Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
áhersla var lögð á hafnarsvæðið þar
sem stór bílaplön voru malbikuð og
leiðin að ferjunni Baldri. Á svæðinu
hafa verið merkt um 150 bílastæði,
þannig að vel er hugsað um bíla-
eigendur sem þurfa að skilja bíla
sína eftir á meðan siglt er um
Breiðafjörð eða skroppið út í eyjar.
- - -
Fosshótel í Stykkishólmi
bauð bæjarbúum nýlega til veglegs
opnunarhófs í tilefni af því að lokið
var við miklar endurbætur á hót-
elinu og félagsheimilinu. Boðið var
upp á veitingar og vandaða dagskrá
flutta af heimamönnum. Rakin var
saga hótelsins og félagsheimilisins.
Byggingarnar voru teknar í notkun
1977 eftir langa meðgöngu. Fyrsta
byggingarnefndin var skipuð 1956
og voru margar hindranir á leiðinni,
en bjartsýni og mikið sjálfboðastarf
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnlaugur A. Árnason
Stykkishólmi
Útikörfuboltavöllur, stein-
steyptur og með hitalögnum, er að
verða til á lóð Grunnskólans í Stykk-
ishólmi. Uppbygging körfuboltavall-
arins er samstarfsverkefni Stykk-
ishólmsbæjar og Umf. Snæfells í
anda samstarfs beggja aðila um að
efla íþróttastarf í Stykkishólmi. Um
er að ræða þriðja áfanga uppbygg-
ingar á skólalóðinni sem hófst árið
2019. Völlurinn verður blár og rauð-
ur á litinn, 28 x 15 metrar að stærð.
Á honum verða 2 stórar körfur og 4
minni sem hægt er að spila á þvert á
hvorum helmingi vallarins.
Undanfarnar vikur hefur fjöldi
sjálfboðaliða lagt hönd á plóg vegna
framkvæmda við völlinn. Nýlega var
vallargólfið steypt og var reiknað
með að um 100 rúmmetrar af steypu
færu í völlinn eða ca. 14 steypubílar.
- - -
Agustsson ehf. hætti starfsemi
í Stykkishólmi 1. júlí sl. Í kjölfarið
var öllum starfsmönnum fyrir-
tækisins, 32 að tölu, sagt upp störf-
um. Fréttin kom á óvart og var mik-
ið áfall fyrir byggðarlagið.
Fyrirtækið hefur á undanförnum ár-
um gert út línubátinn Gullhólma SH
sem það lét smíða fyrir nokkrum ár-
um, saltfiskvinnslu og söltun grá-
sleppuhrogna. Ástæða lokunar er
fjárhagsörðuleikar síðustu ára. Það
er ekki sjálfgefið að það drjúpi
smjör af hverju strái í útgerð og
vinnslu eins og margir halda.
- - -
Sigurður Ágústsson, fyrrver-
andi alþingismaður, stofnaði fyrir-
tæki árið 1933. Það hefur í gegnum
tíðina verið einn af máttarstólpum í
atvinnulífinu. Fyrr á tímum rak
fyrirtækið öfluga útgerð, fisk-
vinnslu, verslun, sláturhús, bifreiða-
stöð og fleira mætti nefna. Í kring-
um 1970 var fyrirtækið frumkvöðull
í veiðum og vinnslu hörpudisks sem í
framhaldinu skapaði fjölda starfa í
landi og á sjó og skilaði miklu fjár-
magni inn í samfélagið. Fyrirtækið
hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu
stofnandans eða í 88 ár.
- - -
Sæmundarreitur er nýjasta
gatan í Hólminum og er ekki löng.
Hún er úti á Ytri-Höfða og verða að-
eins byggð fimm hús við götuna, öll í
gömlum stíl sem einkennir margar
byggingar í Hólminum. Þaðan er
fagurt útsýni yfir Breiðafjörðinn.
Gatan er kennd við Sæmund Hall-
dórsson kaupmann sem þurrkaði
saltfiskinn á klöppunum þarna í
gamla daga. Sæmundur var um-
svifamikill í atvinnurekstri í Stykk-
ishólmi frá 1892 og yfir 40 ára skeið.
Hann sat einnig í hreppsnefnd og
sýslunefnd um tugi ára. Stofnaði
með öðrum Sparisjóð Stykkishólms
og var lengi í stjórn hans.
- - -
Miklar malbikunarfram-
kvæmdir voru í sumar. Alls voru
17.000 fermetrar malbikaðir. Aðal-
skilaði verkinu í höfn. Má segja að
hótelið hafi verið upphaf skipulegrar
ferðaþjónustu í bænum.
- - -
Fosshótelkeðjan keypti Hótel
Stykkishólm 1. maí 2016. Frá þeim
tíma hafa eigendur sýnt mikinn
metnað i rekstri og endurbótum á
hótelinu. Í þessum áfanga var ný
hæð sett á hótelið með 14 her-
bergjum. Félagsheimilið var end-
urbyggt og heldur sínu upprunalega
útliti. Bar, gestamóttaka og salerni
voru endurnýjuð. Hótelið býður upp
á 87 herbergi. Hótelstjóri er Agnes
Rut Árnadóttir og segir hún að
markmiðið sé að reka nýtískuhótel
þar sem gestum líði vel í hlýlegri
umgjörð og fái góða þjónustu. Hún
segir velvild bæjarbúa skipta miklu
máli og býður þá sérstaklega vel-
komna að eiga góða stund í mat og
skemmtanahaldi. Hótelið hefur ver-
ið stolt Hólmara og bera þeir hlýhug
til þess.
