Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Myndlistarkonan Guðný Rósa Ingi- marsdóttir lýsir vinnu sinni með orðum á borð við „athöfn“, „endur- tekningu“ og „uppgötvun“ þegar hún leiðir blaðamann um sýningu sína opus – oups sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, kl. 14 og stendur fram í janúar á næsta ári. Sýningin opus – oups er yfirlits- sýning á verkum Guðnýjar undan- farinn aldarfjórðung. Hún er sú fimmta í röð sýninga í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þar sem tekinn er til skoðunar ferill listamanns sem þegar hefur mark- að áhugaverð spor og má ætla að sé á listferli sínum miðjum. Um sýn- ingarstjórn sér Ólöf Kristín Sigurð- ardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Sýningin er ekki sett upp í tíma- röð heldur er hugsunin sú að gestir hægi ferðina og upplifi verkin sem eina heild. Þá eru smáatriðin ekki síður mikilvæg til þess að átta sig á heildarmyndinni. Það fyrsta sem mætir manni er röð pappírsverka, það elsta frá 1995 en önnur nýleg. Þau spanna þannig hinn tuttugu og fimm ára langa feril listakonunnar. Guðný, sem er fædd 1969, stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla Íslands og lauk framhalds- námi í L‘Ensav La Cambre í Brussel og í HISK í Antwerpen í Belgíu. Hún hefur sýnt verk sín á einkasýningum hér á Íslandi og víðs vegar um Evrópu. Verk hennar má finna í opinberum söfnum í Frakklandi, Belgíu, Slóveníu og Íslandi. Samtal Guðnýjar og pappírsins Guðný hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsa miðla, til dæmis má finna bæði myndbandsverk og hljóðverk á sýningunni auk ljós- mynda og prjónaverka, en papp- írinn hefur þó verið í aðalhlutverki á hennar ferli. „Stundum finnst mér þetta einfaldlega vera eins og sam- tal á milli mín og pappírsins,“ segir myndlistarkonan. Hún leggur áherslu á að ferlið, at- höfnin sem á sér stað við vinnslu verkanna, skipti mestu máli. Þar verði til ákveðinn taktur sem hún verði að fylgja og þannig skapist verkin. „Það sem skiptir öllu máli er athöfnin, það að vera að, ákveðinn taktur og endurtekning. Eflaust ákveðið form hugleiðslu. Bestu dag- arnir eru þeir sem eru, þegar maður jafnvel gleymir að borða og allt í einu er dagurinn farinn.“ Guðný býr og starfar í Belgíu. Hún segir að á vinnustofu sinni í Brussel séu um tíu borð og hún vinni á þeim öllum. „Teikningarnar og ég ferðumst um á vinnustofunni.“ Listamaðurinn er ófeiminn við að vinna áfram með verk sín eftir að þau eru í raun tilbúin og hluta þau þá jafnvel í sundur. „Ef verkin eru í mínum höndum þá eru þau ávallt í hættu.“ Guðný geymir allt. Hver einasta úrklippa og pappírsbútur er varðveittur og fær ef til vill nýtt hlutverk í öðru samhengi, í öðru verki. „Þetta er sífelld endur- vinnsla.“ Formin endurtaka sig Verk frá ólíkum tímum kallast á, því form frá eldri verkum dúkka upp í þeim nýju. „Það sem er til dæmis svo skemmtilegt við að setja upp svona sýningu er að finna aftur formin sem endurtaka sig og koma upp á yfirborðið,“ segir Guðný og bendir á brot úr gömlum ljós- myndum og gömlum skissum sem stinga upp kollinum í nýjum verk- um. Guðný hefur á ferli sínum leitað í umhverfi sitt og reynsluheim til inn- blásturs. Verk hennar eru sögð ein- kennast af nákvæmni og eru gjarnan skorin út, teiknuð með fínlegum blýanti, saumuð með tvinna og ólík efni jafnvel skeytt saman. Verkin sem til verða eru nokkuð látlaus en verða áhugaverðari eftir því sem maður rýnir betur í þau. „Þau hafa ávallt verið eins og í þoku. Öðru hvoru eru þau skýrari en öskra aldr- ei á athygli. Þú missir eiginlega af þeim ef þú nálgast þau ekki.