Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 MEÐ DINNU OG HELGA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót! Við erum með vikulegt beint flug til Ítalíu þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Dinna og Helgi eru hokin af skíðareynslu og hafa marga skíðafjöruna sopið enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur VERÐ FRÁ:129.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Jarðskjálfti upp á 3,8 stig reið yfir suðvesturhornið í hádeginu í gær. Skjálftinn átti upptök sín á 5,8 km dýpi. Fjöldi annarra skjálfta reið yfir svæðið í gær og allir áttu upp- tök sín í grennd við Keili. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands bárust stofnuninni margar tilkynningar um skjálftann. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og alla leið upp á Akranes. Alls hafa átta skjálftar af stærð 3 eða stærri mælst síðan skjálftahrina hófst suðvestur af Keili 27. september. Í fyrrinótt fannst einnig snarpur jarðskjálfti af stærð 3,6 í grennd við Keili. Þessi skjálftahrina á upp- tök sín á sama stað og þeir skjálft- ar sem riðu hér yfir áður en eld- gosið í Fagradalsfjalli hófst. Náttúruvársérfræðingur Veður- stofu Íslands telur að skjálftarnir eigi upptök sín yfir þeim kviku- gangi sem myndaðist skömmu áður en gosið hófst. Mælingar sýna að ekkert hraun- flæði hefur verið líklega frá 18. september úr gígnum í Geldinga- dölum. Rennsli hraunsins hefur þó verið um einn rúmmetri á sekúndu síðustu tólf daga. logis@mbl.is Snarpir skjálftar á Reykjanesskaga Lo ft m yn d ir eh f. Skjálftahrina á Reykjanesskaga Keflavík Njarðvík Vogar Grindavík Keilir Kleifarvatn Krýsuvík Fagradals- fjall 3,8 Fös. 1. okt. Stærð Kl. 11.28 3,8 Kl. 02.14 3,0 Kl. 02.06 3,6 Fim. 30. sept. Stærð Kl. 22.10 3,2 Kl. 13.54 3,5 Kl. 11.14 3,0 Kl. 01.52 3,7 Mið. 29. sept. Stærð Kl. 15.00 3,0 - Enn ekkert hraunflæði úr gígnum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lagni og útsjónarsemi þurfti þegar Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð í Skagafirði var tekin af grunninum í gær, sett á vörubílspall og flutt til viðgerðar. Nokkra klukkutíma tók að ná sæmilegu taki svo hægt væri að hífa kirkjuna, en til þess var not- aður stór byggingarkrani. Silfrastaðakirkja var byggð árið 1896 og hefur sett sterkan svip á umhverfi sitt, undir háum fjöllum. Hefur hvílt á eins konar grjótpúða á jörðinni og er fótstykki orðið mjög fúið. Þá er gólfið sigið. Þetta er meðal þess sem starfsmenn í Trésmiðjunni Ýri á Sauðárkróki munu bæta. Nokkrir mánuðir eru frá því turnspíra kirkjunnar var tekin ofan og farið með hana í við- gerð. Að grunnformi er Silfrastaða- kirkja áttstrend, 6,5 m að þvermáli en hliðar 2,70 m að lengd. Þakið er krossreist upp af hliðarveggjum og tengt stöpli. Kirkjan er klædd sléttu járni. Á sex hliðum eru boga- dregnir steypujárnsgluggar. „Óneitanlega verður talsvert svipminna að líta hingað heim að Silfrastöðum þegar engin er kirkj- an, en við reiknum með að óumflýj- anlegar viðgerðir, sem njóta til- styrks Minjastofnunar, taki þrjú til fimm ár,“ sagði María Jóhanns- dóttir á Kúskerpi, formaður sókn- arnefndar Silfrastaðasóknar, í sam- tali við Morgunblaðið. Ljósmynd/Drífa Árnadóttir Skagafjörður Áttstrenda kirkjan í lausu lofti. Langan tíma tók að ná réttu og góðu taki, því ekkert mátti klikka. Silfrastaðakirkja flutt á brott - 125 ára gamalt guðshús til viðgerðar á Sauðárkróki