Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Í LAUGARDAL Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í þrettánda sinn eftir öruggan 4:0-sigur gegn Þrótti úr Reykjavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli í gær. Karitas Tómasdóttir kom Breiða- bliki yfir á 26. mínútu þegar hún vann boltann á miðsvæðinu og sendi boltann út á vinstri kantinn á Öglu Maríu Albertsdóttur. Agla María átti hnitmiðaða sendingu á Karitas sem átti viðstöðulaust skot úr teignum og boltinn söng í netinu. Tiffany McCarty bætti við öðru marki Blika á 39. mínútu þegar Þrótturum mistókst að hreinsa frá marki. Íris Dögg Gunnarsdóttir misreiknaði boltann, missti hann beint fyrir fætur McCarty sem skoraði af öryggi í tómt markið. Hildur Antonsdóttir bætti við þriðja marki Blika á 63. mínútu þegar Þróttarar töpuðu boltanum klaufalega í öftustu víglínu. Selma Sól Magnúsdóttir átti laglega send- ingu á Hildi sem var ein á auðum sjó í vítateig Þróttara og hún skor- aði af öryggi í hornið fjær. Karitas Tómasdóttir innsiglaði svo sigur Blika á 83. mínútu með frábærum skalla eftir laglega auka- spyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur frá vinstri. Blikar slökktu í Þrótturum Leikurinn fór rólega af stað og það var alveg ljóst að spennan var mikil hjá báðum liðum. Nokkurt jafnræði var með liðunum til að byrja með og það voru Þróttarar sem voru hættu- legri sóknarlega en Andrea Rut Bjarnadóttir komst næst því að skora fyrir Þróttara á 16. mínútu þegar hún slapp ein í gegn en Telma Ívarsdóttir í marki Blika varði vel frá henni. Þegar líða fór á leikinn fór Blikum að líða betur á vellinum og eftir að Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 13 Breiðablik hóf bikarinn á loft í þrettánda sinn í sögu félagsins á Laugardalsvelli í gær eftir öruggan sigur gegn Þrótti úr Reykjavík í úrslitaleik. Með sigrinum jafnaði Breiðablik Íslandsmeistara Vals í fjölda bikarmeistaratitla en þetta eru sigursælustu félögin í íslenskri kvennaknattspyrnu. Kópavogsliðið skoraði fyrsta markið á 26. mínútu tóku þær öll völd á vell- inum. Liðið fór að spila eins og það á að sér að gera en Þróttarar virkuðu slegnir. Það kom meira óöryggi í spil Þróttara á meðan Blikum óx ásmeg- in. Þróttarar gerðu sig svo seka um slæm mistök í öðru marki Blika og eftir það var leikurinn svo gott sem búinn. Það ber hins vegar að hrósa Þrótt- urum fyrir þeirra leik enda tókst Blikum aldrei að opna vörn þeirra af neinu viti. Tvö af fjórum mörkum Blika komu eftir klaufaskap í öftustu víglínu Þróttara og fjórða markið kom eftir fast leikatriði þegar leik- urinn var svo gott sem búinn. Blikar eru svo sannarlega verðugir bikarmeistarar. Liðið var vissulega óstöðugt þegar mest á reyndi í sumar en þær hafa sýnt frábæra spila- mennsku í undanförnum leikjum sín- um og það verður afar áhugavert að fylgjast með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem hefst strax í næstu viku. Þá má hrósa Karitas Tómasdóttur sérstaklega fyrir hennar spila- mennsku í sínum öðrum bikar- úrslitaleik en hún varð bikarmeistari með Selfossi í fyrsta sinn í sögu fé- lagsins árið 2019. Karitas var al- gjörlega frábær á miðjunni í gær og tapaði ekki tæklingu. Hún leiddi með sönnu fordæmi þegar mest á reyndi í leiknum og dreif sitt lið áfram með frábæru vinnuframlagi allan tímann. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleik- urinn í sögu Þróttara en liðið hefur verið í stöðugum framförum und- anfarin ár undir stjórn Niks Cham- berlains og ef fram heldur sem horfir verður þetta bara einn af mörgum úrslitaleikjum Þróttara í náinni fram- tíð. Breiðablik og Valur hafa nú unnið bikarkeppnina oftast allra liða eða þrettán sinnum hvort. KR og ÍA koma þar á eftir með fjóra bikar- meistaratitla hvort og Stjarnan hefur þrívegis fagnað sigri í keppninni. Blikar verðugir meistarar - Breiðablik er bikarmeistari kvenna í þrettánda sinn eftir sigur gegn Þrótti - Karitas Tómasdóttir átti stórleik á miðsvæðinu og skoraði tvö frábær mörk Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Missouri’s Johnie Imes-háskóla- mótinu í golfi í Columbia í Banda- ríkjunum í fyrrakvöld. Ragnhildur tryggði sér sigur á lokabrautinni þegar hún vippaði snyrtilega ofan í holuna og bætti um leið skólametið hjá Eastern Kentucky-liðinu á 54 holu höggleiksmóti. Hún lék á 12 höggum undir pari en hún lék síð- ustu níu holurnar á sex höggum undir pari. „Þetta er ein besta frammistaða sem ég hef séð á golf- vellinum,“ sagði Mandy Moore, yfirþjálfari golfdeildar skólans. Glæsilegur sig- ur Ragnhildar Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir lék mjög vel í Columbia. