Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 44
44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 Þýskaland Köln – Bayern München ......................... 0:6 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Bayern og skoraði eitt mark og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Ítalía Cagliari – Venezia ................................... 1:1 - Bjarki Steinn Bjarkason var varamaður hjá Venezia en Arnór Sigurðsson var ekki með vegna meiðsla. B-deild: Lecce – Monza.......................................... 3:0 - Þórir Jóhann Helgason kom inn á hjá Lecce á 89. mínútu en Brynjar Ingi Bjarna- son var á varamannabekknum allan tím- ann. Frakkland Bordeaux – Lyon ..................................... 1:4 - Svava Rós Guðmundsdóttir var á vara- mannabekknum hjá Lyon. - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignarfríi. Tyrkland Antalyaspor – Adana Demispor ............ 1:2 - Birkir Bjarnason lék fyrstu 73 mínút- urnar með Adana Demispor. Katar Al-Arabi – Al-Sadd .................................. 0:4 - Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Svíþjóð Elfsborg – Gautaborg ............................. 1:0 - Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg en Sveinn Aron Guðjohnsen var á bekknum allan tímann. - Kolbeinn Sigþórsson hjá Gautaborg er frá keppni vegna meiðsla. Danmörk OB – Vejle................................................. 6:0 - Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB. B-deild: Fredericia – Lyngby ............................... 0:2 - Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá Lyngby á 69. mínútu en Frederik Schram var varamarkvörður. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Holland B-deild: Helmond Sport – Jong Ajax ................... 3:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn á hjá Jong Ajax á 62. mínútu. Belgía B-deild: Westerlo – Lommel ................................. 2:0 - Kolbeinn Þórðarson kom inn á hjá Lommel á 72. mínútu. England B-deild: Stoke – WBA ............................................ 1:0 4.$--3795.$ Danmörk Skive – Kolding.................................... 28:28 - Ágúst Elí Björgvinsson varði fjögur skot af 10 í marki Kolding, þar af eitt vítakast. Silkeborg – Skanderborg................... 30:24 - Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Skanderborg. Frakkland Nancy – St. Raphaël............................ 27:32 - Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyr- ir Nancy. Svíþjóð Kristianstad – Skövde......................... 26:24 - Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad. - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk fyrir Skövde. Austurríki Tirol – Alpla Hard............................... 21:25 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. %$.62)0-# 1. deild karla Skallagrímur – Fjölnir......................... 77:88 Álftanes – Hamar ................................. 86:71 Selfoss – Höttur.................................. 87:104 Hrunamenn – ÍA .............................. 106:101 Haukar – Sindri .................................... 90:66 Staðan: Haukar 2 2 0 210:110 4 Höttur 2 2 0 224:150 4 Álftanes 2 2 0 187:138 4 Sindri 2 1 1 159:165 2 Selfoss 2 1 1 180:184 2 Hrunamenn 2 1 1 169:221 2 Fjölnir 2 1 1 163:170 2 Hamar 2 0 2 151:179 0 Skallagrímur 2 0 2 144:189 0 ÍA 2 0 2 145:226 0 1. deild kvenna Ármann – Þór Ak ................................. 68:78 4"5'*2)0-# Bandaríski knattspyrnumaðurinn Kyle McLagan skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Íslands- meistara Víkings en hann kemur til þeirra frá Fram þar sem hann lék í tæplega hálft annað tímabil. McLagan er 26 ára gamall mið- vörður og lék áður í tvö ár með Roskilde í Danmörku en kom til Framara í ágúst 2020 og var í stóru hlutverki í vörn Safamýrarliðsins þegar það fór taplaust í gegnum 1. deildina á nýliðnu keppnistímabili. Hann skoraði jafnframt fimm mörk fyrir þá í deildinni. McLagan í vörn Víkinganna Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson Víkingur Kyle McLagan á að fylla í skarð í vörn meistaraliðsins. Ólafur Jóhannesson verður áfram þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu næstu tvö árin en Hafnarfjarðar- félagið staðfesti þetta í gær. Ólafur, sem er 64 ára gamall, er sá þjálfari sem lengst hefur stýrt FH en hann tók við liðinu í fjórða sinn á miðju tímabili í ár og náði að rétta hlut þess talsvert eftir slæmt gengi framan af sumri. Hann þjálfaði FH áður 1988-1991, 1995 og 2003-2007, en á síðastnefnda skeiðinu vann fé- lagið sína þrjá fyrstu Íslandsmeist- aratitla og varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Ólafur áfram í Kaplakrika Ljósmynd/Kristinn Steinn Reyndur Ólafur Jóhannesson þjálfaði FH fyrst árið 1988. HANDBOLTINN Kristján Jónsson Víðir Sigurðsson Reykjavíkurfélögin Valur og Fram mætast í úrslitaleiknum í bikar- keppni karla í handknattleik á Ás- völlum í Hafnarfirði í dag eftir að hafa sigrað Aftureldingu