Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 VIÐTAL Ari Páll Karlsson ari@mbl.is „Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leikið margan grátt en enga atvinnu- grein jafn illa og ferðaþjónustu,“ seg- ir Rósbjörg Jónsdóttir, einn af for- svarsmönnum alþjóðlegu ráðstefnunnar What Works sem haldin verður 14. október nk. í fimmta sinn, nú í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Að þessu sinni er kastljósinu beint að einni atvinnugrein, ferðaþjónust- unni og því sem er að gerast í grein- inni víðsvegar um heim. „Áhrif heimsfaraldursins hafa varpað skýru ljósi á að ferðaþjón- ustan er ekki einungis mikilvæg í efnahagslegu tilliti, heldur er hún drifkraftur framfara víðsvegar um heim. Ráðstefnan er á vegum Social Progress Imperative-stofnunarinnar (SPI) og fyrirtækisins Cognitio, full- trúa hennar hér á landi. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og af þeim sökum er sjónum beint að ferðaþjónustunni. Fjöldi stuðnings- aðila kemur að ráðstefnunni. Má þar helst nefna forsætisráðuneytið, World Travel and Tourism Council, Ferðamálastofu, Icelandair, Lands- bankann, Markaðsstofu Reykjaness, Háskóla Íslands, Kadeco, Lands- virkjun, Viðskiptaráð og Iceland Monitor. Það sem virkar Líkt og áður verður á ráðstefnunni horft til þeirra þátta sem virka þegar samfélög eru byggð upp og „hvernig er hægt að skapa fólki tækifæri til að lifa því lífi sem það kýs að lifa“, að sögn Rósbjargar. „Hvaða áhrif hefur ferðaþjónustan á félagslegar framfar- ir? Hún hefur meðal annars umtals- verð áhrif á uppbyggingu innviða, skapar tækifæri fyrir alla, þar sem fjölbreytileikinn er til staðar og er at- vinnuskapandi,“ segir Rósbjörg og bætir við: „Ferðaþjónustan er og verður drifkraftur, drifin áfram af fólki fyrir fólk sem sækist eftir ein- stakri upplifun og framúrskarandi þjónustu. Það er því mikilvægt að ígrunda hvernig framkvæma má slíka upplifun með þætti sjálfbærni að leið- arljósi.“ What Works Tourism-ráðstefnan mun horfa á áhrif ferðaþjónustunnar í alþjóðlegu samhengi þar sem verða fyrirlestrar, samtöl sérfræðinga og vinnustofur. Lagðar verða fram til- lögur að úrlausnum og leiðum til árangurs. „Og við eigum von á frábærum fyr- irlesurum frá mörgum heims- hornum,“ segir Rósbjörg, og nefnir þar Kostaríka og Bordeaux í Frakk- landi. „Hvað gerði Kostaríka til að halda stöðu sinni sem eitt sjálfbær- asta ríki heims? Hvaða leiðir hafa verið farnar í Bordeaux til að tryggja ábyrga ferðaþjónustu í samfélaginu? Hverju þurfum við sjálf að breyta ef við ætlum að byggja upp seiglu gegn þeim áföllum sem munu ríða yfir heiminn?“ Enginn verði skilinn eftir Rósbjörg segir Íslendinga mjög heppna þar sem þeir búi í góðu sam- félagi. „Við þurfum að hlúa vel að því. Við þurfum að standa vörð um það og nýta náttúruna okkar með ábyrgð að leiðarljósi. Við verðum, líkt og heims- markmiðin segja okkur, að gæta að því enginn sé skilinn eftir. Mikilvægi þess að allir hafi aðstöðu til grunn- þarfa, öryggismála og húsnæðismála svo eitthvað sé nefnt.“ Þá hafi ferðaþjónustan skapað eitt af hverjum tíu störfum í heiminum á árunum 2010 til 2020 og árið 2019, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, hafi hlutur greinarinnar af lands- framleiðslu heimsins verið um 10,3 prósent. Þessi umsvif hafi vaxið einnig hér- lendis, líkt og mörgum landsmönnum er kunnugt. „Við þurfum nú að spyrja okkur hvort við viljum fara á sama stað aftur. Við munum vilja halda áfram ferðast og þá skiptir miklu máli að hugsa, með ábyrgum hætti, hvaða leiðir eru bestar? Hvað er hægt að læra af þeim sem ná bestum árangri? Við viljum skoða hvað virkar og sjá hvort við getum ekki nýtt eitthvað af þessari þekkingu og heimfært hana.