“ Guðný vinnur ekki beint með ein- hver ákveðin viðfangsefni en þó má sjá vissa þræði í verkum hennar. Hún segir að þar megi til dæmis oft finna eitthvað sem minnir á líffræði, meðal annars eru sexhyrnd form sem minna á býflugnabú í ýmsum verkum, og að reglulega komi upp talnarunur. „Ætli þetta sé ekki ein- hver þráhyggja,“ segir hún og hlær. „Mörg verkanna hafa með samveru að gera. Þótt ég sé ein á vinnustof- unni þá eru upphafspunktarnir oft annarra, eða felast í samverustund- um með öðrum.“ Titillinn opus – oups fangar vel þá nálgun sem Guðný hefur á listina. Hvernig stöfunum er víxlað í orð- unum tveimur minnir á hvernig Guðný sker hluta úr verki út og kemur honum fyrir í nýju samhengi. Hún segir þó að titillinn hafi ekki síður með uppgötvun, eða ákveðna hrifningu, að gera enda er „oups“ einfaldlega franska útgáfan af hinu íslenska „úps“. „Ég hef jafnvel tekið eftir því að þegar ég hef verið að vinna undan- farið þá segi ég þetta oft stundar- hátt. Ég tengi titilinn við þessa and- akt þegar maður finnur eitthvað eða hrífst af einhverju. Við eitthvert hik. Titillinn vitnar í hvern einasta bita sem þú grípur og finnur, í allt sem lætur þig staldra við. Ég tengi þetta því við undrun og ákveðna töfra.“ Falleg tilfinning Guðný hefur reglulega sýnt verk sín hér á landi en aldrei haldið sýn- ingu af þessari stærð. Þegar hún er spurð hvernig tilfinning það sé að sjá öll þessi verk saman komin á stórri yfirlitssýningu segir hún: „Þetta er ofsalega þakklát og falleg tilfinning. Það er yndislegt að fá svona tækifæri.“ Hún segir verkin sín öll tengd. „Eflaust er það bara sjálfið sem er tengingin en það er einstakt að sjá þau saman. Svona verkefni gefur þér vissulega tækifæri til þess að draga fram eldri verk og það er sér- skakt að komast aftur í alla þessa upphafspunkta. Það er því einstakt tilhlökkunarefni að komast aftur á vinnustofuna. Maður veit ekkert hvað á eftir að gerast og bíður átekta.“ Guðný verður með leiðsögn um sýningu sína opus – oups í Vestursal Kjarvalsstaða á morgun, sunnudag- inn 3. október, kl. 14. Ólöf Kristín Sigurðardóttir sýningarstjóri og Eva Wittocx listfræðingur munu einnig taka þátt í leiðsögninni sem fer fram á ensku. Morgunblaðið/Eggert Töfrar „Titillinn vitnar í hvern einasta bita sem þú grípur og finnur, í allt sem lætur þig staldra við. Ég tengi þetta því við undrun og ákveðna töfra,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir um opus – oups. Minning um athafnir og augnablik - Yfirlitssýningin opus – oups, með verkum Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, opnuð á Kjarvalsstöðum í dag - Verkin eru aldrei óhult í höndum myndlistarkonunnar - Leiðsögn um sýninguna á morgun Guðni Tómasson, dagskrárgerðar- maður á Rás 1, kemur í heimsókn á Gljúfrastein á morgun, sunnu- dag, klukkan 16 og hyggst „grúska í plötusafni“ Halldórs Laxness. Við sögu koma einnig erindi Halldórs um tónlist í Ríkis- útvarpinu og dýrgripir sem leyn- ast í safni hans. Leikin verða tóndæmi og sagt frá þeirri tónmenningu sem áður ríkti á Gljúfrasteini. Úr verður samtal við gesti og jafnvel út- varpsþáttur. Halldór Laxness hafði mikla un- un af sígildri tónlist. Hann dáði til að mynda Bach. Í stofunni á Gljúfrasteini stendur flygill sem