Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kínverjar
hafa
undan-
farin ár verið
mjög aðsóps-
miklir í uppbygg-
ingu innviða í fá-
tækari löndum
heims. Á meðan
aðkoma vestrænna ríkja hef-
ur verið háð ýmiss konar
skilmálum, meðal annars í
sambandi við mannréttindi,
hafa Kínverjar ekki sett
nein slík skilyrði. Undir yfir-
skriftinni „belti og braut“
hefur Kínverjum tekist að
snarauka ítök sín og áhrif
um allan heim.
Í vikunni birtust niður-
stöður rannsóknar á þessum
fjárfestingum og sýnir hún
að þeim hefur fylgt gríðar-
leg skuldsetning fyrir fá-
tæku ríkin. Talað er um
„faldar skuldir“ upp á um
380 milljarða Bandaríkja-
dollara eða tæplega 50 billj-
ónir króna. Yfir rúmlega
þriðjungi verkefnanna hvílir
skuggi ásakana um spillingu,
brot á rétti vinnandi fólks og
mengun og iðulega hafa þau
orðið tilefni til mótmæla.
Rannsóknin var gerð á
vegum AidData, sem er hluti
af alþjóðastofnun Willam &
Mary-háskóla í Bandaríkj-
unum.
Samkvæmt rannsókninni
eru tugir lágtekjuríkja
hlaðnir skuldum, sem ekki
koma fram í bókhaldi þeirra.
Kínverjar hafa lagt rúm-
lega 843 milljarða í að leggja
vegi, smíða brýr og hafnir
og reisa sjúkrahús í 163
löndum frá því að Kínverjar
hleyptu belti og braut af
stokkunum árið 2013. Hafa
þeir verið sérstaklega at-
kvæðamiklir í Afríku og
Mið-Asíu.
Næstum 70% fjárins voru
lánuð ríkisbönkum eða til
samvinnuverkefna kín-
verskra fyrirtækja og fyrir-
tækja á staðnum í löndum
sem fyrir skulduðu Kínverj-
um háar fjárhæðir, sam-
kvæmt rannsókninni.
Brad Parks, framkvæmda-
stjóri AidData, sagði við
fréttaveituna AFP að mörg
ríki hefðu ekki getað tekið
meiri lán og þá hefðu menn
virkjað hugmyndaflugið.
Lánin hefðu verið veitt ýms-
um öðrum en stjórnvöldum,
en hins vegar hefði ríkið
gengið í ábyrgð og heitið að
greiða lánið ef lántakinn
brygðist. Hann bætti því við
að samningarnir væru oft
óljósir þannig að iðulega
vissu stjórnvöld viðkomandi
landa ekki hversu mikið þau
skulduðu Kín-
verjum. Andvirði
þessara földu
skulda væri eins
og áður segir um
380 milljarðar
dollara.
Í gögnum Aid-
Data eru talin 45
lönd þar sem tekjur teljast
lágar eða í meðallagi og
skulda Kínverjum rúmlega
10% af vergri landsfram-
leiðslu.
Áður en belti og braut
kom til sögunnar ríkti nokk-
urn veginn jafnræði á milli
Bandaríkjanna og Kína í út-
gjöldum utan landsteinanna,
en samkvæmt útreikingum
AidData eru Bandaríkin og
önnur helstu stórveldi heims
nú aðeins hálfdrættingar á
við Kínverja. Eftir að belti
og braut kom til hafa Kín-
verjar varið að meðaltali 85
milljörðum dollara í þróun-
arverkefni erlendis, en
Bandaríkin 37 milljörðum.
Hlutföllin á milli lána og
styrkja hjá Kína eru 31 á
móti einum. Fram kemur að
eftir því sem peningarnir
hafi verið settir í áhættu-
samari verkefni hafi Kín-
verjar heimtað traustari
tryggingar, færi eitthvað úr-
skeiðis. Þá eru kjörin mun
verri en hjá þróunaraðstoð-
arnefnd Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD-
DAC). Dæmigert lán frá
Kína ber samkvæmt Aid-
Data 4,2% vexti og skal
greiðast á innan við tíu ár-
um. Til samanburðar eru
vextir lána frá OECD-DAC-
lánardrottni á borð við
Þýskaland, Frakkland eða
Japan 1,1% og greiðast á 28
árum.
