri hjá Pósti og síma í Reykjavík. Maki: Anna Ragnheiður Einarsdóttir, skilin; Sverrir Jóhann- esson, f. 11.7. 1928, d. 2009, yfirlækn- ir í Kungälv í Svíþjóð. Maki: Christina Gunilla Liewendahl, hjúkrunarfræðingur; Gunnar Hauk- ur Jóhannesson, f. 4.6. 1944, verk- fræðingur. Maki: Þóra Sigurðar- dóttir hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Sigurðar voru Jóhann- es Jónsson, f. 7.12. 1890 í Hafrafells- tungu í Öxarfirði, d. 11.2. 1972, kaup- maður á Akureyri, og Sigrún Sigvaldadóttir, f. 31.10. 1900 í Byrgi í Kelduhverfi, d. 24.1. 1975, húsfreyja. Sigurður Jóhannesson Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Krossavíkurseli, frá Fjöllum í Kelduhverfi Jósef Benjamínsson síðast bóndi í Krossavíkurseli í Þistilfirði, frá Kollavíkurseli Sigurlaug Jósefsdóttir húsfreyja á Gilsbakka Sigvaldi Eliseus Sigurgeirsson síðast bóndi á Gilsbakka í Öxarfirði Sigrún Sigvaldadóttir húsfreyja á Akureyri Kristín Jónsdóttir síðast húsfreyja á Hóli í Kelduhverfi, f. í Kelduhverfi Sigurgeir Kristjánsson síðast bóndi á Hóli í Kelduhverfi, f. í Húsavíkursókn Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja á Völlum, f. í Brekknakoti Gunnar Rafnsson bóndi á Völlum í Þistilfirði, f. á Grjótnesi á Melrakkasléttu Rósa Gunnarsdóttir húsfreyja og ljósmóðir í Öxarfirði Jón Sigvaldason bóndi í Klifshaga og á Þverá í Öxarfirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hafrafellstungu, frá Grímsstöðum á Hólsfjöllum Sigvaldi Sigurður Eiríksson bóndi í Hafrafellstungu í Öxarfirði, frá Hafrafellstungu Ætt Sigurðar Jóhannessonar Jóhannes Jónsson kaupmaður á Akureyri Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þessi er um borð í bát. Býsna langur tími. Fólk, er sér hann, fer með gát. Fljót á miklu stími. Eysteinn Pétursson svarar og segir að þetta verði að vera svona: Ár er þörf um borð í bát. Býsna langt er þetta ár. Sjá‘ eg ár, kemur á mig fát. Við ánum tekur djúpur sjár. „Þá er það lausnin,“ segir Helgi R. Einarsson: Allir þekkja árabát. Með árum varð ég grár. Ár er fjandi, far með gát. Fljót er sama’ og ár. Og síðan bætir Helgi við: „Fyrst orðið ár er á dagskrá flýtur þessi með“: Hófst hann fyrir óralöngu aldurinn, að breyta’ onum í gleðigöngu er galdurinn. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Einatt höfum ár í bát. Ár er langur tími. Á ár við höfum ávallt gát. Ár hér fljót á stími. Þá er limra: Úr fjallinu fellur skriða, forseti biður sér griða, hart er í ári og allt í fári, eldgos, covid og riða. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Sólin gægist gluggann á, greitt má hafa mig á stjá, lengur ekki gefast grið, gátan þolir enga bið: Góður þykir gripur sá. Gjarnan hérað nefna má. Tengjast karl og kona þá. Kynjum jafnan finnast á. Helgi lét þessa limru fylgja lausn sinni á gátunni. „Bati“ heitir hún: Í fyrstu fór’ ann hjá sér er Fríða upp í brá sér, en eitthvað fann því aftur hann var enga stund að ná sér. Tryggvi H. Kvaran orti: Gulls hjá niftum ungum er Ari sviptur vonum, hefur skipti og hallar sér helst að giftum konum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bágt er að róa einni ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.