Félagsmálaráðuneytið leitaði eftir samstarfi við sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu um lausnir til skemmri og lengri tíma vegna rekst- urs öryggisgæslu/öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga. Niður- staðan var sú að Reykjanesbær tók jákvætt í erindið, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Leitað var nánari upplýsinga hjá ráðuneytinu sem svaraði greiðlega. Gert er ráð fyrir að lóð heimilisins geti orðið allt að 2.200 fermetrar, en stærð hennar hefur ekki verið ákveð- in. Félagsmálaráðuneytið og Fram- kvæmdasýsla ríkisins vinna að frum- hönnun byggingarinnar. Gert er ráð fyrir að byggingin falli vel að um- hverfinu. Markmiðið er að tryggja öruggt umhverfi fyrir íbúa og starfs- menn og að það auki möguleika þeirra sem þar búa til betra lífs. Þurfa aukinn stuðning „Öryggisgæsla byggist fyrst fremst á því að umhverfi sé hannað að starfseminni með sérhæfðu starfs- fólki sem eykur líkur á því að þeir sem þar dvelja geti betur aðlagast sam- félaginu með virkri þátttöku og auknu sjálfstæði. Hér er leitast við að búa til heimili fyrir fatlað fólk sem þarf aukinn stuðning og sérhæfða meðferð á leið sinni út í samfélagið. Lagt er upp með þá grunnhug- mynd að um heimili fólks sé að ræða og að sú aðstoð sem veitt er styðji fólk til þess að það geti lifað sjálfstæðara lífi. Hér er því ekki um fangelsi að ræða heldur sérhæfða endurhæfingu fatlaðs fólks.“ Ráðuneytið segir að fyrir liggi skýrsla frá 2016 um stöðu þeirra sem taldir eru þurfa á öryggisgæslu/ör- yggisvistun að halda á Íslandi. „Í vinnu þess starfshóps sem vann skýrsluna var haft samráð við fulltrúa innanríkisráðuneytisins (nú dóms- málaráðuneyti) um æskileg viðmið að því er varðar viðbragðstíma lögreglu ef þörf væri á sérstakri aðstoð. Nið- urstaða þeirra skoðunar var að æski- legur viðbragðstími lögreglu til heim- ilisins (öryggisgæslu/öryggisvistun) væri um (5-7 mín.).“ Ekki gilda sérstök viðmið um fjar- lægð frá heilsugæslu enda gert ráð fyrir því að þeir sem búa á heimilinu njóti sömu heilbrigðisþjónustu og aðr- ir íbúar. Sé þörf fyrir sérhæfðari að- stoð er gert ráð fyrir aðgengi að sér- fræðingum Landspítala eða öðrum sérfræðingum eftir þörfum. Ítarlegt frumvarp í vinnslu Félagsmálaráðuneytið hefur á þingmálaskrá sinni veturinn 2021 og 2022 ítarlegt frumvarp um fram- kvæmd öryggisgæslu og annarra ör- yggisráðstafana sem einstaklingi er gert að sæta samkvæmt dómi eða úr- skurði. Markmið með löggjöfinni yrði að tryggja þeim sem þurfa á slíkum úrræðum að halda vegna öryggis síns og/eða annarra viðeigandi stuðning. Einnig að tryggja að fyllsta réttar- öryggis sé gætt þegar brýna nauðsyn ber til að grípa inn í líf þeirra. „Það er von ráðuneytisins að frumvarpið verði samþykkt á komandi vetri. Því er ætl- unin að lögin hafi þegar tekið gildi þegar starfsemin í Dalshverfi hefst um mitt ár 2023,“ segir í svari ráðu- neytisins. Ráðgert er að ráðuneytið fundi með hlutaðeigandi aðilum í Reykjanesbæ á næstu vikum. Það kveðst leggja mik- inn metnað í að þetta verkefni í þágu fatlaðs fólks í Dalshverfi í Reykjanes- bær verði góð fyrirmynd um hvernig hægt er að veita fötluðu fólki með miklar stuðningsþarfir góða þjónustu í sátt við samfélagið. gudni@mbl.is Heimili fyrir fatlað fólk, ekki fangelsi - Öryggisvistun í Dalshverfi í Reykja- nesbæ fyrir ósakhæfa taki til starfa 2023

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.