Í sumum löndum hefur
innflæði kínverskra peninga
vakið andúð. Þá eru leiðtog-
ar, sem áður hlupu til þegar
peningar buðust frá Kína,
orðnir varir um sig og eru
dæmi um að hætt hafi verið
við innviðaverkefni eða
framkvæmdir stöðvaðar af
ótta við að verða skulda-
þrælar Kínverja og ógern-
ingur verði að standa undir
skuldunum.
Leiðtogar sjö helstu iðn-
ríkja heims ákváðu á fundi
sínum í sumar að efna til
samstarfs sem ætlað er að
skáka innviðafjárfestingum
Kínverja í fátækari löndum
heims. Það var tímabært.
Kínverjar hafa of lengi haft
frítt spil í þessum efnum og
úttekt AidData sýnir að
fjöldi ríkja er orðinn háðari
Kínverjum en hingað til hef-
ur verið.
Kína hefur aukið
ítök sín í fátækari
löndum heims
með lánum sem
gætu orðið þeim
fjötur um fót}
Á skuldaklafa
R
íkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
tók formlega til starfa hinn 30.
nóvember 2017. Síðan er nú liðið
heilt kjörtímabil, næstum fjögur
ár, og ríkisstjórnin sem sat fram
að kosningum 25. september er fyrsta þriggja
flokka ríkisstjórnin á Íslandi sem situr heilt
kjörtímabil – og sú fyrsta til að klára kjör-
tímabil sitt frá árinu 2013. Stjórnin var mynd-
uð þvert á hið pólitíska litróf með skýra sýn á
uppbyggingu og umbætur á fjölmörgum svið-
um almannaþjónustunnar.
Af hálfu VG var á kjörtímabilinu lögð
áhersla á umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóð-
lega friðarhyggju og félagslegt réttlæti og að-
gerðir sem eru til þess fallnar að auka jöfnuð í
samfélaginu. Það voru Vinstri-græn sem settu
þau málefni á oddinn og komu verkefnum
þeim tengdum til framkvæmda.
Á kjörtímabilinu kláruðust mörg verkefni sem eru til
þess fallin að auka lífsgæði almennings og gera Ísland
betri stað til að búa á, og sem endurspegluðu jafnframt
grunnstoðirnar í stefnu VG. Þar má til dæmis nefna nýtt
og réttlátara skattkerfi sem tryggir aukinn jöfnuð og
eykur ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu, styttingu
vinnuvikunnar, lengingu fæðingarorlofs, eflingu fé-
lagslega húsnæðiskerfisins, umbætur í mannréttinda-
málum, t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og rétt-
arstöðu trans og intersex barna og nýrri löggjöf um
þungunarrof, forvarnaáætlun gegn kynbundnu og kyn-
ferðislegu ofbeldi og áreitni og átaksverkefni
í uppbyggingu innviða sem sést í stórfelldum
framkvæmdum í samgöngumálum og orku-
málum um land allt.
Ef við skoðum heilbrigðismálin sérstaklega
gerðist margt jákvætt á þeim vettvangi á
kjörtímabilinu. Heilbrigðiskerfið sjálft var
eflt fjárhagslega svo um munar og ýmsar nýj-
ungar í stefnumótun, skipulagi og framboði
þjónustu voru gerðar. Við settum heilbrigðis-
stefnu, lækkuðum greiðsluþátttöku sjúklinga
verulega, felldum niður komugjöld í heilsu-
gæslunni fyrir aldraða og öryrkja og efldum
heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað.
Framkvæmdir við nýjan Landspítala við
Hringbraut voru fjármagnaðar og fjölbreytt
þjónusta við aldraða efld. Geðheilbrigðisþjón-
usta var efld á landsvísu, sérstaklega með efl-
ingu geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslum og stofnun
geðheilsuteyma á landinu öllu, svo dæmi séu tekin.
Styrkingu heilbrigðiskerfisins þarf að halda áfram,
bæði með auknu fjármagni og með því að halda áfram
að innleiða heilbrigðisstefnu á öllum sviðum
heilbrigðisþjónustunnar. Verkefnunum á öðrum svið-
um samfélagsins er heldur ekki lokið og Vinstri-græn
vilja halda áfram að vinna að umbótum og styrkja al-
mannaþjónustuna, og stuðla þannig að betra og jafnara
samfélagi fyrir okkur öll.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Að loknu kjörtímabili
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þ
essar nýju reglur einfalda
lífið klárlega. Sérstaklega
fyrir farþega sem koma
hingað til lands,“ segir
Arngrímur Guðmundsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurnesjum.
