Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
✝
Þór fæddist í
Reykjavík á
Bjarkargötu 10,
21. nóvember
1949. Hann lést
11. september
2021.
Foreldrar Þórs
voru Matthías
Ingibergsson apó-
tekari, f. 21.2.
1918, d. 28.6. 2000,
og Katla Magnús-
dóttir húsmóðir, f. 28.7. 1924,
d. 22.10. 2016.
Systkini Þórs eru: Freyja, f.
26.1. 1946, Guðrún Edda, f.
19.12. 1952, og Sif, f. 1.6. 1954.
Þór ólst upp á Selfossi, þar
voru Gladys Doreen Jones, f.
8.12. 1925, d. í apríl 1978, fað-
ir hennar var Peter
Kendall-Jones, f. 13. apríl
1914, d. í apríl 1992.
Þór og Janet eignuðust
dótturina Yrju, f. 4.4. 1991.
Þær mæðgur búa í Bretlandi.
Þór og Jan ráku verslunina
Kendal á Laugaveginum, seldu
þar fínar kristals- og postu-
línsvörur frá Bretlandi o.fl.
Þau fluttu síðan til Bret-
lands og bjuggu og stunduðu
verslunarrekstur þar. Leiðir
þeirra Jan og Þórs skildi eftir
34 ára hjúskap og þá flutti
Þór aftur til baka til Íslands
og bjó til dauðadags í Reykja-
vík.
Útförin fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna 22. sept-
ember 2021.
sem faðir hans
fékk stöðu apótek-
ara í Apóteki
Kaupfélags Árnes-
inga. Eftir barna-
skólann fór Þór í
Skógarskóla, síðan
í verslunarskóla til
Þýskalands.
Þór vann lengi
sem blaðamaður
hjá Vísi, síðar
vann hann hjá Ice-
landair í London og Air At-
landa.
Í gegnum þá vinnu kynntist
Þór fyrrverandi eiginkonu
sinni, Janet Kendall-Jones, f.
27.10. 1952. Foreldrar hennar
Þór bróðir okkar fæddist í
Reykjavík 21. nóvember 1949.
Þriggja ára gamall flutti hann
með foreldrum sínum og systur
á Selfoss. Þar ólst hann upp og
átti góða æsku og eignaðist
góða vini.
Eins og títt var á uppvaxt-
arárum Þórs fór hann í sveit á
sumrin í nokkur ár. Fyrst að
Laugardalshólum í Laugardal,
þá smágutti, til þáverandi ábú-
enda. Móðir hans hafði sjálf
verið í sveit á sama bæ frá unga
aldri á hverju sumri í 16 ár. Þar
kynntist hann fyrst sveitalífinu
og heillaðist af því. Einkum
kviknaði hjá honum óbilandi
áhugi á hestum og hesta-
mennsku. Síðar á ævinni eign-
aðist hann sína eigin hesta og
naut þess að skreppa í reiðtúra
og sinna umhirðu þeirra. Hann
var einnig í stuttan tíma í sveit
í Neðra-Dal í Biskupstungum
hjá æskuvinkonu móður hans,
og eiginmanni hennar og son-
um.
Þór hafði fallegt hjarta, var
hjálpfús og alltaf tilbúinn að
bjóða fram lið sitt. Minntist
hann oft á að hafa bjargað
yngri systrum sínum úr „barna-
breks-klípum“ eins og þegar
þær máluðu „listaverk“ á veggi
heimilisins. Vildi hann forða
þeim frá yfirvofandi hegningu
föður þeirra, tók fram áhöld og
byrjaði að hreinsa „listaverkin“
af veggjunum. Kom faðir hans
að honum við þá iðju og taldi að
Þór væri að reyna að fjarlægja
eigin verk og var tekinn ræki-
lega í karphúsið í þeirra stað.
Átti hann það til að fara í jaka-
hlaup á Ölfusá ef aðstæður
leyfðu og lenti þá aftur í „karp-
húsi“ föður síns.
Eftir lögboðna skólagöngu á
Selfossi var hann sendur til
frekari náms í Skógaskóla, en
undi hag sínum ekki þar og fór
þá til Þýskalands í verslunar-
skólanám. Hann nýtti sér ekki
það nám fyrr en síðar á ævinni.
Eftir heimkomuna fór hann að
vinna sem blaðamaður hjá Vísi
og var meðal annars sendur
sem blaðamaður til Vestmanna-
eyja við upphaf gossins í Eyj-
um.
Eftir einhvern tíma sem
blaðamaður fór hann að vinna á
Reykjavíkurflugvelli hjá Ice-
landair en síðar Atlanda. Á
þeim tíma kynntist hann Janet
Kendall Jones frá Simbabve.
