Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu við fjölmiðla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í gær, að loknum fundi ríkisstjórnar sem ræðir nú sitt framhaldslíf. Eggert Í eina tíð þótti það svolítið gott grín að teikna formann Framsóknarflokksins peysufata- klæddan á skopmyndum. Fram- sókn er eini stjórnmálaflokk- urinn sem var og hefur ávallt verið kvenkenndur. Í því er fólg- inn mikill styrkur. Eina ferðina enn kemur þessi flokkur síungur og sigrar í kosningum með eitt hundrað og fimm ára farsælt starf í farteskinu. Það var ævintýri að fylgjast með kosningabaráttunni og ég heyri loks hófa- dyninn þegar kjósendur yfirgáfu öll yfirboð og plat. Fólk endurtók hvert við annað kosninga- slagorð Framsóknar: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn!“ Slagorðið hljómaði ekki síst vel þar sem það var eins og okkar ástsæli Stein- grímur Hermannsson af hógværð sinni talaði til okkar. Kosningasigur Framsóknar er sá stærsti í sögu flokksins í ljósi þess að sigurinn er unninn með flokkinn sitjandi í ríkisstjórn. Maddaman er þrautseig og síung, en þunginn er samt í ráð- herrum flokksins og vel heppnuðum frambjóð- endum flokksins um land allt. Ríkisstjórnar- flokkarnir geta vel við unað; ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var endurkosin með glæsibrag. Framsókn er í kunnuglegri fylg- istölu. Vinstri grænir eru það einnig. Sjálfstæð- isflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins þó að brot af honum hafi í þetta sinn runnið fram í Viðreisnarlæknum. Sorglegast var að missa Brynjar Níelsson af þinginu, þar missti ekki bara „fýlupokafélagið“ einn sinn besta mann, og rödd hverfur af Alþingi sem þorði að standa með sjálfri sér og Brynj- ar er að auki alltaf skemmtilega glettinn. Hins vegar gleðilegt að sjá hinn djúpvitra Birgi Ármannsson koma enn upp úr kófinu og skila sér eins og vant er inn á þing, með rök og lögspeki Njáls á hreinu. Stalín og Gunnar Smári fengu makleg málagjöld. Fólk skilaði ekki rauðu í kjörklefanum, vissi að það þýðir stopp! Samfylkingin sem felldi Össur Skarphéðinsson vin minn í 30% fylgi 2003 er með allt í logandi vandræðum, komin undir 10%. Pírat- arnir sluppu með skrekkinn. Miðflokkurinn laut í gras, þrátt fyrir forystumann sem alltaf verður afreksmaður fyrir kjarkinn 2013 til 2016 sem formaður Framsóknarflokksins og forsætisráð- herra. Flokkur fólksins með hina glaðbeittu Ingu Sæland átti hins vegar inni hjá þjóðinni, því sáttin í málefnum eldri borgara og öryrkja hefur enn ekki náðst fram. Fallegasta og mik- ilvægasta viðurkenning sem stjórnmálamenn öðlast í pólitík er traust og aftur traust. Traustið bar Sigurð Inga, Lilju Dögg og Ásmund Einar til sigurs í kosningunum 2021. Eftir Guðna Ágústsson »Kosningasigur Framsóknar er sá stærsti í sögu flokksins í ljósi þess að sigurinn er unninn með flokkinn sitjandi í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Framsóknarsigur – Framsóknartraust Íslensku sveitapiltarnir sem árið 1835 fóru að gefa út Fjölni sáu hvers Ísland þarfnaðist mest; að losna undan dauðri hendi erlendra yfirboðara, byggja upp fjölbreyttari at- vinnuhætti svo þjóðinni myndi fjölga og að hin íslenska bænda- þjóð myndi þar með halda áfram að treysta byggð í land- inu og að hér myndu vaxa og dafna blómlegir kaupstaðir.* Að Fjölni stóðu engir valdamenn, heldur einn nýlega útskrifaður guðfræðingur og þrír lagastúdentar sem áttu það sammerkt að hafa alist upp í sveit en dvalist árum sam- an á erlendri grundu og söknuðu fósturjarðar sinnar. Þó að margt hafi breyst á þeirri rúmu einni og hálfri öld sem liðin er frá skrifum Fjölnismanna stendur þó margt eftir óhagg- að. Íslendingum er best borgið með því að hafa yfirráð yfir sínum auðlindum sjálfir og að byggðafesta verður ekki tryggð nema með öflugum landbúnaði. Landbúnaðurinn er undirstöðuatvinnugrein og hefur tryggt byggðafestu fólks í áraraðir í okkar strjálbýla landi. Það er mín bjargfasta trú að án landbúnaðar glati Ísland mikil- vægum hluta af sjálfsmynd sinni. Ætla má að að minnsta kosti 9.000 störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Þetta er milli 4-5% af heildarvinnuafli lands- ins. Það er farsælt skref fyrir okkur sem þjóð til langframa að tryggja byggðafestu í land- inu og störf þeirra sem starfa í frumfram- leiðslu matvæla. Fyrirsjáanleiki atvinnugrein- arinnar þarf þó að ná yfir lengra tímabil en líftíma hverrar ríkisstjórnar. Að öðrum kosti er hætta á að greinin verði skammsýni stjórnmálanna að bráð og við förum að byggja upp samfélag með einhæfum þankagangi og skorti á allri víðsýni. Upplýst umræða um landbún- aðarmál er forsenda málefna- legrar afstöðu. Landbúnaðurinn er ekki einkamál þeirra sem inn- an greinarinnar starfa. Ábyrgð þeirra er mikil og þeim ber að tryggja stöðugt framboð land- búnaðarvara. Til þess að byggja undir það markmið verður að auka framleiðni í landbúnaði með því að stuðla að tækniframförum og tryggja bætta nýtingu aðfanga í framleiðslu landbúnaðarvara og sem hagkvæmasta nýt- ingu á framleiðsluþáttum. Vatn og land eru þar stórir áhrifaþættir. Stefna í landbúnaðarmálum þarf líkt og byggðastefna að taka á félagslegum og efna- hagslegum þáttum. Landbúnaðarstefna fyrir Ísland þarf að hljóta framgang á þingi þar sem hún gengur út á að auka framleiðni og afköst í landbúnaði, tryggja bændum og framleiðendum landbúnaðarvara viðunandi lífskjör og styrkja hlut þeirra í virðiskeðjunni og það sem mestu máli skiptir – að tryggja þjóðinni fæðuöryggi. * Land og lýðveldi, I. bindi, 1965. Eftir Vigdísi Häsler » Fyrirsjáanleiki atvinnu- greinarinnar þarf að ná yfir lengra tímabil en líftíma hverrar ríkisstjórnar. Vigdís Häsler Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Sveitafólksins draumur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.