- - -
Frisbígolfvöllur var settur upp í
lok júlí og hefur notið töluverðra vin-
sælda síðan. Völlurinn telur níu hol-
ur og er á holtinu fyrir ofan íþrótta-
völlinn og grunnskólann. Fyrsta
brautin liggur frá grunnskólanum
og er kastað í átt að þjónustuhúsi
tjaldsvæðis. Völlurinn rekur sig svo í
kringum holtið og upp á það. Völl-
urinn er ekki aðeins hugsaður sem
góð afþreying og hreyfing fyrir
heimafólk heldur er frísbígolf einnig
vinsælt á meðal ferðafólks.
- - -
Glæsilegur klifurveggur hef-
ur verið tekinn í notkun í íþróttahús-
inu. Kristján Sveinsson, í samstarfi
við Stykkishólmsbæ, sótti um styrk í
uppbyggingarsjóð Vesturlands og
hlaut þaðan styrk í verkefnið upp á
500.000 kr. Veggurinn er átta metr-
ar að hæð og skemmtileg viðbót við
það fjölbreytilega íþróttastarf sem
unnið er í Stykkishólmi. Á veggnum
eru margar miserfiðar klifurleiðir og
hentar hann því bæði byrjendum og
lengra komnum en klifurleiðirnar
eru skilgreindar eftir litum á grip-
unum.
Klifurveggurinn er sá hæsti á
landinu, sem gerir það mun meira
spennandi að fást við hann.
- - -
Stykkishólmsbær býður nú
upp á akstursþjónustu fyrir eldri
borgara, 67 ára og eldri. Markmið
með akstursþjónustunni er að gera
öldruðum einstaklingum í Stykk-
ishólmi kleift að búa lengur heima.
Akstur er pantaður í gegnum Ráð-
húsið sem sendir síðan bíl á réttum
tíma.
Aftanskin, félag eldri borgara í
Stykkishólmi, verður með í vetur öfl-
uga starfsemi fyrir félagsmenn sína.
Félagið hefur aðstöðu í Setrinu og
þar fer fram handavinna, félagsvist
og kaffispjall tvo morgna.
Í íþróttahúsinu gefst kostur á
leikfimi í tvo daga og sami dagafjöldi
í líkamsrækt í tækjasal. Önnur af-
þreying er boccia, smíðar, myndlist
og sundleikfimi. Formaður Aft-
anskins er Halldóra Sverrisdóttir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason
Körfubolti Körfuboltavöllur rís nú á skólalóðinni. Hér eru nokkrir sjálfboðaliðar, f.v. þeir Páll Aðalsteinsson, Gunn-
ar Björn Haraldsson, Gunnlaugur Smárason og Hjörleifur Kr. Hjörleifsson, formaður Snæfells.
Leggja körfuboltavöll í sjálfboðavinnu
Borgarráð samþykkti á fimmtudag
að heimilað yrði að ganga frá kaup-
um Reykjavíkurborgar á 61% eign-
arhluta Faxaflóahafna sf. í Hafnar-
húsinu, Tryggvagötu 17.
Hafnarstjórn hafði á aukafundi dag-
inn áður samþykkt að ganga til
samninga við Reykjavíkurborg.
Nú þegar er Listasafn Reykjavík-
ur með sýningarhald í hluta hússins
og með kaupum á því öllu er stefnt
að því að þar verði miðstöð mynd-
listar í höfuðborginni.
Sama dag undirrituðu Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri og Una
Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggva-
dóttur listakonu, samning um stofn-
un Listasafns Nínu Tryggvadóttur.
Safnið verður í framtíðinni í austur-
hluta Hafnarhússins.
Borgarráð samþykkti 17. maí
2018 viljayfirlýsingu um kaup
Reykjavíkurborgar á eignarhlut
Faxaflóahafna sf. í Hafnarhúsinu.
Viðræður hafa staðið yfir við Faxa-
flóahafnir undanfarið um kaup á
eignarhlut félagsins. Fengnir
voru þrír fasteignasalar til að
verðmeta eignina og er lagt til að
kaupverð verði 2.184.800.000 krón-
ur, sem er jafnt fasteignamati.
Hafnarhúsið stendur við gömlu
höfnina í elsta hluta Reykjavíkur,
þar sem frá örófi alda var bátalægi
bæjarins og fyrsta bryggja hans.
Húsið var upprunalega byggt sem
skrifstofu- og vörugeymsluhús
Reykjavíkurhafnar og reis í nokkr-
um áföngum á mikilli landfyllingu
sem gerð var við höfnina á árunum
1913-17. Það var á sínum tíma ein
stærsta bygging landsins og var
vandað mjög til smíði hennar.
Faxaflóahafnir áforma að reisa
nýjar höfuðstöðvar á landfyllingu
sem gerð hefur verið við Laugarnes-
tanga. sisi@mbl.is
Hafnarhúsið verður
miðstöð myndlistar
- Borgin greiðir rúma tvo milljarða
Morgunblaðið/Eggert
Hafnarhúsið Innigarðurinn gefur
mikla möguleika til sýningarhalds.
ÚRVAL
ÚTILJÓSA
www.rafkaup.is