Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
NÝR
ÞÁTTUR
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU
Þættir Mörtu Maríu Jónasdóttur, Heimilislíf, hafa algerlega
slegið í gegn en fyrsti þáttur fór í loftið í júní 2017.
Theodór Francis Birgisson
og Katrín Katrínardóttir
fundu inn sælureit á Selfossi.
Heimili þeirra er ekki
bara heimili heldur líka
stundum vinnustaður
90 ÁRA Sigrún Guðmundsdóttir á
90 ára afmæli á morgun. Hún fæddist
í Reykjavík 3. október 1931. Foreldrar
hennar voru hjónin Halldóra Þórdís
Sveinbjarnardóttir frá Heiðarbæ í
Þingvallasveit og Guðmundur Jó-
hannsson frá Nesjavöllum. Þau skildu.
Sigrún ólst upp með móður sinni,
fyrst hjá sr. Guðmundi Einarssyni og
frú Önnu Þorkelsdóttur á Mosfelli í
Grímsnesi til 6 ára aldurs og síðan á
Seli í Grímsnesi þar sem móðir hennar
bjó með seinni manni sínum, Árna
Kjartanssyni.
Hún lauk landsprófi frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni 1949 og
kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands 1952. Hún stundaði síðan nám í
ensku hjá Námsflokkum Reykjavíkur og þýsku- og spænskunám hjá Náms-
flokkum Kópavogs. Hún lauk sérkennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands
1971 og sótti kennaranámskeið flest sumur á starfsferlinum og fylgdist þann-
ig vel með helstu breytingum á kennsluháttum.
Sigrún var kennari við Skóla Ísaks Jónssonar og Les- og leikskóla Sumar-
gjafar í Drafnarborg 1952-1953, Landakotsskóla 1955-1958, Laugalækjar-
skóla 1960-1964 og Hvassaleitisskóla 1965-1994. Við Hvassaleitisskóla ann-
aðist hún sérkennslu í lestri ásamt bekkjarkennslu.
Sigrún er mikil ræktunarkona. Hún gróðursetti tré og skrautjurtir í garði
sínum við Álfhólsveg í Kópavogi og við sumarbústaðinn á Seli. Þar gnæfa nú
hávaxin og gróskumikil tré hátt yfir sumarbústaðinn. Hún ræktaði allt græn-
meti til heimilisnota. Hún er mikill fagurkeri, hefur saumað, prjónað, heklað,
rýjað og saumað út fjölda fagurra muna til daglegra nota og til að prýða
heimilið. Ferðalög innanlands og til útlanda hafa veitt henni mikla gleði.
Þórunn hálfsystir hennar og Þórdís dóttir Þórunnar höfðu húsnæði hjá
henni og var mjög kært með þeim alla tíð. Börn Þórdísar og eiginmanns
hennar, Skúla Kristinssonar, eru Aðalbjörg, Halldóra Þórdís og Árni Krist-
inn.
Sigrún er gift Kristjáni Sigtryggssyni, fv. skólastjóra og organista. Hún
dvelur nú á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg.
Sigrún Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er nauðsynlegt að velta fyrir
sér öllum hliðum þegar að fjármálunum
kemur. Gleymdu ekki að spjalla við fólk til
að missa ekki af áhugaverðum kjaftasög-
um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Notaðu daginn til þess að gera lang-
tímaáætlanir varðandi fasteignir. Leggðu
þitt af mörkum til að bæta heiminn.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Ef þú þarft að taka ákvörðun fyrir
annað fólk skaltu gæta þess að hugsa um
hag þess en ekki þinn. Eitthvað óvænt gæti
gerst í peningamálum þínum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú lítur vel út, sérstaklega þegar
þú leggur hart að þér við vinnu. Mundu að
það er ekki til neins að hafa betur í rökræð-
um ef það kostar vinslit.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Reyndu að nálgast verkefni þín í
vinnunni með skipulögðum hætti. Það er
ekki eins erfitt að leita sér hjálpar og þú
heldur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Reyndu að skipuleggja þig áður en
þú gerir áætlanir fyrir kvöldið. Sýndu
sveigjanleika, þegar alir virðast vilja breyta
öllu í kringum þig.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það eru ýmsar nýjungar að banka upp
á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim
öllum í einu. Láttu það eftir þér að vera þú
sjálfur því það gefur mestu lífsfyllinguna.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Vinirnir eru þér mikilvægari
en ella um þessar mundir, reyndu að gefa
þér tíma til þess að hitta þá. Líttu á björtu
hliðarnar og vertu jákvæður.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ert búinn að gera allt sem í
þínu valdi stendur til að ná samningum í
vinnunni. Greiddu úr smáatriðaflækjum ef
þörf krefur.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Gefðu þér tíma til þess að hugsa
málin til enda. Viðleitni þín til hagsýni og
skipulagningar skilar árangri.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Láttu óvæntar fréttir ekki koma
þér úr jafnvægi því þær eru hreint ekki eins
slæmar og þær virðast vera.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú færð óvenjulega hugmynd um
hvernig hægt er að græða peninga. Haltu
þínu striki ótrauður þótt þér finnist erfitt
að starfa undir eftirliti annarra.
tungu í Öxarfirði, en þar hafði hann
verið í sveit áður. Hann fékk leyfi frá
skólanum og foreldrunum og lagði af
stað ásamt fleiri börnum með póst-
bátnum Ester, sem var að fara til
Raufarhafnar. Þetta var snemma
vors og ekki búið að moka Reykja-
heiðina, sem á þeim tíma var eina
síðan Laufey féll frá hef ég ferðast
töluvert með afkomendum mínum.
