Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þjónusta við börnin er mikilvægt
starf í kirkjunni. Þar hef ég fundið
mína fjöl,“ segir Matthildur
Bjarnadóttir mag. theol. Hún verð-
ur á morgun, sunnudag, vígð til
þjónustu sem æskulýðsprestur í
Garðasókn í Garðabæ. Vígslan,
sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir
biskup hefur með höndum, er í
Dómkirkjunni í Reykjavík, hefst
klukkan 13 og henni lýsir sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir, móðir Matt-
hildar.
Guðfræðin var sjálfsögð
„Ég ætlaði mér alltaf að verða
prestur, sem ég á reyndar ekki
langt að sækja. Sem barn ólst ég
upp við umræður um guðfræði,
heimspeki og trúmál. Þetta síaðist
inn og hafði áhrif. Fimm ára ákvað
ég að verða prestur. Linaðist á
unglingsárum og var í mótþróa.
Eftir stúdentspróf var þó ekkert
sjálfsagðara en guðfræðin,“ segir
Matthildur sem kemur úr fjöl-
skyldu þar sem prestar eru marg-
ir. Nokkrir þeirra verða vígsluvott-
ar á morgun. Þar má nefna föður
Matthildar, sr. Bjarna Karlsson,
og sr. Bolla Pétur Bollason,
móðurbróður hennar. Kona Bolla,
sr. Sunna Dóra Möller, verður
vígsluvottur og einnig sr. Hildur
Eir Bolladóttir, móðursystir Matt-
hildar. Sóknarprestur Dómkirkj-
unnar, sr. Sveinn Valgeirsson,
þjónar fyrir altari.
Matthildur fæddist 1988. Hún
lauk mag. theol.-prófi frá guð-
fræðideild Háskóla Íslands á síð-
asta ári, en hefur einnig aflað sér
menntunar í trúarbragðafræðum
og sálgæslu. Matthildur hefur
starfað að barna- og æskulýðs-
málum í Garðasókn allt frá árinu
2008 og er nú í fullri stöðu æsku-
lýðsfulltrúa kirkjunnar þar. Eig-
inmaður Matthildar er Daði Guð-
jónsson kennari og eiga þau tvö
börn.
Auk starfa í Garðasókn vígist
Matthildur til þjónustu við Örninn.
Samtökin voru stofnuð árið 2018
og á þeirra vegum er sinnt þjón-
ustu við börn sem misst hafa for-
eldra sína. „Talið er að um 100
ungmenni á ári, 18 ára og yngri,
missi foreldri sitt og eðlilega er
þeim slíkt mikið áfall. Um margt
eru börn í sorg gleymdur hópur,
sem er eigi að síður mikilvægt að
sinna, og í því starfi hef ég fundið
mína köllun,“ segir Matthildur.
Vígist til prests eins og
margir úr fjölskyldunni
- Matthildur í Garðasókn - Sinnir þjónustu við börn í sorg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vígsla Hópur sem er mikilvægt að sinna og í því starfi hef ég fundið mína
köllun segir Matthildur Bjarnadóttir um prestsþjónustu sína.
„Þetta eru
ákveðin tímamót,
og ég reikna ekki
með öðru en að
tillagan verði
samþykkt,“ segir
Björn Gíslason,
formaður Fylkis,
sem leggur fram
tillögu í dag á 50.
þingi ÍBR,
Íþróttabandalags Reykjavíkur, um
að rafíþróttir verði teknar undir
hatt ÍBR og starfi innan vébanda
þess líkt og aðrar greinar.
Rafíþróttir hafa notið vaxandi
vinsælda og hafa mörg íþróttafélög
stofnað deildir kringum þær, ekki
bara í Reykjavík heldur víða á
landsbyggðinni. Björn segir góða
reynslu komna af rafíþróttum inn-
an Fylkis, en þar var sérstök deild
stofnuð formlega í apríl 2019 en
starfsemin hófst í raun árið 2018.
Deildin hafi verið sú fyrsta hér-
lendis til að koma með keppnislið
upp úr æskulýðsstarfinu. Á hverj-
um tíma hafa um 160 börn verið í
deildinni, að meðtöldu sumarstarf-
inu.
Björn segir rafíþróttir góðan
kost fyrir ungmenni sem ekki hafi
fundið sig í hefðbundnum íþróttum.
Fjölmargar rannsóknir sýni jákvæð
áhrif tölvuleikjaspilunar. Líkam-
legar æfingar séu einnig stundaðar
og foreldrar taki virkan þátt í starf-
inu með krökkunum. bjb@mbl.is
Rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR
Björn Gíslason
Logi Sigurðarson
Unnur Freyja Víðisdóttir
Formenn ríkisstjórnarflokkanna hitt-
ust í gær í Ráðherrabústaðnum þar
sem áframhaldandi ríkisstjórnar-
samstarf flokkanna var rætt. Sigurð-
ur Ingi Jóhannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sagði að skipting
einstakra ráðuneyta hefði ekki verið
rædd á fundinum.
„Við erum bara fyrst og fremst
ennþá að skoða stóru myndina og
ræða hvernig við gætum náð því best
fram með hugsanlegri uppstokkun á
kerfinu, þ.á m. ráðuneytum og stofn-
unum,“ sagði Sigurður Ingi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði að fundurinn hefði gengið
vel fyrir sig og andinn verið góður.
Engar endanlegar ákvarðanir hefðu
verið teknar heldur stóru málin rædd.
„Við erum fyrst og fremst að velta
fyrir okkur endurskoðun á verkefn-
um, tilflutningi verkefna og skoða
hvaða leiðir eru færar í því. Það skipt-
ir náttúrlega miklu máli að áherslur
ríkisstjórnar hverju sinni birtist í
verkefnaskipan stjórnarráðsins.“
Katrín bætir við að mikilvægt sé að
leggja málefnalegan grunn áður en
ráðist verður í endanlegar ákvarðanir.
„Annars vegar að ákveða hvaða
flögg þessi ríkisstjórn vill reisa, hvaða
ágreiningsefni við þurfum að leysa
áður en við leggjum af stað og hvaða
viðfangsefni þarf svo að takast á við á
kjörtímabilinu óháð þeirri ríkisstjórn
sem situr. Þannig að þetta er eigin-
lega þrískipt.“
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra tók í sama streng en sagði að
líklega myndi Sjálfstæðisflokkurinn
halda sama fjölda ráðuneyta.
„Þetta er allt að mjakast í rétta átt
finnst mér, engin stórkostleg vanda-
mál, við þekkjumst auðvitað vel og allt
það en okkur líður þannig að við þurf-
um að halda aðeins áfram að tala sam-
an.“
Töluvert búið en mikið eftir
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
og þingflokkur Vinstri-grænna fund-
uðu í gær um svokallaða undirbún-
ingskjörbréfanefnd og einnig var
fundað um yfirstandandi stjórnar-
myndunarviðræður.
„Ég held að stjórnarmyndunar-
viðræðurnar gangi ágætlega, það er
greinilega töluvert búið en það er líka
mikið eftir,“ sagði Birgir Ármanns-
son, þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Willum Þór Þórsson, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins, sagði
flokkinn hafa fundað í fyrradag um
utankjörbréfanefndina. Spurður um
stöðu stjórnarmyndunarviðræðnanna
sagðist Willum lítið geta sagt.
„Þau halda spilunum þétt að sér
þessi þrjú, enn sem komið er,“ sagði
Willum.
Landskjörstjórn fundaði einnig í
gær með fulltrúum stjórnmálaflokk-
anna á þingi og úthlutaði þingsætum
eftir úrslitum kosninganna. Ákveðið
var að úthluta þingsætum samkvæmt
þeim úrslitum sem fengust eftir að
endurtalning fór fram í Norðvestur-
kjördæmi, eins og frægt er.
Kristín Edwald, formaður lands-
kjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um
ákvörðun stjórnarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úthlutun Landskjörstjórn hélt fund um úthlutun þingsæta síðdegis í gær. Þar ákvað hún að úthluta þingsætum samkvæmt þeim úrslitum sem fengust eftir að endurtalning fór fram.
Stjórnarmyndun mjakast áfram
- Úthlutuðu þingsætum samkvæmt endurtalningu - „Þurfum að halda aðeins áfram að tala saman“
- Þingflokkarnir funduðu í gær - „Þau halda spilunum þétt að sér“ - Kristín Edwald vildi ekki tjá sig
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisstjórn Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu viðræðum áfram í gær.