Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 46
Stjórn kaupfélagsins ákvað árið 1939 að láta leiða rafmagn í
önnur hús á Borðeyri. Þá var lögð 300 m löng raflína á lágum
staurum um þorpið en þar voru tíu íbúðar- og verslunarhús.
Einnig var keypt önnur aflvél. Var sú af gerðinni Drott og var
dísilvél, 8 hö. Vélin var sett upp í vélasal frystihússins. Rafstöðin
skemmdist verulega í brunanum 1941. Kaupfélagið lét gera
við vélarnar og rak rafstöðina áfram til ársins 1944. Þá bilaði
Drottvélin og kaupfélagið gafst upp á rekstri rafstöðvar.
Landssíminn rak rafstöð til eigin nota á símstöðinni á Borðeyri
á stríðsárunum síðari. Fyrirtækið bauðst árið 1944 til að koma
upp nýrri rafstöð í símstöðinni og tengja hana við dreifikerfi
þorpsins. Tilboðinu var tekið og aflstöðin tengd dreifikerfinu í
októbermánuði 1944. Aflvélin var Witte dísilvélasamstæða, 6 hö,
5 kVA, 220 V, 50 rið. Rafstöð þessi var lögð niður þegar símstöð-
in flutti að Brú árið 1951. Þá hóf kaupfélagið á nýjan leik rekstur
rafstöðvar á Borðeyri. Hús var byggt fyrir þessa starfsemi, 2,5 x
6 m að flatarmáli, og keypt lítil dísilvélasamstæða af Bukhgerð.
Hún reyndist illa. Var því önnur samstæða sömu gerðar keypt
næsta ár og árið 1956 var samstæðu af Listergerð bætt við, 24
hö, 12 kW.
Þessi vélakostur var látinn nægja til ársins 1961 en þá var keypt
Domansamstæða, 32 kW, 3 x 220 V. Kaupfélagið rak rafstöð-
ina til ársins 1967 en hinn 8. ágúst það ár var lagður 1.150 m
langur sæstrengur yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar.
Með þessu tengdist Borðeyri veitukerfi Rafmagnsveitna ríkisins
(RARIK) í Vestur-Húnavatnssýslu. RARIK yfirtók jafnframt rekst-
ur og eignir rafveitunnar á Borðeyri. Orkubú Vestfjarða yfirtók
rafveituna á Borðeyri eins og aðrar rafveitur í Vestfjarðakjördæmi
hinn 1. janúar árið 1978.
Landssíminn virkjaði Ormsá þegar starfsemin var flutt að Brú
árið 1951 eins og fram kemur í töflu við upphaf þessarar grein-
ar. Stíflan var endurbætt haustið 1954. Því verki stjórnaði Jón
Jónsson, bóndi á Melum, og hlóð stífluna ásamt Birni Lýðssyni,
bónda í Fjarðarhorni.
44