Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Íbúðir sem upp-
fylla skilyrði um
hlutdeildarlán
Berjateigur 17-23, 250 Garði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Nýjar fullbúnar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir í
raðhúsi á einni hæð, með sólpalli, sem snýr í vestur.
Berjateigur 17 82,9 m2 Seld
Berjateigur 19 82,9 m2 36.900.000.-
Berjateigur 21 82,9 m2 Seld
Berjateigur 23 82,9 m2 Seld
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Afhending
í nóvember 2021
L
okaeinvígi áskorenda-
keppninnar 1971 milli
Bobbys Fischers og Tigr-
ans Petrosjans hófst fyrir
50 árum eða hinn 30. september.
6:0-sigrar Fischers yfir Taimanov
og Larsen og sú staðreynd að hann
hafði nú unnið 19 skákir í röð gegn
fremstu skákmeisturum heims kynti
undir slíkum áhuga meðal banda-
rísku þjóðarinnar að allir stóru
bandarísku fjölmiðlarnir fylgdust
með af brennandi áhuga. Ljósmynd-
ari LIFE magazine, Harry Benson,
var sendur á vettvang. Dick Cavett
hjá ABC, sem fékk í sjónvarpsþátt
sinn helstu stórstjörnur þessa tíma,
náði Fischer einnig í viðtal það
haust. Nixon forseti sendi Fischer
skeyti eftir einvígið við Larsen í
Denver og annað eftir sigurinn yfir
Petrosjan.
Einvígið fór fram í Teatro Gene-
ral San Martin, leikhúsi sem stend-
ur við Avenida Corrientes-breiðgötu
í Buenos Aires. Áhorfendur utan
dyra voru yfirleitt mun fleiri en þeir
sem inn í aðalsalinn komust. Að-
dragandinn var hlaðinn pólitískri
spennu sem kallaði á nokkra krísu-
fundi hjá yfirmönnum íþróttamála í
Sovét. Á einn slíkan mætti Boris
Spasskí, sá eini sem tók málstað
Taimanovs eftir „hneykslið“ í Van-
couver. Hann gat stundum brugðið
sér í gervi trúðsins og spurði fund-
arstjórann Baturinski: „Verðum við
svo allir teknir á teppið þegar við
erum búnir að tapa fyrir Fischer?“
Ed Edmondson var formaður
sendinefndar Fischers og sá um
flest hans mál en Larry Evans var
titlaður aðstoðarmaður en var í raun
án hlutverks. Tigran Petrosjan
mætti til Argentínu ásamt aðstoðar-
manninum Suetin, hinni stjórnsömu
eiginkonu, Ronu Yakovlevnu, og
fleira fólki.
Fyrsta skákin á sér merka sögu.
Central-skáklúbbnum í Moskvu
hafði borist bréf frá Moldóvu með
yfirskriftinni: Til sigurvegarans í
einvígi Petrosjans og Kortsnojs.
Sendandinn Chebanenko hafði fund-
ið endurbót í afbrigði Sikileyjar-
varnar sem Fischer hafði dálæti á:
Buenos Aires 1971; 1. skák
Bobby Fischer – Tigran Petrosj-
an
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. Bf4 e5 7. Be3
Rf6 8. Bg5 Be6 9. R1c3 a6 10. Bxf6
gxf6 11. Ra3 d5!
Hugmynd Chebanenkos sem
hrekur afbrigðið. En um það leyti
sem leikurinn birtist sló rafmagnið
út í leikhúsinu. Yfirdómarinn Lot-
har Schmid stöðvaði skákklukkuna
og Petrosjan yfirgaf sviðið. Fischer
sat eftir. Við það gerði Petrosjan at-
hugasemdir en Fischer bað þá
Schmid setja klukkuna af stað og
sat áfram í myrkrinu.
12. exd5 Bxa3 13. bxa3 Da5 14.
Dd2 0-0-0 15. Bc4 Hhg8! 16. Hd1
Af hverju Petrosjan lék ekki 16.
… Hxg2 er enn í dag ráðgáta. Al-
mennt var talið að svartur stæði þá
til vinnings og „vélarnar“ staðfesta
að staðan er sigurvænleg.
18. … Bf5?! 17. Bd3 Bxd3 18.
Dxd3 Rd4 19. 0-0 Kb8 20. Kh1
Dxa3 21. f4 Hc8 22. Re4 Dxd3 23.
cxd3 Hc2 24. Hd2 Hxd2 25. Rxd2
f5?!
Stefnir á jafntefli. En betra var
25. … Hc8 eða 25. … He8.
26. fxe5 He8 27. He1 Rc2 28. He2
Rd4 29. He3 Rc2 30. Hh3!
Petrosjan hafði vonast eftir jafn-
tefli. Staðan er í jafnvægi en tíminn
var af skornum skammti.
30. … Hxe5 31. Rf3 Hxd5 32.
Hxh7 Hxd3 33. h4 Re3 34. Hxf7
Hd1 35. Kh2 Ha1 36. h5
Kasparov rakti stöðuna í jafntefli
með 36. … Hxa2! t.d. 37. Kh3! Ha1!
38. Kh4 Ha4+ o.s.frv.
36. … f4? 37. Hxf4 Hxa2 38. He4!
Rxg2 39. Kg3! Ha5 40. Re5!
Þrír hnitmiðaðir leikir og Petrosj-
an gafst upp.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
20 sigrar í röð – 50 ár
frá einvígi Fischers
við Petrosjan – +
La Nacion
Sigurganga án hliðstæðu Bobby Fischer á sviðinu í Buenos Aires.
Í kjölfarið á þeim
mistökum sem voru
gerð við talningu at-
kvæða í Norðvestur-
kjördæmi hafa komið
fram hugmyndir um
að gera alþingiskosn-
ingar á Íslandi raf-
rænar. Það er skilvirk
leið til að komast
hratt að niðurstöðu og
líklega ódýrari en það
fyrirkomulag sem er nú við lýði.
Hins vegar hefur verið bent á galla
við þá aðferð – til dæmis að kjós-
andinn hafi enga auðsótta leið til að
fullvissa sig um að atkvæði hans sé
skráð rétt. Þá er ekki auðvelt að
veita rafrænni kosningu aðhald,
sem yrði sambærilegt við það eftir-
lit með pappírskosningum sem
felst í því að talning fer fram fyrir
opnum tjöldum og fulltrúar fram-
boða fá að vera viðstaddir talningu.
Þá geta rafrænar kosningar orðið
fyrir tölvuárásum. Það er því mjög
flókið verkefni að útfæra öruggt
rafrænt kosningakerfi.
Það er jú rétt að við notum
tölvutæknina fyrir ýmislegt annað
mikilvægt, svo sem eins og banka-
viðskipti og skattskil, en kosningar
eru heilög stund, þar sem atkvæði
eru greidd leynilega og mega alls
ekki vera rekjanleg. Það gerir raf-
rænar kosningar flóknari í út-
færslu en flest annað sem við ger-
um með aðstoð tölvutækninnar. Ef
upp kemur grunur um að ekki sé
allt með felldu í rafrænni kosningu
er mjög erfitt að vinda ofan af því á
trúverðugan og gagnsæjan hátt.
Hægt er að taka upp kosninga-
aðferð sem hefur marga kosti
beggja kerfa og útrýmir flestum
göllunum, að því er undirrituðum
sýnist. Hún felur í sér mikið til
óbreytt fyrirkomulag, en með við-
bættri rafrænni atkvæðagreiðslu
sem ætti að vera samhljóða papp-
írskosningunni.
