Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Gaflaraleikhúsinu Hafnarfirði
Sunnudaginn 3. október kl. 13.00
Miðasala á
Tix.is
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ráðgjöf um loðnukvóta upp á 904
þúsund tonn á vertíðinni í vetur, þann
stærsta síðan í byrjun aldarinnar,
voru tíðindin sem bárust frá Haf-
rannsóknastofnun í gærmorgun. Í
hlut Íslands koma rúm 662 þúsund
tonn eða hátt í tíu sinnum meira en
síðasta vetur þegar kvóti Íslendinga
var um 70 þúsund tonn. Einnig kom
fram á fundinum að árgangurinn sem
bera mun uppi veiðina 2022-23 væri
sterkur.
Skipuleggja vertíðina
Útgerðarmenn sem rætt var við í
gær voru ánægðir með tíðindin, en
tóku jafnframt fram að það væri tals-
vert verkefni að ná þessum kvóta og
hámarka verðmæti úr hráefninu.
Fram undan væri að skipuleggja ver-
tíð við allt aðrar aðstæður en fyrir
um 20 árum þegar vertíð var álíka
stór og sú sem er fram undan. Eftir
væri að veiða fiskinn, vinna og selja
og spurning væri m.a. hvaða áhrif
mikið framboð hefði á markaði. Á
þessari stundu væri ekki tímabært
að slá á hverju vertíðin myndi skila í
útflutningsverðmætum. Tölur upp á
50-60 milljarða heyrðust þó nefndar.
Heimilt er að byrja loðnuveiðar um
miðjan október og er líklegt að einhver
skipanna fari af stað í nóvember. Þá
væri spurning um hvenær loðnan yrði
veiðanleg og hvernig viðraði. Síðustu
ár hefur ekki verið byrjað á loðnuveið-
um fyrr en eftir áramót, þegar loðnu-
veiðar hafa á annað borð verið leyfðar.
Staða fyrirtækjanna er líka misjöfn
hvað varðar veiðar á síld og kolmunna.
Öflugur floti
Ísfélagið, Síldarvinnslan og Brim
eru með mesta hlutdeild í loðnu, um
fimmtung kvótans hvert fyrirtæki, og
koma 120 til rúmlega 130 þúsund
tonn í hlut skipa frá hverju þessara
fyrirtækja. Frá síðustu vertíð hefur
uppsjávarflotinn styrkst og skipum
fjölgað.
Ísfélagið keypti Hardhaus frá Nor-
egi og ber skipið nú nafnið Álsey, en
fyrir voru Heimaey og Sigurður.
Svanur hefur bæst í flota Brims, en
fyrir voru Venus og Víkingur. Nýr og
afkastamikill Börkur kom til Síldar-
vinnslunnar á árinu. Eldri Börkur
ber nú nafnið Bjarni Ólafsson, en
eldra skip með því nafni var selt úr
landi. Vilhelm Þorsteinsson, skip
Samherja, kom einnig nýr til landsins
á árinu. Vinnslustöðin í Eyjum keypti
fyrirtækið Hugin í Eyjum og þá um
leið skip með því nafni. Er fyrirtækið
með þrjú skip á uppsjávarveiðum
eins og Eskja á Eskifirði.
Mikil orka inn í vistkerfið
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, og Birkir
Bárðarson fiskifræðingur fylgdu
ráðgjöfinni úr hlaði á fundinum í
gærmorgun. Þorsteinn sagði meðal
annars að þetta væru mjög góðar
fréttir, ekki bara þegar kæmi að
veiðimöguleikum heldur einnig fyrir
lífríkið. Ekki mætti gleyma því að
loðnan væri ein mikilvægasta fæðu-
tegund margra nytjastofna í okkar
lögsögu og loðnan sem hefði vaxið
upp við Austur-Grænland kæmi með
ótrúlega mikla orku inn í okkar
kerfi.
Hann sagði að miðað við vísitölu
ungloðnu í leiðangrinum væru einnig
góðar horfur fyrir vertíðina 2022-23.
Vonandi værum við að sjá jákvæðar
og varanlegar breytingar hvað
loðnuna varðaði.
685 þúsund tonna vertíð?
Vísitala ókynþroska loðnu mældist
131,5 í haustleiðangrinum, og er sú
þriðja hæsta frá upphafi mælinga,
sem segir að mælst hafi 131,5 millj-
arðar einstaklinga. Í fyrra var vísitala
ungloðnu sú næsthæsta í sögunni eða
146, en hæst var hún nálægt 200 í
haustleiðangri 1995.
Á grundveli mælinga í fyrrahaust
var gefinn út upphafskvóti upp á 400
þúsund tonn, en hefði verið yfir 700
þúsund tonn ef ekki væru til staðar
varúðarreglur um upphafsaflamark.
