Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
✝
Birgir Fannar
Gunnlaugsson
var fæddur á Pat-
reksfirði 15. desem-
ber 1992. Hann lést
af slysförum 21.
september 2021.
Foreldrar hans
eru Þóra María
Matthíasdóttir,
fædd 17. nóvember
1963, og Gunn-
laugur Emilsson,
fæddur 8. október 1956.
Systkini Birgis Fannars sam-
mæðra eru Matthías Leó Árna-
son, fæddur 28. janúar 1988, syn-
ir Matthíasar Leós eru Reynir
Máni og Árni
Steinn, Svanur
Snær Jökulsson,
fæddur 26. apríl
2000 og Guðbjörg J.
Esther Jökulsdóttir,
fædd 21. desember
2001.
Systkin Birgis
Fannars samfeðra
eru Emil Gunn-
laugsson, fæddur
30. maí 1996, og
Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir,
fædd 7. október 1998.
Útför Birgis Fannars fer fram
frá Bíldudalskirkju 2. október
2021 kl. 14.
Ég hefði aldrei trúað því að
ég myndi setjast niður og skrifa
þessa kveðju. Hvernig er hægt
að kveðja besta vin sinn, sem
hefur verið til staðar um árarað-
ir. Ungan vin sem átti allt lífið
framundan. Afneitun, reiði og
sorg skiptast á að vera ráðandi
og það er svo erfitt að koma orð-
um að því hvernig á að kveðja
svona skyndilega.
Það var í gegnum tölvuleik
sem við kynntumst, svo hittumst
við stuttu seinna á Bíladögum á
Akureyri. Það var eitthvað við
þennan lífsglaða strák og við
náðum rosalega vel saman og
vinskapurinn varð strax mjög
góður. Við eyddum miklum tíma
í gegnum árin við að skemmta
okkur og ræða um allt milli him-
ins og jarðar, enda var Birgir
sannur trúnaðarvinur. Hann var
alltaf hann sjálfur og hafði húm-
or fyrir sér og öðrum og honum
var fátt heilagt þegar kom að
gríninu.
Eftir að ég settist að í bænum
var Birgir tíður gestur á heim-
ilinu. Hann kom reglulega í mat
og varð alltaf jafn vandræðaleg-
ur í kringum börnin á heimilinu
og sérstaklega þegar hann var
spurður um eitthvað svakalegt,
eins og líkamann. Eitt sinn þeg-
ar Birgir var nýfarinn, horfði
fjögurra ára sonur minn aðdáun-
araugum á eftir honum og
spurði mig hvort Birgir væri
ekki rosalega töff. Enda var
hann alltaf í miklu uppáhaldi hjá
börnunum.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa eytt mánudagskvöldinu
með þér áður en þú kvaddir. Að
fá að eyða tíma með þér, þó mig
hefði aldrei grunað að þetta væri
í síðasta skipti sem ég sæi þig.
Ég stend eftir og velti fyrir mér
af hverju lífið er svona ósann-
gjarnt. Það er erfitt að hugsa sér
heiminn án þín og að geta ekki
leitað til þín. Sárið sem þú skilur
eftir, það er svo stórt og tilfinn-
ingin er að það muni aldrei gróa.
Hvíl í friði, elsku vinur. Þín
verður sárt saknað.
Viktor Kristinn.
Birgir Fannar
Gunnlaugsson
Fundum okkar
Jóns Sigurðssonar
bar fyrst saman í
Háskólanum í Reykjavík þar
sem við störfuðum við viðskipta-
deild skólans. Góðmennskan og
glettnin skein úr augum þessa
yfirvegaða nýja kollega og ekki
leið á löngu þar til við fundum
út sameiginlegt áhugamál,
Borgarfjörðinn. Við unnum
saman á róstursömum tíma í ís-
lensku þjóðfélagi og því var ró-
andi að eiga samræður um Bif-
rastarævintýrið og
Jónasarskólann, stórmerkilega
bók Jóns sem ég vissi ekki þá að
ég ætti eftir að lesa spjaldanna
á milli. Háskólinn í Reykjavík
var ung stofnun í þá daga og
starfsmenn allir mun yngri en
Jón. Fannst mér sem nærvera
hans gæddi viðskiptadeildina
menningarlegri festu.
Háskólinn á Bifröst á Jóni
mikið að þakka. Hann var sá
sem lagði grunn að því að leiða
skólann upp á háskólastig en
Jón Sigurðsson
✝
Jón Sigurðsson
fæddist 23.
ágúst 1946. Hann
lést 10. september
2021.
