Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Elsku afi og nafni
eins og þú kallaðir
mig oft, mér finnst
oft erfitt að koma til-
finningum mínum frá mér á blað
og ég hef mikið undanfarna daga
hugsað til þín og alla þeirra góðu
stunda sem við áttum saman sem
hefðu átt að vera miklu fleiri en
þær voru í raun.
Samskipti okkar voru mun
meiri hér á árum áður og það eru
margar fallegar minningar sem
ég hef rifjað upp síðustu daga. Ég
hugsaði til allra sundferðanna
sem við fórum í saman, einnig
standa upp úr skákrimmurnar
sem við tókum þegar ég gisti hjá
ykkur og ég man hvað það pirraði
mig mikið að þú leyfðir mér alltaf
að vinna og ég var að skamma þig
fyrir það en það skipti engu máli
fyrir þig; þú leyfðir mér samt að
vinna næstu skák.
Einnig rifjuðust upp heim-
sóknir mínar upp í vinnu til þín í
Eimskip og ég man ennþá eftir
því hvar skrifborðið þitt var og
hvernig maður gat gengið beint
Gunnar Ólafsson
✝
Gunnar Ólafs-
son fæddist 21.
september 1923.
Hann lést 3. sept-
ember 2021.
Útför hans fór
fram 17. september
2021.
upp stigann til þín
án þess að þurfa að
biðja um leyfi í af-
greiðslunni eins og
tíðkast nú á dögum.
Ég eignaðist svo
tvo stráka, Aron Elí
og Atlas Andra, og
mér fannst alltaf svo
gaman og fallegt að
fylgjast með þér
horfa á strákana, þú
gast horft á þá tím-
unum saman án þess að segja
neitt, bara að fylgjast með þeim
leika sér saman.
Ég man frá okkar síðustu
heimsókn upp á spítala að það var
eitthvað við þig sem ég hafði ekki
séð áður í þínu fari, Auður systir
sagði mér að hún hefði verið hjá
þér nokkrum dögum áður og
henni hefði þá fundist þú vera
sami afi og alltaf, en ég upplifði
þig hræddan og það var nokkuð
sem ég var að upplifa með þér í
fyrsta skipti og hafði aldrei upp-
lifað með þér áður.
Við ræddum saman og ég var
að ræða við þig um aldurinn og þú
værir nú ekkert ungur lengur. Þú
ræddir við mig um hluti sem þú
hafðir aldrei rætt áður um að
fyrra bragði og ég hugsaði rosa-
lega mikið til þín næstu daga á
eftir og mér fannst innst inni eins
og þú vissir að þú værir að fara að
kveðja okkur fljótlega en varst
samt að vona að það myndi ekki
gerast.
Það var svo raunin, en þú
kvaddir okkur rúmlega viku
seinna en fallegri kveðjustund
gastu ekki fengið, umvafinn öllum
þínum nánustu í sama herbergi
og ég man að amma og pabbi
komu síðast inn í herbergið og
það var eins og þú værir að berj-
ast við að bíða eftir okkur öllum
áður en þú færir frá okkur og
kvaddir okkur með þínum síðasta
andardrætti.
Elsku afi, ég veit margt hefði
betur mátt fara ef þú horfir til
baka en núna ertu kominn á fal-
legan og rólegan stað þar sem nýr
kafli tekur við.
Gunnar Árnason.
Elsku afi, þegar ég horfi til
baka sitja efst í huga mínum þær
stundir sem ég kom til ykkar
ömmu í næturpössun og á eldri
árum að gista hjá afa og ömmu.
Við fórum alltaf í Laugardals-
laugina og ég horfði á ykkur
ömmu synda og fannst mjög snið-
ugt að veifa til ykkar á bólakafi
meðan þið syntuð framhjá. Sund-
ferðunum var alltaf slúttað með
pylsu og svala á bæjarins bestu
meðan við biðum eftir strætó nr.
