Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 14
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Orkumál hafa gjörbreyst á fáum ár- um og loftslagsmálin eru þar helsti drifkrafturinn,“ segir Halla Hrund Logadóttir, nýr orkumálastjóri. „Ríki heims eru einbeitt í því að leita lausna á vanda. Þetta er eins og kapphlaupið um að komast til tunglsins var. Þegar slíkur metnaður er settur í mál af allri heimsbyggðinni hraðar það allri nýsköpun og tækni fleygir fram. Á Ís- landi þurfum við að leggja okkur eftir að skilja hvaða áhrif þetta hefur á samkeppnishæfni og tækifæri í víðu samhengi. Hlutverk Orkustofnunar er að stuðla að því að þessir mögu- leikar nýtist til hagsældar fyrir þjóð- ina.“ Halla Hrund tók við starfi orku- málastjóra í júní síðastliðnum. Síðan þá hefur verið hrundið af stað ýmsum breytingum í starfi Orkustofnunar, meðal annars að svið loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hefur ver- ið sett á laggirnar. Með þessu segir Halla áherslur skerptar og þetta eigi að styrkja stöðu Íslendinga í orku- skiptum og þann sess að hér sé græn- asta hagkerfi í heimi. Útfærslur skili ávinningi „Breytt skipurit er farartæki til framtíðar,“ segir Halla. „Regluverk orkumála í Evrópu er í örri þróun sem hefur auðvitað bein áhrif á lög- gjöf hér heima. Það er stór áskorun að við náum að innleiða nýjar reglur hratt og vel. Stuðla verður að því að útfærslurnar skili ávinningi fyrir Ís- land og efli tækifærin. Við þurfum að vera framsýn í allri nálgun.“ Sú stefna hefur verið mörkuð að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040 og óháð jarðefnaeldsneyti á lofti, láði og legi fyrir árið 2050. Innlent rafmagn framleitt með grænni orku eða aðrar útgáfur af grænu eldsneyti komi þá í staðinn. „Þessi vegferð er spennandi,“ segir Halla. „Þetta mun spara gjaldeyristekjur því við þurfum þá að flytja inn minna af eldsneyti. Það eykur orkuöryggi því við þurfum þá ekki að treysta í sama mæli og nú á innflutning eldsneytis til að knýja samfélagið. Einnig getur þetta lækk- að samgöngukostnað heimila og létt á umferð með til dæmis rafmagns- hjólum. Þá er ónefndur loftslags- ávinningurinn, sem er auðvitað kjarni málsins.“ Umskipti eiga hliðstæðu Í orkuskiptum á Íslandi telur Halla aðgerðir stjórnvalda nú vera að skila sér. Skráningum nýorkubíla hafi fjölgað mikið, meðal annars í tengslum við endurgreiðslur tengdar innviðum. Á sama tíma þurfi fjöl- breyttari hvata fyrir fólk og fyrirtæki til að færa sig yfir í grænni sam- gönguvenjur, svo sem rafbíla, raf- magnshjól og almenningssamgöngur. Innviðirnir þurfi að vera til staðar og þar hafi Orkusjóður, sem vistaður er hjá Orkustofnun, verið með sérstakt átak til að koma upp hleðlustöðvum úti á landi. Slíkum stöðvum fyrir landflutninga þurfi að fjölga og sömu- leiðis við hafnir. „Orkuskiptin og tækifæri tengd þeim þarf að hugsa í víðu samhengi. Fyrir ferðaþjónustuna er dýrmætt að geta kynnt grænt Ísland og sama má segja um landbúnaðinn. Í þessu felast einstök markaðstækifæri. Orkuskipt- in eiga sér hliðstæðu í hitaveituvæð- ingu Íslands. Hún kostaði mikla fjár- muni, elju, samheldni og framsýni fyrir fátæka og tiltölulega ómenntaða þjóð. Við deilum ekki um ávinninginn af þeirri vegferð. Við þurfum að sýna sama dug, þrek og framsýni til að ljúka við innlendu orkuskiptin í dag.“ Olíunotkun á Íslandi náði hámarki árið 2018 þegar seld voru yfir 1.025 þúsund tonn af olíu á Íslandi. Þetta var á þeim tíma þegar flestir ferða- menn komu til landsins. Þegar sló í bakseglin með kórónuveirunni í fyrra varð notkunin aðeins um helmingur þess sem mest var áður. Merkileg- asta framlag þessa tíma til orku- skipta er annars, segir Halla, að við getum ferðast minna, unnið meira heima og fækkað kolefnissporum. Áskorunin er þó að viðhalda þeim árangri nú þegar hagkerfið fer á fullt. Slíkt gæti kallast græn endurreisn. Auðlindir skili almenningi arði „Ef við ætlum að ná markmið- unum okkar um að verða óháð jarð- efnaeldsneyti fyrir 2050 eykst orku- þörfin. En til að mæta þessari þörf þarf að nýta betur þá orku sem þeg- ar er í framleiðslu, skoða möguleika þegar samningar við stóra kaup- endur losna og meta nýja orkukosti. Einnig skiptir máli fyrir orkuskiptin hvernig tæknin þróast, svo sem raf- hlöður. Því nýtnari sem tæknin er fyrir faratækin okkar því minna þurfum við af orku. Almennt skiptir máli að orkan rati í innlend orku- skipti,“ segir Halla og heldur áfram: „Smávirkjanir eru ríkur hluti af sögu okkar, og þær geta nýst til dæmis bændum sem vilja styrkja rekstur sinn. Virkjun vindorku með stórum vindmyllum er dæmi um mikilvæga auðlind sem hefur orðið til með því að tæknin verður alltaf betri og betri og um leið hagkvæm- ari í notkun. Auðlindir eru þó aðeins það sem skilar arði til þjóðarinnar og nú vantar að útfæra leikreglur um varðandi vindorku, bæði á landi og hafi. Hingað til hafa fyrirtækin sem hafa verið í orkuauðlindanýtingu verið að stærstum hluta í eigu hins opinbera. Í breyttu lagaumhverfi orkugeirans í dag verða fleiri á markaðnum, sem kallar á leikreglur sem tryggja að auður skili sér til al- mennings.