Hef verið svo heppinn að fá m.a. að
upplifa það að sofa í hirðingjatjaldi í
Sahara, sigla um síkið milli Atlants-
hafs og Miðjarðarhafs og róa á kajak
vestur á fjörðum. Mestum tíma eyði
ég sjálfsagt í sumarbústað fjölskyld-
unnar í Öxarfirði, sýsla þar einn eða
með fólkinu mínu.
Það er nóg að gera þó aldurinn
færist yfir. Ég geng daglega með
bróður mínum Gunnari, spila bridge
með félögum mínum, syng með kórn-
um „Í fínu formi“, auk þess sem ég
hitti fyrrverandi andstæðinga mína í
bæjarpólitíkinni á hverjum morgni,
við drekkum saman kaffi og ræðum
heimsmálin í bróðerni.
Covid-19 hefur auðvitað fækkað
samverustundum með vinum og
kunningjum síðustu misseri þó ég
hafi ekki þurft að fara í sóttkví sjálf-
ur. Ég var þó sendur í sóttkví sem
barn og hef því upplifað það.“
Þegar Sigurður var 11 ára gamall
sótti hann það fast snemma vors að fá
að fara í sauðburð austur í Hafrafells-
S
igurður Jóhannesson
fæddist 2. október 1931 á
Akureyri og ólst þar upp.
Hann var í sveit nokkur
sumur í Öxarfirði og
Kelduhverfi. Hann tók gagnfræða-
próf 1947 og sótti nám í Tónlistar-
skólanum á Akureyri. Sigurður lék
með Lúðrasveit Akureyrar um árabil
og stjórnaði henni í eitt ár. Hann var í
danshljómsveitum í nokkur ár, m.a. á
Hótel KEA og Hótel Norðurlandi.
Hann brautskráðist frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavík 1953 og var við
nám í Svíþjóð á árunum 1950-51 og
1966.
Sigurður var fulltrúi innkaupa-
stjóra KEA á árunum 1953-68, fram-
kvæmdastjóri Bifreiðaverkstæðisins
Þórshamars hf. 1968-79 og aðal-
fulltrúi kaupfélagsstjóra KEA 1979-
2001 er hann lét af störfum vegna
aldurs.
Hann átti sæti um margra ára
skeið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og
félaga, sem Kaupfélag Eyfirðinga átti
aðild að. Hann var konsúll Danmerk-
ur á Akureyri 1989-2001 og var veitt
heiðursmerkið „Ridder af Danne-
brogsordenen“ 1998.
Sigurður var bæjarfulltrúi og vara-
bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Fram-
sóknarflokkinn um 24 ára skeið, árin
1966-1990. Hann sat í bæjarráði
1983-90 og var forseti bæjarstjórnar í
nokkur ár.
Einnig starfaði hann í ýmsum
nefndum Akureyrarbæjar um lengri
eða skemmri tíma, m.a. í stjórn raf-
veitunnar, hitaveitunnar, bygging-
arnefndar, skipulagsnefndar og
veitustofnana bæjarins, auk þess sem
hann sat í stjórn Fjórðungssjúkra-
hússins og Tónlistarskólans á Akur-
eyri og var formaður stjórnar Tón-
listarskólans um árabil. Hann var
varaþingmaður. Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra 1963-67 og sat á Alþingi vorið
1965.
Þá sinnti hann ýmsum öðrum fé-
lagsmálum, m.a. trúnaðarstörfum
innan frímúrarareglunnar um árabil.
„Við Laufey konan mín ferðuðumst
stundum innanlands og til megin-
lands Evrópu. Bæði vegna vinnu og á
eigin vegum. Ég er nokkuð frískur og
leiðin með bílum til Norður-
Þingeyjarsýslu.
Báturinn sigldi frá Akureyri, kom
við í Hrísey, Ólafsfirði, Siglufirði og
Þorgeirsfirði en gat ekki lagst að
bryggju þar og var árabátur sendur
frá landi til að taka við póstsend-
ingum. Þaðan var siglt beint til Kópa-
skers þar sem krakkarnir, ýmis flutn-
ingur og pósturinn var skilinn eftir á
bryggjunni og Ester sigldi svo áleiðis
til Raufarhafnar.
Krakkarnir stóðu svo þarna á
bryggjunni með koffortin sín þegar
héraðslæknirinn kom og tilkynnti að
þessi börn yrði að kyrrsetja, þau
mættu ekki fara lengra. Á Akureyri
væru mislingar og hann vildi ekki fá
krakka þaðan í ósýkt héraðið. Börnin
hímdu í hnapp með koffortin sín á
bryggjunni meðan fundað var um
vandamálið. Að lokum var haft sam-
band við alla bæi sem krakkarnir áttu
að fara til og fengið samþykki um að
taka við þeim með því skilyrði að
halda þeim frá öðrum bæjum í hálfan
mánuð. Að því loknu kom vörubíll
með háum skjólborðum og bakkaði út
Sigurður Jóhannesson, fyrrverandi aðalfulltrúi og bæjarfulltrúi á Akureyri – 90 ára
Í Öxarfirði F.v.: Magnús Snær, Elín Sigurveig, Laufey Sigurlaug, Sigríður, Sveinn Helgi, Hallgrímur, Jóhannes
Kári, Sigurður Árni og Guðrún. Sitjandi: Sigurður, Snædís og Laufey við sumarbústað fjölskyldunnar árið 2009.
Svaf í hirðingjatjaldi í Sahara
Á Gíbraltar Sigurður Jóhannesson.
Til hamingju með daginn