14 til að komast í Hvassó. Við
heimkomu spiluðum við þangað
til það var kominn háttatími og
voru manni og veiðimaður í miklu
uppáhaldi hjá okkur. Á seinni ár-
um kenndir þú mér skák enda
mikill skákmaður. Alltaf leyfðir
þú mér að vinna þótt ég bæði þig
að sýna þinn sterkasta leik. Sá
leikur kom hins vegar aldrei og þú
taldir mér trú um að ég væri hinn
besti skákmaður.
Mér fannst alltaf ótrúlegt hvað
þú varst minnugur en aldrei
gleymdust afmælisdagar, brott-
farardagar til útlanda eða hvenær
ég fór í mikilvæg próf í skólanum.
Þú passaðir alltaf að spyrja mig
hvernig mér hefði gengið í próf-
um eða óska mér góðrar ferðar
utan deginum áður. Mér þótti
mjög vænt um hversu mikinn
áhuga þú sýndir mínu lífi og allra í
fjölskyldunni, alltaf að spyrja
frétta og hvernig okkur gengi. Þú
vildir ekki missa af neinu.
Föstudaginn 3. september fékk
ég símtal frá mömmu um að eitt-
hvað hefði komið fyrir þig á spít-
alanum og ég ætti að koma mér á
staðinn, en við vissum ekkert. Það
var erfitt að sjá þig þegar ég
mætti, en ég náði að heilsa þér og
þú snerir höfðinu að okkur Gunna
og mér fannst þú vita af nærveru
okkar. Síðar var öll fjölskyldan
komin saman til að kveðja og ég
er mjög þakklát fyrir að loka-
stund okkar með þér var bæði fal-
leg og friðsæl.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Hvíldu í friði elsku besti afi
minn.
Auður Sandra Árnadóttir.
Árið 1950 kvæntist Ásgeir
Bjarnþórsson ömmubróðir
minn Ingeborg Lorenzon, eist-
neskri konu. Inger, eins og hún
var kölluð, kom hingað til lands
með togaranum Neptúnusi og
réð sig í vist. Í Eistlandi var
hluti þegnanna þýskur að upp-
runa og myndaði milli- og efri
stétt menntamanna. Úr þessari
stétt lista- og fræðimanna
komu forfeður Inger. Þegar
Hitler og Stalín skiptust á
löndum í október 1939 voru yfir
12.600 þýskumælandi íbúar
reknir fyrirvaralaust út úr
landinu og var fjölskyldu Inger
komið fyrir í Austur-Þýska-
landi. Inger lýsti síðar lífi sínu
fyrir okkur ungmennunum, t.d.
þegar hún varð viðskila við fjöl-
skyldu sína á flótta undan
Rússum og þurfti að standa úti
á tengingum lestarvagna í þrjá-
tíu klukkustundir áður en hún
komst með naumindum til vest-
ursins í skjól. Hún lýsti
sprengjuregninu, sultinum og
atvinnuleysinu í kjölfar stríðs-
ins. Og hún sagði okkur hve
dásamlegt hefði verið að koma
til Íslands. Seinna sagði Inger
okkur frá ætt sinni og uppruna
og að móðurafi hennar, sem bar
ættarnafnið Lorenzon, hefði
verið „musikdirektör“ í einni af
stærri kirkjum St. Pétursborg-
ar. Móðir Inger hafði verið gift
hirðlækni og átt með honum
einn son, Viktor Jerovizer.
Hirðlæknirinn fór til vinnu
sinnar einn daginn árið 1920 og
spurðist aldrei til hans meir.
Móðir Inger kynntist öðrum
manni að nafni, Keiser og eign-
aðist með honum Inger 1926.
Ingeborg
von Pezold
✝
Ingeborg von
Pezold fæddist
30. september
1926. Hún lést 15.
júlí 2021.
Fyrri maki Ás-
geir Bjarnþórsson
listmálari, látinn,
síðari maki Walter
von Pezold, látinn.