Felldu þau hugi saman og gift-
ust árið 1979. Bjuggu þau um
tíma í Kópavogi og ráku saman
verslun í Reykjavík sem hét
Kendal. Eftir það fluttu þau til
Englands og stunduðu þar
einnig verslunarrekstur um
tíma. Þar eignuðust þau einka-
dótturina Yrju árið 1991 og var
hún sólargeisli föður síns alla
tíð. Þar sem hestamennskan
hafði ávalt verið hans stóra
áhugamál þráði hann að kynna
dóttur sína fyrir hestamennsku
og keypti í þeim tilgangi ís-
lenskan hest í Bretlandi. Undi
fjölskyldan hag sínum vel í
Bretlandi í mörg ár, en svo kom
að því að þau hjónin slitu sam-
vistum. Flutti Þór í kjölfarið til
Íslands og bjó þar til dauða-
dags en þær mæðgur búa enn í
Bretlandi. Þrátt fyrir skilnaðinn
héldu þau þrjú nánu sambandi
og vináttu allt fram á hans síð-
asta dag.
Að lokum sótti hinn illvígi
sjúkdómur krabbamein Þór
heim og varð hans banamein
eftir harða og hetjulega baráttu
í nokkur ár. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans 11. sept.
sl.
Elsku Jan og Yrja, við systur
og fjölskyldur okkar vottum
ykkur dýpstu samúð vegna and-
láts Þórs.
Megi hann hvíla í friði!
Freyja, Edda og Sif.
Þór Matthíasson er látinn
eftir stranga baráttu við
krabbamein. Hann tókst á við
sjúkdóminn af festu og kjarki,
kvartaði ekki og vildi ekki láta
vorkenna sér. Þór var góður
drengur, mörgum kostum bú-
inn, heilsteyptur, réttsýnn og
sanngjarn. Þór hafði góða frá-
sagnargáfu og var þannig tals-
vert líkur móður sinni, henni
Kötlu, sem hafði slíka náðar-
gáfu. Hann var hjartahlýr og
traustur félagi. Hann tók verð-
andi mági sínum mjög vel og
fyrir það er ég ákaflega þakk-
látur.
Sem ungur maður starfaði
Þór lengi hjá Loftleiðum. Lífið
breyttist úr fjörugu ungkarlalífi
í staðfestu eftir námskeið nokk-
urt í Reykjavík, sem nokkrir
starfsmenn Loftleiða á Heath-
row sóttu. Þar hitti hann unga
konu sem hann hreifst ákaflega
af. Nokkur kvöld meðan á nám-
skeiðinu stóð þurfti ég að hlusta
á langar lýsingar Þórs á þessari
konu, þannig að mér fannst sem
ég gjörþekkti Jan löngu áður
en ég hitti hana. Lýsingar Þórs
á henni reyndust allar vera
sannar og var hún honum
traustur félagi og vinur alla tíð.
Þór og Jan bjuggu mestan
hluta af búskapartíð sinni í
Englandi, þar sem þau ráku
m.a. verslun með veiðivörur.
Þau voru höfðingjar heim að
sækja. Í fallegu suðurensku
umhverfi naut Þór sín ákaflega
vel. Hann þekkti vel til veiði-
staða og veiðiaðferða í ám og
vötnum, auk þess sem Suður-
England býður upp á fjölbreyti-
lega skotveiði. Hann átti í ást-
ar/haturs-sambandi við íkorna
svæðisins og reyndi árangurs-
laust að losa sig við þá með loft-
riffli. Íkornar eru kvikir og Þór
vildi eflaust ekki skaða þessi
fallegu dýr.
Íslenski hesturinn var hluti
af lífsstílnum þótt fjölskyldan
byggi erlendis. Mikill tími fór
hjá þeim feðginum í að sinna
Sendli, hesti Yrju. Sendill þurfti
sína athygli og hreyfingu og
þessu áhugamáli Yrju sinnti
Þór af mikilli elju. Sjálfur var
hann reyndar liðtækur hesta-
maður á unglingsárunum. Yrja
stundaði tónlistarnám sem barn
og unglingur og æfði og spilaði
á risastóra hörpu. Það var
meiriháttar mál að ferja hörp-
una fram og til baka og sinnti
Þór því af einstakri lagni. Enda
voru skemmtilegar sögur af
hörpuflutningum meðal bestu
frásagna Þórs.
Góður vinur er fallinn frá. Ég
sendi Yrju og Jan mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jörundur Svavarsson.
Þór Matthíasson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent er ráð-
legt að senda myndina á net-
fangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar