Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning um listamanninn Mugg, Guðmund Thorsteinsson, verður opnuð í dag, laugardag, kl. 15.30 í Listasafni Íslands. Muggur fæddist á Bíldudal árið 1891 og flutti með fjölskyldu sinni til Kaupmanna- hafnar árið 1903. Þar nam hann myndlist við Konunglega listaháskólann á árunum 1911- 1915 og tók að því loknu við list- ferill sem varð aðeins tæp tíu ár þar sem Muggur lést úr berklum árið 1924. Á þeim stutta tíma tókst honum þó að afkasta miklu og einna þekktast af verkum hans er barna- bókin ástsæla Dimmalimm sem hann bæði skrifaði og myndlýsti. Þótti stíll hans natúralískur og frá- sögnin oftar en ekki í fyrirrúmi, eins og því er lýst í tilkynningu, og verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi. Notaði óhefðbundin efni Kristín G. Guðnadóttir er sýning- arstjóri sýningarinnar og segir hún að þó Muggur hafi fyrst og fremst starfað sem myndlistarmaður hafi hann líka leikið á sviði og sungið gamanvísur. Sem myndlistarmaður fékkst hann bæði við olíumálverk, teiknaði og vann klippi- og vatns- litamyndir auk þess að vinna með óhefðbundin efni. „Það sem einkenndi hann svolítið var þessi notkun hans á óhefð- bundnum efnum eins og textíl og út- saumi. Það þótti nú ekki vera karl- mannlega iðja að fást við útsaum þannig að hann var svolítið á undan sinni samtíð og ögraði samtímanum með því að fást við miðla sem ekki voru viðurkenndir sem verðugir,“ segir Kristín. „Og ekki nóg með það heldur tróð hann líka upp á skemmtunum, söng og lék og var gríðarlega hæfileikaríkur á mörgum sviðum. Og þessi fjölhæfni hans, auk þess að hann var einstaklega myndarlegur maður, varð til þess að honum var boðið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sögu Borgarætt- arinnar og ég held að Gunnar Gunn- arsson hafi staðið á bak við það.“ Fyrsti húmoristinn Á sýningunni er leitast við að gera öllum þáttum myndsköpunar Muggs skil og spannar hún vítt svið. Má þar í verkum hans sjá landslag, sveitasælu, þjóðlíf á Íslandi og er- lendis, ferðaminningar frá framandi stöðum og þá m.a. skemmtanalífi í New York sem hann upplifði árið 1915. Einnig má sjá í verkum Muggs þjóðsagna- og ævintýraheim þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar og náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka, eins og það er orðað í tilkynn- ingu. Þar segir einnig að mynd- skreytingar Muggs við þjóðsögur séu oft með áherslu á skoplegar hliðar þeirra og hann fyrir vikið tal- inn fyrsti húmoristinn meðal ís- lenskra myndlistarmanna. Kristín segir sýninguna í Lista- safni Íslands vera yfirlit yfir allan feril Muggs og verkunum skipt í efnisflokka en ekki raðað í tímaröð. „Við erum með landslag og ferða- myndirnar hans, þjóðsögur, ævin- týri og trúarleg verk sem voru stór hluti af því sem hann gerði,“ út- skýrir hún. Nú er heldur ólíklegt að yngri kynslóðir Íslendinga þekki til Muggs en Kristín bendir á að flestir þekki hann enn í dag sem höfund Dimmalimmar. „Það hefur ekki ver- ið haldin yfirlitssýning á Muggi í 30 ár og auðvitað fennir fljótt í sporin þegar verkin eru ekki dregin fram en ég held að margir tengi við Dimmalimm og við erum svo heppin að fá frumhandritið að Dimmalimm á sýninguna sem hefur aldrei verið sýnt áður,“ segir hún. Ný hlið á Muggi Verkin á sýningunni eru bæði í einkaeigu og úr safneigninni en árið 1958 fékk safnið 46 verk eftir Mugg að gjöf frá danska listmálaranum og prófessornum Elof Risebye. „Við fórum í mikla herferð, aug- lýstum eftir verkum og erum búin að skrá um 150 verk í einkaeigu. Sum þeirra hafa aldrei verið sýnd áður og það er mjög áhugavert. Ég held að okkur takist að draga fram dálítið nýja hlið á Muggi og sýna bæði breiddina og dýptina í höfund- arverki hans,“ segir Kristín. Hún segir sérstöðu Muggs á sín- um tíma hafa verið áhuga hans á mannlífi og þjóðlífi. „Ég held að hans verði minnst í sögunni fyrir myndskreytingarnar sínar og fyrir þessar þjóðlífsmyndir,“ segir Krist- ín að lokum. Sýningin stendur yfir til 13. febr- úar 2022. Hæfileikaríkur á mörgum sviðum - Sýning um listamanninn Mugg, Guðmund Thorsteinsson, opnuð í Listasafni Íslands - Frumhand- ritið að Dimmalimm sýnt í fyrsta sinn - Sýningarstjóri segir Mugg hafa verið á undan sinni samtíð Morgunblaðið/Unnur Karen Í safni Kristín G. Guðnadóttir sýningarstjóri og Helgi Már Kristinsson sýningarhönnuður í Listasafni Íslands með tvö af verkum Muggs á bak við sig. Muggur Bókaforlagið Una gefur út ýmisleg innlend og erlend skáldverk fyrir jól- in. Hvað erlenda höfunda varðar er nýkomin út Það sem hangir um háls- inn eftir nígeríska rithöfundinn Chi- mamanda Ngozi Adichie, sem var meðal gesta á Bókmenntahátíð í Reykjavík fyrir stuttu. Bókin er smásagnasafn þar sem Adichie fjallar meðal annars um stöðu kvenna í karlasamfélagi, sambönd foreldra og barna í síbreytilegum heimi, þjóðfélagslegan óstöðugleika í Afríku og upplifun innflytjenda í Bandaríkjunum. Janus Christiansen þýddi. Önnur erlend bók sem Una gefur út er Sjálfsævisaga Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein, sem telst með lykilverkum módernismans. Tinna Björk Ómarsdóttir þýðir bókina, en í henni segir Gertrude Stein frá lífinu í París í upphafi tuttugustu aldar þeg- ar listmálarar og rithöfundar söfn- uðust saman á vinnustofu Stein, til að mynda Picasso, Matisse, Cézanne, Hemingway, Fitzgerald og margir fleiri. Af íslenskum verkum er fyrst að telja ljóðabókina Kona lítur við eftir Brynju Hjálmsdóttur, sem útgefandi lýsir sem gáskafullu femínísku furðuverki í þremur hlutum. Í verk- inu er víða komið við, svo sem í sjó, saumaklúbbi, hárgreiðslustofu, bíl- skúr og fylgsni undarlegs óramanns, en ferðalaginu lýkur svo í stórbrot- inni útópíu. Einnig er væntanleg skáldsaga Júlíu Margrétar Einarsdóttur sem ber nafnið Guð leitar að Salóme. Þetta er önnur skáldsaga Júlíu og segir frá því er Salóme týnir kett- inum sínum rétt fyrir jólin og í ör- væntingarfullri leit sinni venur hún komur sínar á Kringlukrána. Hún sest við barinn og skrifar bréf þar sem hún opinberar sig í fyrsta sinn. Bréfin eru stíluð á hina dularfullu Helgu sem vann með Salóme í versl- uninni Betra lífi tíu árum fyrr. Í bréf- unum afhjúpar Salóme sjálfa sig og leitar skilnings á fjölskyldusögunni, ástinni og sálarstríði ungrar konu í grátbroslegum smábæjarharmleik þriggja ættliða á Akranesi. Umframframleiðsla er ljóðabók eftir Tómas Ævar Ólafsson, sem lýst er sem ljóðrænni rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskj- unnar. Ljóðabálkurinn fylgir leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu. Hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna; trún- aðarvinkonu, sálfræðings og ókunnugrar manneskju á öldurhúsi. Verkið skoðar hlustun og viðbrögð þeirra við óefninu. Una gefur einnig úr ljóðasafn ljóð- skálda af erlendum uppruna sem bú- sett eru á Íslandi. Í ljóðasafninu, sem ber heitið Pólífónía af erlendum upp- runa, og Natasha Stolyarova rit- stýrir, er ljóð eftir Önu Mjallhvíti Drekadóttur, a rowlings, Deepa R. Iyengar, Elías Knörr, Ewu Marc- inek, Francescu Cricelli, Giti Chandra, Jakub Stachowiak, Juan Camilo Roman Estrada, Mao Al- heimsdóttur, Meg Matich, Natöshu Stolyarova, Randi W. Stebbins, Soff- ie Hermansson Eriksdatter og Vilja- Tuulia Huotarinen. Það koma einnig margir höfundar að smásagnasafninu Þæginda- rammagerðinni. Í því eiga sögur Ás- dís Björg Káradóttir, Berglind Ósk Bergsdóttir, Birna Hjaltadóttir, Bryndís Eva Ásmundsdóttir, Elín Edda Þorsteinsdóttir, Halldór Magnússon, Ingólfur Eiríksson, Jón- ína Óskarsdóttir, Kristín Nanna Ein- arsdóttir, Númi Arnarson, Rannveig Lydia Benediktsdóttir, Sigríður Lá- retta Jónsdóttir, Sigurbjörg Að- alsteinsdóttir, Ugla Jóhanna Egils- dóttir, Þuríður Sóley Sigurðardóttir og Ægir Þór Jahnke. Ritstjórar voru Karitas M. Bjarkadóttir, Sigríður Inga Sigurðardóttir, Sigríður Wöhl- er og Sæunn Þórisdóttir. Úrval af ýmislegum skáldskap - Una gefur út innlendan og erlendan skáldskap - Væntanlegt ljóðasafn ljóðskálda af erlendum uppruna sem búsett eru á Íslandi - Smásagnasafn Chimamanda Ngozi Adichie komið út Mao Alheimsdóttir Gertrude Stein Brynja Hjálmsdóttir Júlía Margrét Einarsdóttir Chimamanda Ngozi Adichie a rowlings Natasha Stolyarova Tómas Ævar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.