Kjósandinn kýs á skjá í kjörklef-
anum. Í klefanum er prentari sem
prentar atkvæðið. Kjósandinn get-
ur fullvissað sig um að atkvæðið sé
í samræmi við vilja
hans. Kjósandinn set-
ur prentaða atkvæðið í
kjörkassa og það fer í
hið venjulega ferli sem
er í gildi í dag. Papp-
írskosningin gildir.
Þegar kjörstöðum
er lokað er hægt að
birta niðurstöðurnar
skömmu seinna –
hvernig og hversu
löngu seinna er út-
færsluatriði.
Niðurstöðurnar eru stemmdar
af, í fyrsta lagi með því að tölva les
prentuðu kjörseðlana, sem ætti að
vera tæknilega auðvelt þar sem
þeir voru merktir af prentara. Að
því loknu telur fólk seðlana, og get-
ur dundað sér við það í nokkra
daga, án tímapressu og fyrir opn-
um tjöldum. Sú talning gildir á
endanum. Með þessu móti þyrfti
enginn að telja langt fram á morg-
un.
Einhver gæti spurt: Getur svona
kerfi ekki orðið fyrir tölvuárásum?
Svarið við því er játandi, það getur
gerst – en þar sem pappírskosn-
ingin gildir hefur sú staðreynd
ekki eins mikla þýðingu og ef kosn-
ingin væri eingöngu rafræn. Í því
vonandi sjaldgæfa tilviki að tölvu-
tæknin brygðist þannig að fólk
gæti ekki kosið væri hægt að leyfa
því að kjósa með blýanti. Blýants-
atkvæðin yrðu þá talin sérstaklega.
Jafnvel væri hægt að gefa fólki val
um hvort það kysi með tölvuskjá
eða blýanti. Að líkindum yrðu blý-
antsatkvæðin í örlitlum minnihluta
og gætu verið talin hratt og örugg-
lega.
Það er von undirritaðs að þessi
hugmynd verði tekin til skoðunar.
Hugmynd að nýrri
aðferð við kosningar
Eftir Konráð
Jónsson
»Með þessu móti
sparaðist launa-
kostnaður og enginn
þyrfti að telja vansvefta
langt fram á morgun.
Konráð Jónsson
Höfundur er lögmaður.
konrad@jsg.is
Eiður Guðmundsson fædd-
ist 2. október 1888 í Sörla-
tungu í Hörgárdal. Foreldrar
hans voru hjónin Guðmundur
Guðmundsson, f. 1855, d. 1947,
hreppstjóri á Þúfnavöllum í
Hörgárdal, og Guðný Lofts-
dóttir, f. 1861, d. 1952.
Eiður varð búfræðingur frá
Hólum 1906 og var bóndi á
Þúfnavöllum 1917-1950, og var
búsettur þar síðan, og hrepp-
stjóri í Skriðuhreppi 1935-
1972. Hann var sýslunefndar-
maður 1933-1974 og oddviti
hreppsnefndar 1916-1922.
Hann var í stjórn Kaupfélags
Eyfirðinga 1950-1960. Hann
kom á fót lestrarfélagi í
Skriðuhreppi 1910 og fóður-
birgðafélagi 1922. Hann var
formaður búnaðarfélagsins
þar í sveit í mörg ár og var
lengi formaður skólanefndar.
Hann sat í stjórn Framsókn-
arfélags Eyfirðinga 1948-1960.
Eiður safnaði ýmsum fróð-
leik um sveitina sína og komu
út margar bækur eftir hann,
m.a. Búskaparsaga Skriðu-
hrepps forna, sem er með
þeim skemmtilegri af þessum
toga.
Fyrri kona Eiðs var Lára
Friðbjarnardóttir, f. 1897, d.
1937. Þau eignuðust þrjú börn.
Seinni kona Eiðs var Líney
Guðmundsdóttir, f. 1911, d.
1988. Þau eignuðust tvö börn.
Eiður lést 10.11. 1984.
Merkir Íslendingar
Eiður Guð-
mundsson