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í öðrum leiknum í röð með Bayern München í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Hún skor- aði þá fimmta mark meistaraliðsins í stórsigri á Köln á útivelli, 6:0. Glódís, sem kom til Bayern frá Ros- engård í sumar, skoraði líka gegn Freiburg í síðustu umferð en lið Bayern hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni á tímabilinu og skor- að 21 mark gegn engu. Karólína Vilhjálmsdóttir kom líka við sögu hjá Bayern sem varamaður í leikn- um. Skoraði aftur fyrir Bayern Morgunblaðið/Eggert Skoraði Glódís Perla Viggósdóttir fer vel af stað með Bayern. BREIÐABLIK – ÞRÓTTUR 4:0 1:0 Karitas Tómasdóttir 26. 2:0 Tiffany McCarty 39. 3:0 Hildur Antonsdóttir 64. 4:0 Karitas Tómasdóttir 83. Breiðablik: (4-3-3) Mark: Telma Ívars- dóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Heiðdís Lillýj- ardóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Miðja: Karitas Tómasdóttir, Taylor Ziemer (Vigdís Edda Friðriksdóttir 86), Hildur Antonsdóttir (Margrét Brynja Kristinsdóttir 90). Sókn: Selma Sól Magnúsdóttir (Vigdís Lilja Krist- jánsdóttir 90), Tiffany McCarty (Birta Georgsdóttir 81), Agla María Alberts- dóttir. Þróttur R.: (4-3-3) Mark: Íris Dögg Gunnarsdóttir. Vörn: Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Sigmundína Sara Þor- grímsdóttir 78), Sóley María Steinars- dóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Lorena Yvonne Baumann (Mist Funadóttir 87). Miðja: Álfhildur Rósa Kjartans- dóttir, Shea Moyer (Tinna Dögg Þórð- ardóttir 87), Katherine Cousins (Ragn- heiður Ríkharðsdóttir 90). Sókn: Andrea Rut Bjarnadóttir, Ólöf Sigríð- ur Kristinsdóttir, Dani Rhodes (Hildur Egilsdóttir 87). Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson. Áhorfendur: 2.385. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þykir mjög líklegur til að taka við þjálfun síns gamla félags, ÍBV. Hann hefur þjálfað Þrótt í Vogum í hálft annað ár og stýrði liðinu upp í 1. deild í fyrsta skipti í sögu þess í vor en Þróttarar tilkynntu í gær að Hermann væri hættur störfum hjá félaginu. Hermann þjálfaði áður Eyjamenn keppnistímabilið 2013, hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Fylkis og var síðan um nokkurt skeið á Englandi sem að- stoðarstjóri hjá Southend. Hermann á leið til Eyja? HANDKNATTLEIKUR Bikarúrslitaleikur kvenna: Ásvellir: Fram – KA/Þór................... L13.30 Bikarúrslitaleikur karla: Ásvellir: Valur – Fram ........................... L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – FH ................................ S13.30 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, undanúrslit: Norðurálsvöllur: ÍA – Keflavík ............. L12 Meistaravellir: Vestri – Víkingur R. L14.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: TM-hellirinn: ÍR – Stjarnan .................. L15 Akranes: Aþena-UMFK – Vestri.......... L17 Hveragerði: Hamar-Þór – Tindastóll ... L18 Meistaravellir: KR – Snæfell................. L18 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – SR............................. L16.45 UM HELGINA! _ Hollenski knattspyrnumarkvörð- urinn Guy Smit er genginn til liðs við Valsmenn og hefur samið við þá til tveggja ára. Valsmenn staðfestu þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær en Leiknismenn höfðu áður skýrt frá því að Smit væri á leiðinni á Hlíðarenda. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis í Breiðholti undanfarin tvö ár. Fyrst í 1. deildinni og svo í úr- valsdeildinni á þessu ári þar sem hann lék alla 22 leiki liðsins og átti drjúgan þátt í halda því í deildinni. _ Framarar, sem verða nýliðar í úr- valsdeild karla í fótboltanum á næsta ári, tilkynntu í gær að þeir hefðu sam- ið til tveggja ára við tvo af sínum mönnum. Skagamaðurinn Albert Haf- steinsson verður áfram í Safamýri en hann var markahæsti leikmaður liðs- ins í 1. deildinni í ár. Framherjinn Alex- ander Már Þorláksson sem einnig var drjúgur í markaskorun fyrir liðið verð- ur líka áfram hjá félaginu. _ Kári Árnason stað- festi í viðtali við mbl.is í gær að ferli hans með ís- lenska landslið- inu í knattspyrnu væri lokið en hann gaf ekki kost á sér í leik- ina gegn Armeníu og Liechtenstein. Kári kvaðst ætla að eyða síðustu kröft- unum í að verða bikarmeistari með Víkingi sem mætir Vestra í undan- úrslitum bikarsins í dag. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.