Þessi ráðgjöf hefur nú verið hækkuð í
904 þúsund tonn, eins og áður er rak-
ið, og verður endurmetin í leiðangri
eftir áramót.
Á heimasíðu Hafrannsóknastofn-
unar er að finna samantekt um stofn-
mat þar sem segir að ekkert upphafs-
aflamark sé sett ef vísitalan sé lægri
en 50. Aflamarkið vaxi síðan línulega
þar til vísitalan sé 127, en þá sé sett
þak á upphafsaflamarkið, 400 þúsund
tonn. Líklegt er að Alþjóðahafrann-
sóknaráðið, ICES, gefi út kvóta upp á
400 þúsund tonn um mánaðamótin
nóvember/desember. Væri ekki fyrir
varúðarnálgun gæti vísitala upp á
131,5 gefið væntingar um 685 þús
tonna vertíð.
Risavertíð fram undan í vetur
- Tæplega tífalt magn í hlut Íslendinga miðað við síðustu loðnuvertíð - Vísbendingar um aðra
sterka vertíð að ári - Veiðar gætu hafist í næsta mánuði - Loðnan mikilvæg fyrir lífríkið
Heildarloðnuafli fráfiskveiðiárinu2001/2002
01/02 06/07 11/12 16/17 21/22
1.250
1.000
750
500
250
0
Loðnuafli, þús. tonn Ráðgjöf fyrir fiskveiðárið 2021/2022, þús. tonn
Engar loðnuveiðar
voru stundaðar
18/19 og 19/20
904
Heimild: Hafrannsóknastofnun
Morgunblaðið/Eggert
Hafrannsóknastofnun Þorsteinn Sigurðsson forstjóri kynnir ráðgjöfina á
fundi með fjölmiðlamönnum í húsakynnum Hafró í Hafnarfirði í gær.
Tilboð í smíði nýs rannsóknaskips
fyrir Hafrannsóknastofnun voru
opnuð hjá Ríkiskaupum í gær. Alls
bárust þrjú tilboð og komu þau öll
frá spænskum skipasmíðastöðvum.
Farið verður yfir tilboðin á næstu
vikum og munu formlegar viðræður
hefjast í framhaldinu.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segist ekki
vita hve langan tíma samninga-
viðræðurnar taki en vonast eftir að
smíði skipsins hefjist í byrjun næsta
árs.
„Þá gætum við fengið nýja skipið
innan tveggja ára frá næstu áramót-
um. Viðmiðunartalan er tvö ár frá
því að smíði hefst en auðvitað á með-
an Ríkiskaup eru að fara yfir þetta
þá höfum við ekki fengið að sjá til-
boðin,“ segir Þorsteinn.
Hann bætir við að ekki geti fleiri
boðið í útboði en aftur á móti geti fé-
lögin sem hafa nú þegar tekið þátt í
því fengið tækifæri til þess að bjóða
betur. Verðið á nýja rannsóknaskip-
inu liggur ekki fyrir.
logis@mbl.is
Teikning Vonast er eftir skipinu innan tveggja ára frá áramótum.
Þrjú tilboð og öll
komu þau frá Spáni
- Nýtt hafrannsóknaskip í sjónmáli
Af úthlutuðum loðnukvóta koma
80% í hlut Íslands eða 723.200
tonn af ráðgjöf upp á 904 þúsund
tonn. Af þeirri tölu dragast 30
þúsund tonn frá vegna samnings
Íslendinga og Færeyinga, en í
samningnum er kveðið á um að af
hlut Íslands fari 5% af heildinni til
Færeyinga með þaki við 30 þús-
und tonn ef kvótinn er hálf milljón
eða meira. Smugusamningur Ís-
lands og Noregs felur í sér að
Norðmenn mega veiða hér við land
tæplega 31 þúsund tonn af loðnu á
næstu vertíð, sem koma á móti
þorskveiðum Íslendinga í Barents-
hafi. Þá standa eftir rúmlega 662
þúsund sem koma í hlut Íslands,
en alls fara um 242 þúsund tonn
til erlendra skipa.
Grænlendingar eiga 15% af
kvótanum eða 135.600 tonn og
Norðmenn 5% eða 42.500 tonn,
auk fyrrnefndra 30 þúsund tonna
vegna Smugusamningsins. Hluti af
samningsbundnum hlut Græn-
lendinga hefur farið til ESB, sem
hefur síðan framselt þær heimildir
til Norðmanna. Í norska blaðinu
Fiskaren kom fram í gær að hlutur
Norðmanna í loðnuveiðunum yrði
alls að minnsta kosti 85.759 tonn.
Mega veiða 242 þúsund tonn
SAMNINGAR VIÐ ERLEND RÍKI UM LOÐNUVEIÐAR