Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Mikil sala hefur verið á nýjum fólks- bílum að undanförnu og jókst sala nýrra fólksbíla í seinasta mánuði um 15,3% miðað við september í fyrra að því er fram kemur í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Alls voru skráðir 1.168 nýir fólks- bílar í seinasta mánuði en í septem- ber í fyrra voru 1.014 nýir fólksbílar skráðir. „Í heildina eftir fyrstu níu mánuði ársins hefur sala nýrra fólksbíla auk- ist um 34,6% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 9.780 nýir fólks- bílar samanborið við 7.268 nýja fólksbíla í fyrra,“ segir í fréttatil- kynningu Bílgreinasambandsins. Einstaklingar keyptu 730 nýja fólks- bíla í september sl. samanborið við 670 á sama tíma í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa einstaklingar keypt 4.326 fólksbíla og er aukningin 8,6%. Almenn fyrirtæki önnur en öku- tækjaleigur keyptu 217 nýja fólks- bíla í september í ár en þeir voru heldur fleiri í sama mánuði í fyrra eða 248 bílar en sala til ökutækja- leiga heldur áfram að aukast. Þær keyptu 208 nýja fólksbíla í septem- ber sem er tæplega 145% aukning frá í fyrra. Nýorkubílar (rafmagns-, tengil- tvinn-, hybrid-, metan-) eru 68% allra seldra nýrra fólksbíla á árinu. Veruleg aukning í sölu nýrra bíla - Nýorkubílar eru 68% allra seldra nýrra fólksbíla það sem af er árinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir bílar Sala nýrra fólksbíla hefur aukist um 34,6% á þessu ári. Stjórn Íþróttabandalags Reykjavík- ur (ÍBR) telur skynsamlegast að færa höfuðstöðvar Ármanns úr Laugardal í hinna nýju Voga- og Höfðabyggð og byggja þar upp að- stöðu fyrir allar íþróttagreinar fé- lagsins. Þetta kemur fram í umsögn ÍBR um íþróttastarf til framtíðar í Voga- byggð við Elliðaárvog og Höfða- byggð á Ártúnshöfða. Þar er áform- að að byggja upp fjölmenn íbúðahverfi á næstu árum. ÍBR eru heildarsamtök 78 íþróttafélaga í höf- uðborginni. Glímufélagið Ármann er eitt elsta íþróttafélag landsins, stofnað árið 1888. Þegar Reykjavíkurborg kannaði áhuga íþróttafélaga á að þjónusta þessi nýju hverfi lýstu Fjölnir, Fylk- ir, Víkingur, Þróttur og Ármann yfir áhuga á því að taka að sér verkefnið. Allt eru þetta hverfafélög „sem öll eiga landamæri að þessu nýja svæði og því mætti segja að þau geti öll átt ákveðið tilkall til þess að þjónusta íbúa nýs hverfis“, segir í umsögn ÍBR. Lagt er til að eitt félag sjái um um hið nýja hverfi í heild sinni og það verði Ármann, sem verði þá „hverfisíþróttafélagið“. Aðstöðuvandi hefur háð starfsemi Ármanns, mest í fimleikum og körfuknattleik. Margar af öflugustu deildum félagsins eru reknar vítt og breitt um borgina. „Þar sem fyrir liggur að byggja þarf upp skóla- íþróttasali í nýju hverfi þá er eðlilegt að þeir séu nýttir af Ármanni og taki strax mið af framboði félagsins. Samhliða yrði byggð upp miðstöð fé- lagsins og aðstaða fyrir aðrar grein- ar,“ segir í umsögn ÍBR. sisi@mbl.is Ármann þjóni nýjum hverfum Morgunblaðið/Ómar Ármann Öflug fimleikadeild er rek- in í íþróttahúsinu í Laugardalnum. Hrafnar Viðskiptablaðsins fjalla um tilvistarkreppu Samfylk- ingarinnar og benda á að henni sé hvergi nærri lokið. Svo segja þeir: „Í fernum kosningum frá stofnun flokks- ins og til ársins 2009 hlaut flokkurinn 27 til 31% atkvæða. Eftir þetta fór að síga á ógæfuhliðina og undir stjórn Odd- nýjar G. Harðar- dóttur beið flokk- urinn skipbrot í kosningunum 2016 þegar hann hlaut 5,7%. - - - Í kjölfarið var skipt um stjóra í brúnni þegar Logi Einarsson tók formennsku. Í kosningunum 2017 náði hann að toga flokkinn upp í 12,1%. Það þótti ágætt en ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar sögulegt fylgi flokksins er skoðað. - - - Hugsuðu jafnaðarmenn sér gott til glóðarinnar í kosningunum um síðustu helgi en þar fengu þeir aftur á hann þegar flokkurinn hlaut einungis 9,9% fylgi. Innan Samfylk- ingarinnar voru miklar vonir bundnar við vonarstjörnuna Krist- rúnu Frostadóttur, sem varð andlit flokksins í kosningunum. Það dugði hins vegar ekki til.“ - - - Vonarstjarnan varð að vísu að- eins andlit flokksins þar til hún reyndi að afvegaleiða umræðu um eigin mál og hóf að ausa svívirð- ingum yfir fjölmiðla fyrir að sinna skyldum sínum. - - - En þó að þau mistök hefðu ekki komið til þá er nokkuð ljóst að það þarf meira en eina vonar- stjörnu til að bjarga Samfylking- unni frá sjálfri sér. Logi Einarsson Tilvistarkreppan og vonarstjarnan STAKSTEINAR Kristrún Frostadóttir Það er nóg til sante.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.