Í gær gengu í gildi nýjar reglur
um komur íslenskra ferðamanna til
landsins. Felld hefur verið niður
krafa um að fólk sem hefur tengsl
við Ísland þurfi að framvísa nei-
kvæðu kórónuveiruprófi við kom-
una. Það þarf þó eftir sem áður að
fara í sýnatöku innan 48 tíma frá
heimkomu. Óbólusettir þurfa að
sæta fimm daga sóttkví eftir sýna-
töku auk þess að fara í PCR-próf
þegar sóttkví lýkur.
Arngrímur minnir á að ferða-
mönnum er enn þá skylt að forskrá
sig fyrir komuna til landsins á vefn-
um Covid.is. „Við þurfum svo enn þá
að taka á móti öllum farþegum og
staðfesta hvort viðkomandi sé skráð-
ur í kerfin. Það þarf áfram að kanna
alla,“ segir hann.
Hvað varðar sýnatöku við kom-
una segir Arngrímur að þó farþegar
hafi um það val kjósi flestir að fara í
sýnatöku í Leifsstöð. „Og það geng-
ur mjög vel fyrir sig,“ segir hann.
100 þúsund króna sektir
Morgunblaðið hefur fengið
ábendingar þess efnis að farþegar
sem eiga bókað flug hingað til lands
með erlendum flugfélögum hafi rek-
ið sig á vegg í samskiptum við flug-
félögin. Þegar þeir hafi reynt að
upplýsa flugfélögin um þessar
breyttu reglur hafi virst sem svo að
félögin hafi engar upplýsingar feng-
ið.
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, segir að allir tengilið-
ir félagsins, þar með hjá erlendu
flugfélögunum, hafi verið upplýstir
um breytingarnar þegar þær voru
kynntar í vikunni.
„Við veitum okkar viðskipta-
vinum alltaf upplýsingar þegar það
verða breytingar. Það er svo þeirra
að taka það áfram,“ segir Guðjón.
Hann bætir við að Isavia bendi öll-
um farþegum sem þangað leita á að
ítarlegar upplýsingar sé að finna á
covid.is.
Lögreglan hefur frá því í byrjun
árs haft heimild til að sekta þá far-
þega sem hingað hafa komið án vott-
orðs um neikvæða niðurstöðu úr
skimun sem framkvæmd var mest
72 tímum fyrir brottför. Sektin hef-
ur numið 100 þúsund krónum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Arngrími
aðstoðaryfirlögregluþjóni hafa 276
mál komið upp frá 1. janúar og fram
til dagsins í dag. Sektað var í 118 til-
vikum en rannsókn 90 mála var
hætt. Eitt mál er í ákærumeðferð og
67 bíða afgreiðslu. Í 160 tilvikum af
276 var um fólk með íslenskt ríkis-
fang að ræða en 116 voru með erlent
ríkisfang.
Hafa sektað 118 próf-
lausa komufarþega
Óljóst var um tíma hvort lagastoð væri fyrir því að
meina fólki að koma til landsins ef það framvísaði
ekki neikvæðu kórónuveiruprófi eins og reglur kváðu
á um. Arngrímur aðstoðaryfirlögregluþjónn segir við
Morgunblaðið að hann geti ekki svarað til um hvort
dæmi séu um að fólki hafi verið vísað frá þar eð
ábyrgðin hafi verið lögð á flugfélög að tryggja að far-
þegar framvísuðu neikvæðum prófum fyrir brottför til
Íslands.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair,
segir að í fyrstu hafi reglurnar verið þannig að flug-
félögum bæri að tryggja það við innritun að farþegar væru með nei-
kvætt Covid-próf meðferðis. Þó hafi flugfélögum í raun ekki verið heim-
ilt samkvæmt reglunum að meina íslenskum ríkisborgurum að koma til
landsins án þess. Síðar hafi þessi skylda verið afnumin og flugfélögin
hafi ekki þurft að bera ábyrgð á prófunum. Hins vegar hafi Icelandair
frá upphafi kannað hvort fólk hefði próf og hvatt það til þess að fara í
próf á flugvöllum ef svo var ekki. Hún kveðst ekki þekkja dæmi þess að
Íslendingum hafi verið meinað að koma hingað til lands vegna þess að
þeir hafi ekki framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi.
Engum meinuð heimkoma
REGLUR UM COVID-PRÓF VIÐ KOMU TIL ÍSLANDS
Ásdís Pétursdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Miklar annir hafa verið á flugvellinum síðustu mánuði enda
þarf að kanna alla farþega. Reglum var breytt nú um mánaðamótin.