Synir hennar eru
Amin og Götz von
Pezold.
Útför hennar fór fram 20.
ágúst 2021.
Móðir Inger dó í
febrúar árið eftir
en faðir hennar í
júní sama ár. Inger
bar ekki nafn Kei-
ser sem var þó
nafn föður hennar
þar sem andlát
fyrri manns móður
hennar fékkst aldr-
ei staðfest. Eftir
lát föðurins fór afi
Inger með dóttur
sína og son hennar, Viktor, f.
1921, frá Pétursborg til Eist-
lands. Þessi hálfbróðir Inger
hvarf líkt og faðir hans þegar
hann sem unglingur fór til
Rússlands að leita að föður sín-
um. Inger var síðan komið í
fóstur til móðurbróður síns í
Eistlandi en átti þar erfiða
daga. Eftir stríðið lá leið henn-
ar eftir miklar hremmingar til
Íslands. Hún lýsti hörmulegum
örlögum fjölskyldu á taflborði
kommúnisma og nasisma. Þau
Inger og Ásgeir skildu í vin-
semd árið 1960 og fluttist Inger
aftur til Þýskalands þar sem
hún eignaðist mann og tvo syni.
Inger yfirgaf Ísland með trega
en hún hafði lært íslensku bæði
fljótt og vel og talaði hún málið
alla tíð eftir það. Í augum Ing-
er jafnaðist engin þjóð á við Ís-
lendinga. Svo vel hafði hún að-
lagast íslensku samfélagi, að
þegar hún kom aftur til Þýska-
lands hafði hún sérstakt ís-
lenskt herbergi í húsi sínu, eins
konar altari íslenskrar menn-
ingar. Inger hélt alltaf sam-
bandi við okkur og aðra í fjöl-
skyldu Ásgeirs og kom
reglulega í heimsókn þegar hún
varð eldri. Síðasta heimsókn
hennar var í tilefni níræðis-
afmælis hennar. Með Inger er
gengin ein úr hópi þeirra dug-
miklu þýskumælandi kvenna
sem komu í kjölfar síðari
heimsstyrjaldarinnar og lögðu
Íslandi lið. Hún var okkur ung-
mennunum uppspretta gæsku
og fróðleiks og veitti okkur inn-
sýn í hörmungar seinni heims-
styrjaldarinnar. Við minnumst
hennar nú með hlýhug og þakk-
læti. Blessuð sé minning henn-
ar.
Marta Bergmann.
✝
Ágúst Guðjón
Guðmundsson
(Gösli) fæddist í
Kolviðarnesi í
Eyjahreppi 6. júlí
1943. Hann lést á
heimili sínu í Borg-
arnesi 17. sept-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðmundsson, f.
15. sept. 1902, d.
24. jan. 1993, og Margrét Guð-
jónsdóttir, f. 3. mars 1923, d. 2.
maí 2013, bændur fyrst í Kol-
viðarnesi og síðar í Dalsmynni í
Eyjahreppi, en þangað flytur
ur, f. 18. ágúst 1948, Svanur
Heiðar, f. 29. nóv. 1950, Krist-
ján Guðni, f. 2. sept. 1952,
Tryggvi Gunnar, f. 23. júní
1956, Sigrún Hafdís, f. 9. apríl
1960, og Skarphéðinn Pálmi, f.
11. nóv. 1962.
Börn Gösla eru Óðinn Hugi,
f. 5. sep 1974, Freyr, f. 10. maí
1976, Ægir, f. 23. júní 1980,
Alma Rós f. 28. júlí 1981, Sonja
Guttesen, f. 14. jan. 1985.
Sambýliskona hans frá 1990
er Hafdís Lilja Pétursdóttir, f.
29. jan. 1952.
Börn Hafdísar Lilju eru Torfi
Freyr, f. 12. sept. 1973, d. 13.
des. 2006, Bjarki Þór, f. 2. apríl
1976, Soffia Ösp, f. 28. júlí
1979, Hlynur Elías, f. 6. júlí
1982.
