Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021
Gentle Iron Complex Organic Turmeric Vitamin D3Immune Support
Complex
Multivitamin &
Minerals for Men
B12, C og D- vítamín,
fólínsýra & járn
167mg kúrkúmín
ræktað í sólarorku
D3 vítamín, spírulína
& Nubana Green
Banana Flour
C og D- vítamín, sink,
betaglúkan & ylliber
B1, B2, B5, C vítamín
& magnesíum
Gentle Iron Complex Organic Turmeric Vitamin D3Immune Support
Complex
Multivitamin &
Minerals for Men
B12, C og D- vítamín,
fólínsýra & járn
167mg kúrkúmín
ræktað í sólarorku
D3 vítamín, spírulína
& Nubana Green
Banana Flour
C og D- vítamín, sink,
betaglúkan & ylliber
B1, B2, B5, C vítamín
& magnesíum
Umhverfisvænustu
bætiefni allra tíma?
Wild Earth fæst í Fjarðarkaupum.
Umbúðirnar brotna niður í umhverfinu á aðeins 16 mánuðum.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fyrirtækið GN Studios ehf. sem er
fasteignaþróunarfélag í eigu Baltas-
ars Kormáks kvikmyndaleikstjóra
ætlar sér að auka starfsemi sína á
Gufunesi, bæta við nýju kvikmynda-
veri sem tengt verði því sem fyrir er
á vegum RVK Studios ehf. auk þjón-
ustubyggingar og fjölbreyttari
möguleika sem og að ýta undir aðra
starfsemi á svæðinu í þjónustu við
kvikmyndagerð.
Borgarráð samþykkti í fyrradag
heimild til að gengið verði til samn-
inga við GN Studios um kaup á
Gufunesvegi 21 skv. tilboðsverði
sem hljóðar upp á 320 milljónir kr.
Breyta á 4.306 fermetra birgða-
skemmu sem fyrir er og kemur fram
í kynningargögnum GN Studio sem
lögð voru fram í borgarráði að áætl-
aður heildarkostnaður við uppbygg-
inguna er 1,3 milljarðar kr.
Núverandi kvikmyndaver GN
Studios í Gufunesi er sagt nýtast vel
fyrir stærri framleiðslu kvikmynda-
verkefna en fyrirsjáanleg þörf sé á
minni kvikmyndatökuverum fyrir
minni tökuverkefni á svæðinu. Gert
er ráð fyrir að færibandið sem áður
lá yfir Gufunesveg á tíma Áburðar-
verksmiðjunnar verði endurgert
sem göngubrú milli núverandi kvik-
myndavers og fyrirhugaðra upp-
tökuvera. Þá verði þjónustubygging
við suðurhlið gömlu birgðageymsl-
unnar nýtt fyrir starfsemi við fram-
leiðslu kvikmynda og sjónvarps-
efnis.
Til stendur að breyta fasteigninni
á Gufunesvegi 21 í tvö minni kvik-
myndaver sem þjóni minni verk-
efnum og samtímatökum og aðstöðu
fyrir stuðningsdeildir í kvikmynda-
framleiðslu sem eru á staðnum við
tökur. „Má þar nefna aðstöðu fyrir
leikmyndadeild til að smíða, setja
saman og geyma leikmyndahluti fyr-
ir tökur eða svæði þar sem bún-
ingadeild getur verið með heildar-
lager fyrir tökur eða sett upp
bráðabirgðasaumastofu fyrir tökur
eða jafnvel aukaskrifstofur fyrir
framleiðsludeildir verkefna,“ segir í
kynningu.
3 framleiðslufélög og Þorpið-
Vistfélag stefna á uppbyggingu
Borgarráð samþykkti einnig að
gengið yrði til viðræðna við kvik-
myndaframleiðslufélögin Truenorth
ehf., Pegasus ehf. og Sagafilm ehf.
og Þorpið-Vistfélag ehf. um lóðavil-
yrði til þróunar og uppbyggingar á
kvikmyndatengdri starfsemi í Gufu-
nesi, m.a. með byggingu kvikmynda-
vers og aðstöðu fyrir tækjabúnað og
leikmyndir á stóru útisvæði. Gera
fyrstu áætlanir ráð fyrir að þar verði
um nærri tveggja milljarða fjárfest-
ingu að ræða, m.a. með byggingu
þrjú þúsund fermetra stúdíós.
Í kynningu segir að markhóp-
urinn sé íslensk og erlend kvik-
myndafyrirtæki og byggt verði á
góðu tengslaneti Truenorth og
Pegasus. Á meðal viðskiptavina séu
mörg af stærstu og þekktustu kvik-
myndafélögum heims.
Tölvuteikning/Kynningargögn GN Studios ehf.
Kvikmyndaþorp Tölvuteikning sem sýnir kvikmyndaver GN Studios. +Arkitektar sjá um hönnun og arkitektúr.
Uppbygging í Gufunesi
fyrir rúma þrjá milljarða
- Viðræður um frekari uppbyggingu í kvikmyndaþorpinu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur verið leiðinlega langt
stopp en nú virkar allt vel á ný,“
segir Þráinn Hjálmarsson, starfs-
maður í þjónustumiðstöð Vopna-
fjarðarhrepps.
