Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 39
Fullyrða má, að áhrifa frá Heydalsárskóla hafi allmikið gætt
um bygðir Strandasýslu.
Árið 1845 er Lestrarfjelag stofnað fyrir Kirkjubóls- og Fells-
hreppa, og árið 1945 hjeldum við upp á 100 ára afmæli Lestr ar-
fjelagsins.
Sumir háttvirtir fulltrúar, sem hjer eru staddir, eru kannske
búnir að halda upp á 100 ára afmæli lestrarfjelags í sínu bygðar-
lagi, en aðrir sennilega ekki.
Árið 1891 er stofnaður Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshreppa
að Heydalsá. Mættu þar nokkrir bændur úr þeim tveimur hrepp-
um, og meðal þeirra þeir Guðjón Guðlaugsson, hreppsstjóri á
Ljúfustöðum, og sjera Arnór Árnason, Felli, sem fyr greinir. Þeir
voru miklir fjelagshyggju-, áhrifa- og áhugamenn, og koma mik-
ið við sögu fyrir og um aldamótin í ýmsum menningarmálum
hjeraðsins. Sjóðurinn var stofnaður með tólf áhugamönnum úr
þessum tveimur hreppum. Og eins og segir í fyrstu fundargerð-
inni, að beinasti vegurinn til að koma á fót sparisjóði fyrir þessar
sveitir væri sá, að nokkrir hinna efnuðustu manna sveitanna
tækju sig saman um að gerast stofnendur og ábyrgðarmenn
sjóðsins. Og að reynt væri að fá til þátttöku þó ekki væri nema
einn mann úr hverri af nærliggjandi sveitum.
Á stofnfundinum var kosin stjórn: Formaður Guðjón Guð laugs-
son, gjaldkeri Arnór Árnason, og meðstjórnandi Jón Jónsson í
Trölla tungu.
Á fyrri hluta þessarar aldar fjölgar fjelagasamtökum, svo sem
ung mennafjelögum, kvenfjelögum o. fl., sem of langt yrði upp
að telja.
Að síðustu þakka jeg ykkur konunum komuna hingað í sýsl-
una og óska fjelagsskap ykkar gæfu og gengis í framtíðinni.
37