Barnabörn Gösla og Hafdísar
eru orðin samtals 17.
Útförin fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
fjölskyldan þegar
Gösli var fimm ára
gamall. Árið 1965
flytur hann svo í
Borgarnes og bjó
þar alla sína tíð.
Gösli útskrifaðist
sveinn í múrverki
1971 og meistari
1974 og vann í
múrverki alla tíð
eftir það.
Systkini Gösla
eru Eygló, f. 13. apríl 1940,
Guðmundur Reynir, f. 22. mars
1941, d. 8. apríl 2018, Ásdís, f.
18. sept. 1944, Svava Svandís, f.
4. okt. 1946, Margrét Svanheið-
Ágúst Guðmundsson, Gösli
eins og ég kallaði hann alla tíð,
kom inn í líf mitt þegar ég var á
11. ári og hann og móðir mín
tóku saman. Ekki leið á löngu
þar til með okkur tókst góður og
traustur vinskapur sem bar ekki
skugga á næstu 32 árin.
Gösli var vinnusamur og í
raun helgaður vinnu sinni. Víða
um land sjást afköst handa hans,
gólf, brýr og kirkjur. Hann starf-
aði lengi með Frey syni sínum
sem hann var ótrúlega stoltur af
en „mínir menn“ eru um allt
land. Hann var hreykinn af að-
komu sinni að Reykholtskirkju,
Ólafsvíkurkirkju og öðrum verk-
um sem langt mál er að telja upp.
Sem unglingur var ég handlang-
ari hjá honum og saman rúnt-
uðum við um sveitir Borgarness
og unnum í Norðuráli og það var
gott að sitja í bílnum með Gösla
og spá í heima og hugmyndir. Ég
var alla tíð stolt af starfi hans og
verkum.
„Góð saga ætti aldrei að
gjalda sannleikans“ var lífsvið-
horf sem kom honum vel og ég
tók til mín. Gösli var góður sögu-
maður og sagði sögur af fólki og
fénaði. Hann var lunkinn að fara
með gamanvísur og mundi ótrú-
lega bálka. Þessi tungumála-
færni hans varð til þess að það
gat tekið á að spila við hann
Scrabble því alltaf átti hann í fór-
um sínum gamalt nær úrelt orð
sem kom okkur hinum í þrot.
Meðan ég fletti í orðabókinni hló
hann og sagðist viss í sinni sök
og oftast stóð það rétt. Þegar ár-
in færðust yfir sagði hann oftar
sömu vísurnar og sömu sögurn-
ar, það kom ekki að sök, það var
gott að hlusta á Gösla. Ótal
minningar á ég af okkur við eld-
húsborðið við Kveldúlfsgötuna
sem ylja.
Ég minnist þess þegar hann
las fyrir mig ljóð eftir Davíð
Stefánsson og aðra meistara og
fór með vísur og kvæði eftir því
sem við átti. Það voru skýr skila-
boð út í lífið að við sem unnum
ljóðum skildum lífið aðeins betur
en hinir.
Það var aldrei neitt vandamál
í kringum Gösla og honum leidd-
ist vesen og sýndarmennska.
Gösli var hjálpsamur, traustur
og greiðvikinn mannvinur. Hann
sýndi mér mannlífið með augum
gæsku og gamansemi og reynd-
ist mér vel. Dætrum mínum tók
hann sem sínum eigin og afa
Gösla er sárt saknað.
Það er erfitt að koma þakklæti
sínu í orð, genginn er góður mað-
ur sem reyndist mér vel. Hafi
hann þökk fyrir allt, minn ljúfi
meistari. Lífið er einum höfð-
ingja fátækara.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast æv-
inlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Soffía Bæringsdóttir.