Sundlaugin í Selárdal verður
opnuð á hádegi í dag eftir miklar
truflanir á starfsemi að undan-
förnu. Vegna vatnsleysis af völdum
góðviðrisins í sumar varð að loka
lauginni nokkrum sinnum síðsum-
ars og í haust en síðustu tvær vik-
ur hefur hún verið lokuð vegna bil-
unar.
„Það var vatnslaust út af þurrki,
það var vandamál í sumar. Svo
hefur vatnsleysið sjálfsagt orðið til
þess að dælubúnaður fór í ólag,“
segir Þráinn í samtali við Morgun-
blaðið. Hann segir að inntak í að-
stöðuhús sundlaugarinnar hafi ver-
ið stíflað og ekki hafi fengist kalt
vatn inn í húsið. Fyrir vikið þurfti
að grafa mikið upp í kringum
sundlaugina og skipta um vatns-
inntak.
Selárlaug þykir með skemmti-
legri sundlaugum á landinu. Laug-
in stendur á bakka hinnar kunnu
laxveiðiár Selár þar sem hún renn-
ur í grunnu gljúfri. Rétt við sund-
laugina er uppspretta með heitu
vatni og var vatn úr þeirri upp-
sprettu notað til margra ára í
sundlaugina. Heilbrigðiseftirlitið
taldi það fyrirkomulag óhæft og í
dag er uppsprettuvatnið nýtt til að
hita upp vatnið í sundlauginni.
Þráinn segir að allt hafi verið
reynt til að halda sundlauginni op-
inni síðustu mánuði. Til að mynda
hafi kalt vatn verið flutt úr þorp-
inu á slökkvibílnum til að hægt
væri að halda úti skólasundi fyrir
krakkana á Vopnafirði. Hann
kveðst ekki geta neitað því að lok-
unin hafi reynst mörgum í sveit-
inni þungbær enda sé ferð í laug-
ina hluti af daglegu lífi.
„Jú jú, það eru margir orðnir
langþreyttir á ástandinu. Við erum
minntir á það reglulega, starfs-
menn bæjarins, hvort við ætlum
nú ekki að fara að opna laugina.
En nú horfir til betri vegar,“ segir
hann.
Selárlaug var gerð sumarið 1949
af félagsmönnum í Einherja, ung-
mennafélagi Vopnafjarðar, að því
er fram kemur á heimasíðu
sveitarfélagsins. Gerðu þeir laug-
ina að mestu í sjálfboðavinnu og
var hún vígð sumarið 1950. Á þess-
um tíma var Selárlaug eina heita
laug Austurlands.
Komast loks í
sund í Selárdal
- Vopnfirðingar geta tekið gleði sína á
ný í dag - Vatnsleysi og bilun að baki
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Perla Sundlaugin í Selárdal er mörgum kær enda þykir staðsetning hennar
á bökkum laxveiðiárinnar Selár einstök. Laugin verður opnuð á ný í dag.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hægt gengur að innleiða rafræna
skjalavörslu ríkisins. Umfang papp-
írsskjala hjá opinberum stofnunum
hefur aukist gífurlega og nota nú
ríkisstofnanir um 17 þúsund fer-
metra til að geyma pappírsskjöl. Það
er langtum meira en rúmast í núver-
andi húsakynnum Þjóðskjalasafns-
ins við Laugaveg.
Þetta kemur fram í skýrslu með
niðurstöðum eftirlitskönnunar
safnsins á skjalageymslum afhend-
ingarskyldra aðila ríkisins. Könn-
unin var gerð í sumar en skýrslan
birt í gær.
Fram kemur einnig að afhending-
arskyldir aðilar ríkisins hafa áhuga á
að skila yngri pappírsskjölum til
Þjóðskjalasafns en almennt er gert.
Nú þegar eru um 106 þúsund
hillumetrar af pappírsskjölum hjá
stofnunum, embættum og fyrir-
tækjum ríkisins, og hefur pappírs-
umfang þeirra vaxið um 112% frá
árinu 2012. Ef gert er ráð fyrir að
um 20-30% af þessum skjölum hafi
ekki varðveislugildi til lengri tíma
munu um 77 til 88 þúsund hillumetr-
ar af pappírsskjölum berast Þjóð-
skjalasafni til varðveislu á næstu 30
árum. Til samanburðar er heildar-
safnkostur Þjóðskjalasafns nú um 45
þúsund hillumetrar og ná skjölin frá
12. öld til dagsins í dag.
Í skýrslunni segir að þeir 106 þús-
und hillumetrar sem eru í varðveislu
stofnana, embætta og fyrirtækja
ríkisins hafi að stærstum hluta
myndast á síðustu 20 árum. Mikil-
vægt sé að Þjóðskjalasafni sé tryggt
viðunandi húsnæði til að taka til
varðveislu skjöl ríkisins á næstu ár-
um og áratugum.
Gífurleg fjölgun
á pappírsskjölum
- Hægt gengur að
innleiða rafræna
skjalavörslu ríkisins
Morgunblaðið/Ómar
Skjöl Pappírsskjölum fjölgar þótt
áherslan sá á rafræna skjalavörslu.