Útför Jóns Sig-
urðssonar fór fram
24. september
2021.
hann stýrði skólan-
um frá árinu 1981
til 1991. Þannig
breyttist Sam-
vinnuskólinn sem
var deild innan
Sambands ís-
lenskra samvinnu-
félaga í sjálfseigna-
stofnun árið 1990
og tók til starfa á
háskólastigi sem
Samvinnuháskólinn
á Bifröst. Árið 1994 fékk skólinn
leyfi menntamálaráðuneytisins
til að brautskrá námsmenn í
rekstrarfræðum. Var það enn
einn liður í sögu skólans sem
ávallt hefur einkennst af því að
laga sig stöðugt að menntaþörf-
um landsmanna hverju sinni.
Enn á ný bar fundum okkar
Jóns saman þegar við hittumst í
vetur sem leið á göngu í Jafn-
askarðsskógi. Við ræddum um
skólann, gönguparadísina Bif-
röst, fegurðina í Norðurárdaln-
um og dásemdina sem fylgir því
að búa hér. Auðvitað ætlaði
hann að koma í kaffi, kaffibolla
sem aldrei var drukkinn.
Háskólinn á Bifröst vottar
Sigrúnu Jóhannesdóttur eigin-
konu Jóns og afkomendum
þeirra samúð sína. Blessuð sé
minning um góðan mann.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík,
rektor Háskólans á Bifröst.
✝
Ólafur Arnar
Ólafsson, Óli
stormur, fæddist á
Ísafirði 4. sept-
ember 1940. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Akranesi 14.
ágúst 2021.
Foreldrar hans
voru Ólafur Bjarni
Ólafsson vélstjóri,
f. 27. mars 1911, d.
9. ágúst 1979, og
María Þorbjörg Maríasdóttir, f.
17. maí 1914, d. 4. október 1989.
Alsystur Ólafs eru Þorbjörg
Jenny Ólafsdóttir, f. 4. ágúst
1945 og Þórdís Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 29. september 1943.
Sammæðra systur Ólafs eru
Þórdís Sigríður Jóhanna Helga-
dóttir, f. 31. desember 1933, d.
25. desember 1940, og María
Júlía Helgadóttir, f. 25. júní
1935.
Ólafur var kvæntur Guðnýju
Sigurðardóttur, f. 23. september
1943, d. 22. janúar 2021, og átti
með henni tvo syni: 1) Ólafur
Björn Ólafsson, f. 1. október
1973, kvæntur Jolanta M. Glaz
og eiga þau tvær dætur. 2) Þor-
steinn Bjarki Ólafsson, f. 27.
september 1974, kvæntur Ta-
tiana Malai og eiga þau tvær
dætur.
Ólafur gekk í föðurstað þrem-
ur sonum Guðnýjar af fyrra
hjónabandi: Bent Christian Rus-
sel, f. 8. maí 1964, í sambúð með
Helgu Ingibjörgu Reynisdóttur.
Rúnar Russel, f. 21. júní 1965,
kvæntur Tuti Rus-
laini. Frank Russel,
f. 11. desember
1966.
Ólafur var nokk-
ur ár sjómaður,
byrjaði 1951. Fyrst
lögskráður háseti
1957. Lauk prófi
frá Stýrimanna-
skólanum í Reykja-
vík 1961, lög-
skráður stýrimaður
1961. Skipstjóri hjá eigin útgerð
1962. Hætti útgerð 1966. Þá
stýrimaður og skipstjóri. Fór í
sex mánuði til King school of
English, Bournemouth, Suður-
Englandi, 1970 við enskunám.
Hætti sem skipstjóri 1971, út-
skrifaðist frá Lögregluskóla rík-
isins sama ár og byrjaði þá sem
lögregluþjónn í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu. Framhalds-
nám hjá Lögregluskóla ríkisins
1975.
Hann fór svo aftur á sjóinn
sem stýrimaður á nokkrum
skipum þar til hann hóf næst
störf í lögreglunni á Ísafirði
1985. Hann flutti sig svo til í
starfi 1988 er hann gerðist aftur
lögregluþjónn og síðar varð-
stjóri í lögreglunni á Snæfells-
nesi. Hann kláraði starfsævina í
Stykkishólmi er hann lét af
störfum sem aðstoðarvarðstjóri
í lögreglunni á Snæfellsnesi
undir lok september 2005, þá
fullra 65 ára.
Útför Ólafs fór fram 13. sept-
ember 2021.
Elsku bróðir, nú ertu farinn en
eftir lifa margar góðar minningar.
Við vorum náin allt okkar líf, héld-
um alltaf sambandi við hvort ann-
að. Við fórum oft í margar ferðir
um landið okkar og einnig ferð-
uðumst við saman til útlanda. Allt
skemmtilegar og ævintýralegar
minningar sem gott er að eiga.
Börnin mín minnast frænda
síns sem alltaf tók vel á móti þeim
og það var alltaf gaman að heim-
sækja frænda sinn hann var fullur
af fróðleik og skemmtilegum sög-
um einnig var alltaf fullt af góðum
mat og öðru góðgæti í boði fyrir
þau.