skáldið var vant að leika á sér til ánægju og úti í horni er plötuspil- ari með ýmsu forvitnilegu. Miðar verða seldir í safnbúð Gljúfra- steins en ókeypis er fyrir öryrkja, atvinnulausa og börn yngri en 18 ára. Gersemar Guðni Tómasson með hljómplötur úr safni Halldórs Laxness. Guðni skoðar plötur Halldórs Laxness Mannamyndasafnið er heiti sýn- ingar sem verður opnuð í Þjóðminja- safni Íslands við Suðurgötu í dag, laugardag, klukkan 14. Á sýningunni getur að líta afar fjölbreytilegt úrval mannamynda úr safneigninni. Í Ljósmyndasafni Íslands, sem er ein deilda Þjóðminjasafnsins, er safnheild sem ber heitið Manna- myndasafn. Í henni er að finna ólík- ar gerðir mynda, þar á meðal mál- verk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk, en eins og segir í tilkynningu frá safninu þá eiga myndirnar það allar sameig- inlegt að sýna fólk. Á þessari nýju sýningu eru safn- kostinum gerð skil í gegnum 34 þemu sem ná ýmist yfir myndefnið eða gerð mynda. Þar má til dæmis skoða elstu mannamyndina sem þekkt er á Íslandi, ljósmyndir af þátttakendum í fyrstu íslensku feg- urðarsamkeppninni og myndir af ýmsum hópum, gömlum og nýjum. Myndirnar eru sagðar hafa marg- þætt gildi. Þær eru til að mynda heimild um fyrri tíð, útlit og klæðnað einstaklinga. Þá vitnar úrvalið sem sýnt er um þróun í gerð manna- mynda; frá aldagömlum teikningum og málverkum yfir í stafrænar myndir. Jafnvel umgjörð og fram- setning þeirra er ákveðin heimild. Stofnað var til Mannamyndasafnsins innan Þjóðminjasafns árið 1908, fyr- ir 113 árum, og var tilgangur þess í upphafi að safna myndum af öllum Íslendingum. Í því eru nú yfir 60.000 myndir, afar fjölbreytilegar eins og fyrr er sagt, og spanna verkin yfir fjórar aldir. Í safninu eru til að mynda verk eftir margra þekktustu ljósmyndara íslenskrar ljósmynda- sögu, kunna teiknara og myndlistar- menn, auk verka eftir óþekkta höf- unda. Myndirnar hafa að mestu leyti verið gjafir frá einstaklingum og er enn í dag tekið við myndum í Mannamyndasafnið. Alls kyns mannamyndir - Á sýningunni Mannamyndasafnið í Þjóðminjasafni Íslands eru afar fjölbreytilegar myndir úr safneigninni af fólki Blýantsteikning Mynd Sigurðar Guð- mundssonar „málara“, eins stofnenda Forngripasafnsins, frá árinu 1859 af séra Halldóri Jónssyni (1810-1881). Systur Hendrikke Finsen (1877- 1943) og Soffía Dóróthea Finsen Hjaltested (1876-1952) á ljós- mynd eftir Sigfús Eymundsson. Skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur, Gatið, er tilnefnd til Petrona- verðlaunanna í Bretlandi en þau eru veitt árlega fyrir bestu nor- rænu glæpasöguna. Yrsa hlaut þessi verðlaun árið 2015 fyrir sög- una Brakið og var einnig tilnefnd fyrir Aflausn í fyrra. Gatið kom út árið 2017 og hlaut lof gagnrýnenda. Í tilkynningu frá útgefanda höf- undar er til að mynda rifjað upp að gagnrýnandi Financial Times hafi sagt Gatið vera „æsispennandi“ og að íslenskar nætur væru „hvergi eins ógnvekjandi og í óhugnan- legum sögum Yrsu Sigurðar- dóttur“. Veru Knútsdóttir sagði á bokmenntir.is að Gatið mark- aði ákveðin þáttaskil í höf- undarverki Yrsu og sýndi hvernig hún leitaðist við að þróa formið. Victoria Cribb þýddi skáldsög- una á ensku. Auk Yrsu eru tilnefndir til verð- launanna höfundarnir Anne Holt, Jørn Lier Horst og Thomas Enger, Håkan Nesser, Mikael Niemi og Agnes Ravatn. Yrsa tilnefnd til Petrona-verðlaunanna Yrsa Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.