“ Halla segir arðgreiðslur fyrir auð- lindir orkunnar útfærðar á ólíka vegu erlendis. Til dæmis sé greitt gjald fyrir hlutfall af tekjum vind- garða á hafi til ríkisins í Bandaríkj- unum. Sama eigi við til dæmis í Evr- ópu þar sem sveitarfélög fá einnig skerf. Spurð um rammaáætlun um orkunýtingu tekur Halla undir að hún hafi gengið hægt undanfarin ár. Fyrir því séu margar ástæður bæði pólitískar og varðandi vinnulag. Því séu nú tækifæri til að sníða af van- kanta eins og oft þurfi þegar reynsla kemst á flókin kerfi. „Hér verðum við að vanda okkur. Það er kostnaðarsamt fyrir þjóðina að vera í deilum. Því þurfum við að vera ábyrg gagnvart tillögum um umturnun á þessu sviði en á sama tíma gera kröfu um úrbætur þannig að kerfið sé skilvirkt og gegnsætt. Án þess er erfitt að sækja fram.“ Norðurslóðir eru eftirsóttar Gæfa Íslendinga almennt er sú, segir Halla Hrund, að eiga margar auðlindir, það er vatnið, náttúruna, fiskimiðin og orkuna. Nýting þeirra sé hins vegar vandasöm, og þar þurfi hófsemi, nýtni og hagsmunir fram- tíðar að vera leiðarljós. „Á tímum loftslagsbreytinga eykst virði ósnortinnar náttúru því vistkerfi hnigna. Einnig verður mun meiri ásókn í jarðnæði almennt á norðurhveli jarðar, þar á meðal Ís- landi á næstu áratugum, því straum- ur fólks liggur æ meira í norður því öfgar í veðurfari með hlýnun jarðar skapa veikari lífskjör annars staðar. Við þurfum að búa okkur undir þessa auknu ásókn á komandi ára- tugum. Á sama tíma hafa orkuauð- lindirnar okkar aldrei verið jafn verðmætar,“ segir Halla sem leggur áherslu á að hvert verkefni í orku- nýtingu skili sem mestu eins og tek- ist hafi með fjölnýtingu jarðhitans. „Slíkt skilar margföldum árangri eins og við sjáum á verðmætri flóru fyrirtækja sem tengjast jarðvarm- anum – svo sem Carbfix, Geosilica, Orf líftækni og fleiri. Slíkur orku- tengdur þekkingariðnaður marg- faldar virði hvers verkefnis fyrir Ís- land. Rækta þarf garðinn áfram eins og nýtt svið Orkustofnunar tekur utan um.“ Styrkja grænasta hagkerfi heims - Loftslagsmálin eru drifdraftur nýrrar stefnu, segir nýr orkumálastjóri - Sparnaður með orku- skiptum sem eru dýrmætt tækifæri - Græn endurreisn - Ósnortin náttúra verður sífellt virðismeiri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Orkumálastjóri Auðlindir aldrei jafn verðmætar, segir Halla Hrund Logadóttir um viðhorfin í orkumálum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Virkjun Gæfa Íslendinga er, segir Halla Hrund, að eiga margar auðlindir. Við nýtingu þurfa hófsemi, nýtni og hagsmunir framtíðar að vera leiðarljós. Morgunblaðið/Ófeigur Straumur Skráðum nýorkubílum fjölgar. Á sama tíma þarf fjölbreyttari hvata fyrir fólk og fyrirtæki til að færa sig yfir í grænar samgönguvenjur. Halla Hrund Logadóttir fæddist 1981 og er með BA-próf í stjórn- málafræði. Hún hefur tvær meistaragráður, í alþjóða- samvinnu, þar sem hún lagði sig eftir orku- og umhverfismálum, og í opinberri stjórnsýslu. Eig- inmaður Höllu er Kristján Freyr Kristjánsson og börnin eru tvö. Frá 2015 hefur Halla setið í stjórn Orkusjóðs, en sama ár hóf hún störf við Háskólann í Reykjavík. Halla var fram- kvæmdastjóri Iceland School of Energy við HR 2013-2016 og 2011-2013 forstöðumaður al- þjóðaþróunar þar. „Ég brenn fyrir að hafa já- kvæð áhrif á íslenskt samfélag. Hef búið ytra vegna vinnu eða náms í tveimur 5-6 ára lotum; í Bretlandi, Tógó, Frakklandi, Belgíu og nú síðast Bandaríkj- unum,“ segir Halla sem er einn stofnenda Miðstöðvar norður- slóða, Arctic Initiative við Har- vard þar sem hún kennir enn. Í starfinu þar er sjónum beint að loftslagsmálum sem eru jafn- framt kennd á meistarastigi við skólann. Halla hefur verið einn stjórnenda breytingaþátta norðurslóða, m.a. orkumála, á vettvangi World Economic For- um og starfað sem leiðbeinandi í orkutengdri nýsköpun. Ég vil hafa jákvæð áhrif FJÖLBREYTTUR FERILL 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.