Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 38
málanna voru þarna rædd ýmis önnur mál, meðal annars alþýðu-
mentunarmálið. Urðu um það skiftar skoðanir, á hvern hátt og
með hvaða ráðum alþýðumentunin yrði bætt svo að nokkru
gagni yrði, með viðráðanlegum kostnaði. Ásgeir Sigurðsson frá
Heydalsá bar þar fram tillögu þess efnis, að æskilegt væri að í
hverri sýslu yrði komið upp skóla handa námfúsum unglingum,
sem komnir væru yfir fermingu.
Síra Arnór lagði hugmyndinni eindregið fylgi. Nokkrar um -
ræður urðu um málið, litlum eða engum andmælum hreyft,
en engin ákvörðun tekin. Þótt alþýðumentunarmálinu væri
ekki meiri gaumur gefinn á Kollabúðarfundinum en raun ber
vitni um, var það þar með alls ekki úr hug frummælenda
og tillögumanns. Það reyndist líka svo, að Ásgeiri Sigurðssyni,
bónda að Heydalsá og ýmsum áhuga- og framkvæmdamönnum
í Kirkjubóls- og Fellshreppum var þetta fullkomið áhugamál. Var
því haldið vakandi og unnið að framgangi þess, og um áramótin
1896–97 hafði unglinga- og barnaskóli verið bygður að Hey-
dalsá í Kirkjubólshreppi. Talið er að Guðmundur Bárðarson á
Kollafjarðarnesi, sem bjó þar um þær mundir, hafi verið ötull
bar áttumaður fyrir byggingu skólans, og Sigurgeir Ásgeirsson á
Hey dalsá, sem síðar var kennari skólans. Sagt er, að Guðmundur
hafi lagt fram alt byggingarefni í skólann upp á endurgreiðslu
síðar. Ýmsir efna- og áhugamenn úr Kirkjubólshreppi lögðu
fram bæði fé og vinnu. Var skólinn eingöngu bygður fyrir sam-
skota fje hreppsbúa. Árið 1907 er skólinn stækkaður. Skólinn
starf aði sem barna- og unglingaskóli til ársins 1915–16, og sóttu
hann nemendur úr ýmsum hreppum Strandasýslu. Síðan starf-
aði hann sem barnaskóli eingöngu fyrir hreppinn, en hefur
nú ekki verið notaður síðustu árin nema sem samkomustaður
hrepps búa og er nú alveg í eyði síðan fjelagsheimilið Sævangur
var bygt, húsið, sem við erum nú stödd í. Á því var byrjað 1953
og það vígt til notkunar 13. júlí 1957. Að byggingu þess stóðu
Kirkju bólshreppur að 1/3, ungmennafjelagið að 1/3 og kvenfej-
lagið og lestrarfjelagið að 1/3.
Öll verkamannavinna hefur verið gefin við byggingu þess.
Stærð hússins er 1640 m3 og kostnaður þess mun verða um kr.
600.00 á teningsmetra.
36