og Stjörn- una í undanúrslitaleikjunum á sama staða í gærkvöld. Valsmenn völtuðu hreinlega yfir Aftureldingu í seinni hálfleiknum í gær og unnu ellefu marka sigur, 32:21. Mun meiri spenna var fram á lokamínúturnar hjá Fram og Stjörn- unni en Framarar reyndust þar sterkari og unnu góðan sigur, 28:25. Valsmenn freista þess þar með að vinna bikarinn í ellefta skipti en þeir urðu síðast bikarmeistarar árin 2016 og 2017 þegar bikartitlar númer níu og tíu komu í hús á Hlíðarenda. Þar á undan unnu þeir bikarinn þrisvar á árunum 2008 til 2011 en Valur var fyrsta félagið til að verða bikar- meistari þegar keppnin fór fyrst fram árið 1975. Framarar freista þess hins vegar að vinna bikarmeistaratitilinn í ann- að skipti en þeir hófu einmitt 21. öld- ina á því að verða bikarmeistarar vorið 2000. Magnús er í fantaformi Valsmenn stungu Aftureldingu af í seinni hálfleik eftir nokkurt jafnræði í þeim fyrri. Magnús Óli Magnússon átti stórleik hjá Val og skoraði 10 mörk þótt hann hafi verið hvíldur síðustu tíu mínúturnar. Magnús er einn albesti sóknarmaður hérlendis um þessar mundir ef ekki sá besti. Hann er í fantaformi og Mosfellingar réðu ekkert við hann. Mörkin voru fjölbreytt. Gegnumbrot, undirhand- arskot eða stokkið upp fyrir utan. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Valsmenn en hjá Aft- ureldingu voru markahæstir þeir Hamza Kablouti með fimm mörk og Kristófer Máni Jónasson með fjögur. Leikurinn bar þess merki að lið Aftureldingar er ekki komið eins langt í að þróa sinn leik á þessu tíma- bili og Valur. Miðað við leik- mannahópinn hjá Aftureldingu ættu leikir þessara liða að geta verið tví- sýnir þegar líður á tímabilið. En í gærkvöld áttu Mosfellingar engin svör í síðari hálfleik. Þegar mun- urinn var orðinn fimm mörk eða svo fóru ákvarðanir leikmanna að versna og einbeitingin minnkaði. Íslands- meistararnir gengu á lagið og geta orðið tvöfaldir meistarar 2021. Lárus varði 17 skot Staðan að loknum fyrri hálfleik hjá Fram og Stjörnunni var 14:14 en í síðari hálfleik náði Fram þriggja marka forskoti. Eftir að staðan var 16:16 náði Stjarnan aldrei að jafna aftur. Fram var yfirleitt einu til þremur mörkum yfir. Spennan var hins vegar fyrir hendi og Garðbæingar gáfust aldrei upp. En þeir léku ekki nógu vel í sókninni að þessu sinni til að landa sigri. Lárus Helgi Ólafsson varði 17 skot í marki Fram og Vilhelm Poulsen skoraði 12 mörk fyrir Safamýr- arliðið, sjö þeirra úr vítaköstum. Markahæstir hjá Stjörnunni voru Dagur Gautason og Leó Snær Pét- ursson með fimm mörk hvor og Adam Thorstensen varði níu skot í markinu. Reykjavík- urslagur í Firðinum - Valur og Fram mætast í úrslita- leiknum í bikarkeppni karla í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði Framarar fagna sigrinum í leikslok á Ásvöllum í gærkvöld og lengst til vinstri stígur Lárus H. Ólafsson markvörður sigurdans. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magnaður Magnús Óli Magnússon skorar eitt af tíu mörkum sínum fyrir Val en leikmenn Aftureldingar réðu ekkert við hann á Ásvöllum í gærkvöld. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bikarmeistaratitill er í húfi hjá fjór- um félögum úr jafnmörgum byggð- arlögum og sæti í Evrópukeppni hjá þremur þeirra þegar undanúrslitin í bikarkeppni karla í fótbolta verða leikin í dag. Gömlu stórveldin ÍA og Keflavík eigast við á Akranesi klukkan 12 og klukkan 14.30 tekur Vestri á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Vík- ings á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga. Sigurliðin í þessum leikjum mæt- ast í úrslitaleik á Laugardalsvell- inum eftir hálfan mánuð, laugardag- inn 16. október. Víkingar eru þegar komnir með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu með Íslandsmeistaratitli sínum. Þeirra stóra markmið er að vinna tvöfaldan sigur, í deild og bik- ar, og verða annað félagið á 21. öld- inni, á eftir KR, til að afreka það. Verði Víkingar bikarmeistarar verða það KR-ingar sem hljóta laust sæti Íslands í Sambandsdeild Evr- ópu næsta sumar þar sem þeir náðu þriðja sæti á Íslandsmótinu. Fyrir hin þrjú liðin, ÍA, Keflavík og Vestra, er Evrópusæti í húfi, til viðbótar við bikarmeistaratitilinn. Til að ná því markmiði þarf að vinna bikarkeppnina því ekki dugir lengur að tapa fyrir Íslandsmeisturum í úr- slitaleik til að komast í Evrópu- keppni. Víkingar eru ríkjandi bikarmeist- arar frá 2019 en keppni var hætt í fyrra þegar komið var að undan- úrslitum. Þeir hafa unnið bikarinn tvisvar. Skagamenn freista þess að vinna hann í 10. sinn, og í fyrsta sinn frá 2003, og Keflvíkingar í fimmta sinn, og í fyrsta sinn frá 2006. _ Viðtöl við leikmenn og þjálfara frá liðunum fjórum er að finna á vefnum Íslenski fótboltinn á mbl.is. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Bikarinn Nicolaj Madsen og Nacho Gil eru lykilmenn hjá Vestra. Bikar og Evrópusæti í boði - Undanúrslitaleikir á Akranesi og Meistaravöllum í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.