Ágúst Guðjón
Guðmundsson
Kæri bróðir við
kvöddum þig á
sunnudaginn síðast-
liðinn og nú ert þú
lagður af stað í þína hinstu för,
ferðina í ljósið.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa átt þig sem stóra bróður sem
sýndi okkur alltaf umburðarlyndi
og væntumþykju og reyndi að
Bjarni
Guðmundsson
✝
Bjarni Guð-
mundsson
fæddist 29. maí
1945. Hann lést 12.
september 2021.
Útför Bjarna fór
fram 26. september
2021.
leiðbeina okkur.
Vegna fötlunar
þinnar mættir þú oft
mótlæti í lífinu en
þú lést það ekki
draga þig niður og
lagðir í vana þinn að
fyrirgefa.
Þú varst alltaf
duglegur og vannst
við störf sem tengd-
ust sjávarútvegi á
Þingeyri og á Ísa-
firði. Þú hlaust viðurkenningar
fyrir flökun, þú varst svo nýtinn
og vandvirkur. Eftir langan
vinnudag í frystihúsinu varstu
samt alltaf tilbúinn í bústörfin á
Brekku. Við munum vel eftir þeg-
ar þú lærbrotnaðir og varst í gifsi
en keyrðir samt jeppann og rak-
aðir saman með múgavélinni. Þú
reyndir að passa upp á okkur
þegar við vorum yngri og sjá til
þess að við færum okkur ekki að
voða. Þú hafðir gaman af því að
spila og varst mikill keppnismað-
ur og oft var mikið glens og gam-
an þegar tekið var í spil með þér.
Heilsu þinni hrakaði mikið síð-
ustu ár og undir lokin áttir þú
orðið mjög erfitt með gang og að
komast um sem var leitt eins og
þú varst nú félagslyndur og hafð-
ir gaman af að hitta fólk og
spjalla. Þú varst alltaf glaður og
tilbúinn í eitthvert glens.
Þú varst mjög ánægður eftir
að þú keyptir þér spjaldtölvu sem
gerði þér kleift að tala við okkur í
mynd. Þér fannst það stórmerki-
legt að geta séð okkur og heimili
okkar fyrir sunnan á meðan við
spjölluðum saman. Eins að geta
séð og talað við ættingja erlendis.
Það hefur verið okkur erfitt
hvað fjarlægðin milli okkar var
mikil, að geta ekki skotist til þín.
Við eigum eftir að sakna sím-
talanna frá þér, þér var svo um-
hugað um okkur öll. Þú spurðir
alltaf frétta af börnum okkar,
barnabörnum og mökum, þú
gleymdir aldrei neinum og vildir
fylgjast með okkur öllum.
Dugnaður, umburðarlyndi og
hjartahlýja er það sem við mun-
um minnast þín fyrir. Við munum
sakna þín sárt. Elsku mamma,
missir þinn er mikill.
Við kveðjum þig Bjarni bróðir
með þessari fallegu bæn sem
okkur var kennd:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þínar systur,
Katrín (Kata) og Gerða.
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
TAMA VESTERGAARD BJARNASON,
Austurkór 67, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
23. september.
Jarðarför verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gísli Þórðarson
Maj-Britt Vestergaard Guðmundur Gunnar Haraldss.
Súsanna Helen Davíðsdóttir Skafti Gunnarsson
Sigríður Ása Davíðsdóttir
Kristin Brynhildur Davíðsd. Ásgeir Logi Ásgeirsson
ömmubörn og langömmubörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
GUÐLAUGUR ÁRNASON,
Árskógum 6,
fyrrum bóndi á Eyrartúni, Þykkvabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
27. september. Útför fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn
6. október klukkan 13.
Guðrún Guðnadóttir
Sigurjón Helgason
Guðni Guðlaugsson Hulda Guðmundsdóttir
Margrét Árný Guðlaugsdóttir Þorsteinn Jónasson
Pálína Kristín Guðlaugsd. Ragnhildur Ágústsdóttir
Guðbjörg Guðlaugsdóttir Bergþór Sveinsson
barnabörn, langafabörn og langalangafabörn