“ Rósbjörg segir aðra þætti einnig munu koma til tals á ráðstefnunni. „Áskoranir greinarinnar eru miklar og margvíslegar. Bæði með tilliti til umhverfissjónarmiða, tækniþróunar og mikilvægis þess að vinna með nærsamfélagi. Hér erum við að tala bæði um sóknarfæri og ógnanir. Við horfumst í augu við að við þurfum að sýna efnahagslegan ávinning, við þurfum að tryggja félagslegar fram- farir og við þurfum að gæta þess að ganga ekki á auðlindir náttúrunnar með óábyrgum hætti,“ segir hún og bætir við að grundvallarhegðun allra sé að sýna virðingu gagnvart um- hverfinu, réttindum einstaklingsins og heilsunni. „Við munum ræða mikilvægi þess að við vinnum öll saman að því sem koma skal. Samvinna og samstarf hefur aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt í dag. Þetta er ábyggilega ekki eini heimsfaraldurinn sem ferða- þjónustan og aðrar atvinnugreinar munu þurfa að takast á við en við höf- um lært heilmikið, þurfum að nýta þá reynslu og við þurfum að vera viðbúin því að takast á við áföll í framtíðinni,“ segir Rósbjörg. Hvað virkar í ferðaþjónustu? - What Works-ráðstefnan haldin 14. október - Í fyrsta skipti er sjónum beint að einni atvinnugrein - Ferðaþjónustan snertir á flestu innan samfélaga - Félagsleg áhrif ekki síður en efnahagsleg Morgunblaðið/Eggert Ráðgjafi Rósbjörg Jónsdóttir hjá Cognitio og SPI á Íslandi stendur að ráðstefnunni ásamt fleiri aðilum. What Works-ráðstefnan í Reykjanesbæ skartar fjölda áhugaverðra fyrirlesara. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjónin sjálf, ávarpa ráðstefnuna og þá verð- ur Gustavo Sancho, ferða- málaráðherra Kostaríka, með erindi. Þá er Ásta Kristín Sigur- jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans, ein af meginfyr- irlesurum ráðstefnunnar. Í fyrra var ráðstefnan aðeins í netheimum í ljósi aðstæðna en nú verður hún bæði í net- og raunheimum. Rósbjörg fagnar því að það sé hægt að nýju. Fjöldi fróð- legra erinda RÁÐSTEFNA 14. OKTÓBER Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Fallegur viskós/kasmír trefill fylgir öllum keyptum yfirhöfnum í dag Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Fjölbreytt úrval af vetrar- yfirhöfnum TRAUST Í 80 ÁR Isavia hefur óskað eftir tilboðum í við- bætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Útboðslýsing hef- ur verið gefin út á útboðsvef Isavia. Tilboð verða opnuð 1. nóvember nk. Þetta er í annað sinn sem verkefnið er boðið út. Þá barst aðeins eitt tilboð í verkið. Því var hafnað þar sem það reyndist talsvert yfir kostnaðaráætl- un, segir í tilkynningu Isavia. Verkefnið felur í sér viðbyggingu við núverandi flugstöð og breytingu á núverandi húsnæði flugstöðvarinnar og nánasta umhverfi. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia – innanlandsflugvalla, segir verkefnið umfangsmikið. Um er að ræða 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina. Heildarstærð flugstöðv- arinnar að verki loknu verður 2.700 fermetrar. Sigrún segir að þar verði góð aðstaða fyrir toll og lögreglu og fríhöfn, auk veitingastaðar. Á verkinu að vera lokið síðsumars 2023 en skóflustunga að viðbyggingu var tek- in í júní sl. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stækkun Farið verður í útboð á stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri. Stækkun flugstöðv- ar í annað útboð Versti maður í heimi byrjaði Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær um kvikmyndahátíðina RIFF að byrjað hefði verið á frumsýningu myndarinnar Blondie: Að lifa í Havana. Hið rétta er að fyrsta myndin var Versti maður í heimi, eftir Joachim Trier. Beðist er vel- virðingar á þessu. Myndin um hljómsveitina Blondie verður sýnd á RIFF í dag þar sem söngvari sveitarinnar, Debbie Harry, ræðir við sérfræðinga og áhorf- endur að sýningu lokinni. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.