Ég vil minnast þín í fáum orð-
um, þú varst góður lögreglumað-
ur sem fannst til með þeim sem
minna máttu sín en sást alltaf til
að lögum væri framfylgt sama
hvort það voru háir eða lágir sem
áttu í hlut. Einnig gat ég alltaf
leitað til þín ef ég þurfti á stuðn-
ingi eða aðstoð að halda.
Einnig muna börn mín heil-
ræði frænda síns og visku. Eft-
irlifandi sonum, tengdadætrum
og barnabörnum sendum við
börn mín innilegar samúðar-
kveðjur.
Þórdís Ingibjörg
Ólafsdóttir.
Ólafur Arnar
Ólafsson
Í dag kveðjum
við Kristján hennar
Völu móðursystur.
Mamma mín talaði alltaf um
að mágur hennar væri kletturinn
í fjölskyldunni og ég held að við
öll sem vorum svo lánsöm að
þekkja Kristján getum verið
sammála þar um.
Fyrir mér voru Vala og Krist-
ján eins og aukasett af foreldr-
um. Ég var ekki gömul, rétt níu
mánaða, þegar ég var fyrst sett í
pössun í Skerjó og eftir það var
ég alla tíð umvafin kærleika og
ást.
Kristján var eiginlega eins og
ofurhetja. Hann boxaði, kafaði,
var skipstjóri á Goðanum og um
borð var tíkin Trýna! Einhvern
veginn virtist ekkert koma hon-
um úr jafnvægi, ekki einu sinni
þegar hann var að bora í stof-
unni í Skerjó, borinn rann til og
stakkst í brjóstið á honum og
það kom sjúkrabíll og við Ellý
Kristján
Sveinsson
✝
Kristján
Sveinsson
fæddist 11. desem-
ber 1933. Hann lést
15. september
2021.
Útför hans fór
fram 29. september
2021.
hlupum öskrandi af
hræðslu út í garð.
Alltaf rólegur og yf-
irvegaður.
Systurnar voru
alla tíð mjög örlátar
á pabba sinn og
leyfðu frænkunni úr
Hafnarfirði að eiga
hlut í honum. Fyrir
það er ég svo ósköp
þakklát.
Börnin mín
fengu sömuleiðis að njóta kær-
leika og umhyggju Kristjáns.
Hann fylgdist vel með hvað þau
voru að gera í lífinu og skrifaði
reglulega fallegar kveðjur til
þeirra á fésbókinni.
Elsku Vala mín, Sigga,
Böggý, Ellý og Kata. Megi allt
gott og fallegt umvefja ykkur og
styrkja. Minningar um góðan
mann lifa.
Takk elsku Kristján fyrir að
vera hluti af lífi mínu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Delia Kristín Howser
(Stína).
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
RÚNAR MÁR VAGNSSON
frá Patreksfirði,
Álfaskeiði 34, Hafnarfirði,
andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn
12. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakotsspítala,
deild L4, fyrir frábæra umönnun.
Elke Stahmer
Kristján Rúnarsson
Katrín Smith Craig Smith
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIGERÐUR MARGRÉT
GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Miðtúni,
lést á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli 26. september.
Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli,
laugardaginn 9. október klukkan 13.
Aðstandendur
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR GUNNARSSONAR
frá Steinsstöðum, Akranesi.
Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýhug og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Pétur Sigurðsson Kolbrún Gunnarsdóttir
Runólfur Þór Sigurðsson Soffía Örlygsdóttir
Guðmundur Gísli Sigurðsson Kristín Guðrún Jónsdóttir
Sigmundur Garðar Sigurðs. Guðríður Guðmundsdóttir
Sigurlín Margrét Sigurðard. Magnús Sverrisson
Helga Sigurðardóttir Halldór Karlsson
Guðráður Gunnar Sigurðs. Ása Lindal Hinriksdóttir
afabörnin og langafabörnin
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ROBERT JACOB KLUVERS,
Hófgerði 17,
Kópavogi,
lést á heimili sínu 24. september.
Útför verður föstudaginn 8. október
klukkan 14 frá Safnaðarheimilinu Borgum
við Kópavogskirkju.
Rannveig J. Jónasdóttir
Helga Elín Robertsdóttir Kluvers
Katla Rut Robertsdóttir Kluvers
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNS ÞORSTEINSSONAR
húsasmíðameistara,
Efstagerði 10, Reyðarfirði.
Edda Gísladóttir
Anna Elín Jóhannsdóttir Hákon Ásgrímsson
Guðrún H. Jóhannsd. Covert Tait Dylan Covert
Sonja Björk Jóhannsdóttir Björgvin Karl Gunnarsson
og barnabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744